Helgi og Hólmfríður best - skandall í kosningu? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2007 11:30 Hólmfríður með bikarmeistarabikarinn. Mynd/Daníel Lokahóf KSÍ var haldið í gær með pompi og prakt en var þó ekki án afar umdeildra atvika. Helgi Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Landsbankadeildar karla og Matthías Vilhjálmsson, FH, efnilegastur. KR-ingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir var kjörin best í Landsbankadeild kvenna og Rakel Hönnudóttir, Þór/KA, efnilegust. Fótbolti.net greindi frá því að skilaboð hafi gengið milli leikmanna í Landsbankadeild kvenna að kjósa ekki Margréti Láru Viðarsdóttur, leikmann Vals, sem leikmann ársins í deildinni. Hún var markahæst í deildinni í ár með 38 mörk sem er nýtt markamet. KR-ingar fengu verðlaun fyrir bestu stuðningsmennina í Landsbankadeild karla og Valsmenn sömu verðlaun í Landsbankadeild kvenna. Valsmenn tóku háttvísisverðlaunin í bæði karla- og kvennaflokki. Guðmundur Benediktsson fékk einstaklingsverðlaun í þessum flokki og Katrín Jónsdóttir í kvennaflokki. Bæði eru leikmenn Vals. Markahæstu menn voru ekki heiðraðir með gull-, silfur- og bronsskóm þar sem þeir bárust ekki til landslins í tæka tíð. Mistök urðu til þess að verðlaunagripirnir voru sendir til Írlands í stað Íslands. Markahæstu menn í Landsbankadeild karla: 1. Jónas Grani Garðarsson, Fram (13 mörk) 2. Helgi Sigurðsson, Val (12) 3. Magnús Páll Gunnarsson, Breiðabliki (8) Markahæstu menn í Landsbankadeild kvenna: 1. Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (38) 2. Hrefna Huld Jóhannesdóttir, KR (19) 3. Olga Færseth, KR (16) Þá voru lið ársins í Landsbankadeild karla og kvenna valin: Landsbankadeild karla: Markvörður: Fjalar Þorgeirsson, Fylki. Varnarmenn: Atli Sveinn Þórarinsson, Val, Barry Smith, Val, Dario Cingel, ÍA, Sverrir Garðarsson, FH. Miðvallarleikmenn: Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Val, Bjarni Guðjónsson, ÍA, Davíð Þór Viðarsson, FH, Matthías Guðmundsson, Val. Sóknarmenn: Helgi Sigurðsson, Val og Jónas Grani Garðarsson, Fram. Landsbankadeild kvenna: Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val. Varnarmenn: Alicia Maxine Wilson, KR, Ásta Árnadóttir, Val, Guðný Björk Óðinsdóttir, Val, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Breiðabliki. Miðvallarleikmenn: Edda Garðarsdóttir, KR, Katrín Jónsdóttir, Val, Katrín Ómarsdóttir, KR, Hólmfríður Magnúsdóttir, KR. Sóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir, Val og Olga Færseth, KR. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Lokahóf KSÍ var haldið í gær með pompi og prakt en var þó ekki án afar umdeildra atvika. Helgi Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Landsbankadeildar karla og Matthías Vilhjálmsson, FH, efnilegastur. KR-ingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir var kjörin best í Landsbankadeild kvenna og Rakel Hönnudóttir, Þór/KA, efnilegust. Fótbolti.net greindi frá því að skilaboð hafi gengið milli leikmanna í Landsbankadeild kvenna að kjósa ekki Margréti Láru Viðarsdóttur, leikmann Vals, sem leikmann ársins í deildinni. Hún var markahæst í deildinni í ár með 38 mörk sem er nýtt markamet. KR-ingar fengu verðlaun fyrir bestu stuðningsmennina í Landsbankadeild karla og Valsmenn sömu verðlaun í Landsbankadeild kvenna. Valsmenn tóku háttvísisverðlaunin í bæði karla- og kvennaflokki. Guðmundur Benediktsson fékk einstaklingsverðlaun í þessum flokki og Katrín Jónsdóttir í kvennaflokki. Bæði eru leikmenn Vals. Markahæstu menn voru ekki heiðraðir með gull-, silfur- og bronsskóm þar sem þeir bárust ekki til landslins í tæka tíð. Mistök urðu til þess að verðlaunagripirnir voru sendir til Írlands í stað Íslands. Markahæstu menn í Landsbankadeild karla: 1. Jónas Grani Garðarsson, Fram (13 mörk) 2. Helgi Sigurðsson, Val (12) 3. Magnús Páll Gunnarsson, Breiðabliki (8) Markahæstu menn í Landsbankadeild kvenna: 1. Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (38) 2. Hrefna Huld Jóhannesdóttir, KR (19) 3. Olga Færseth, KR (16) Þá voru lið ársins í Landsbankadeild karla og kvenna valin: Landsbankadeild karla: Markvörður: Fjalar Þorgeirsson, Fylki. Varnarmenn: Atli Sveinn Þórarinsson, Val, Barry Smith, Val, Dario Cingel, ÍA, Sverrir Garðarsson, FH. Miðvallarleikmenn: Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Val, Bjarni Guðjónsson, ÍA, Davíð Þór Viðarsson, FH, Matthías Guðmundsson, Val. Sóknarmenn: Helgi Sigurðsson, Val og Jónas Grani Garðarsson, Fram. Landsbankadeild kvenna: Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val. Varnarmenn: Alicia Maxine Wilson, KR, Ásta Árnadóttir, Val, Guðný Björk Óðinsdóttir, Val, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Breiðabliki. Miðvallarleikmenn: Edda Garðarsdóttir, KR, Katrín Jónsdóttir, Val, Katrín Ómarsdóttir, KR, Hólmfríður Magnúsdóttir, KR. Sóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir, Val og Olga Færseth, KR.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira