Vildi ekki lána Lucky Day Andri Ólafsson skrifar 22. október 2007 10:47 Lucky Day á Fáskrúðsfirði. MYND/Jóhanna Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi vegna rannsóknar á Fáskrúðsfjarðarmálinu, neitaði að lána bróður sínum, Einari Jökli, skútuna Lucky Day undir fíkniefnasmyglið stórfellda sem upp komst í síðasta mánuði. Skútan Lucky Day hefur áður verið í fréttum tengdum Fáskrúðsfjarðarmálinu. Fram hefur komið að henni var siglt til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimur árum og hún skilinn þar eftir í nokkra mánuði. Komið hefur fram að Einar Jökull var um borð í skútunni og Logi greiddi hafnargjöldin af henni. Bræðurnir eiga hvor um sig helming í skútunni sem er staðsett í Stavanger. Samkvæmt heimildum Vísis fóru þeir Einar Jökull Einarsson, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason allir til Stavanger í Noregi, þar sem Logi Freyr býr, eftir að Einar Jökull hafði gengið frá kaupum á efnunum sem smygla átti, ásamt Bjarna Hrafnkelssyni í Amsterdam. Bjarni hélt þá aftur heim til Íslands en Einar Jökull sá um að koma þeim Alvari og Guðbjarna, sem áttu að sigla með efnin til Íslands, í kynni við bróður sinn í Noregi. Hugmyndin var upphaflega sú að þeir Alvar og Guðbjarni myndu nota Lucky Day við smyglið. Heimildir Vísis herma hinsvegar að það hafi Logi Freyr ekki tekið í mál. Hann var óttasleginn um að grunsemdir höfðu vaknað síðast þegar skútunni var siglt til Fáskrúðsfjarðar og vildi ekki tefla á tvær hættur. Þremenningarnir brugðu þá á það ráð að leigja skútu í Stavanger undir smyglið. Pólstjörnumálið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi vegna rannsóknar á Fáskrúðsfjarðarmálinu, neitaði að lána bróður sínum, Einari Jökli, skútuna Lucky Day undir fíkniefnasmyglið stórfellda sem upp komst í síðasta mánuði. Skútan Lucky Day hefur áður verið í fréttum tengdum Fáskrúðsfjarðarmálinu. Fram hefur komið að henni var siglt til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimur árum og hún skilinn þar eftir í nokkra mánuði. Komið hefur fram að Einar Jökull var um borð í skútunni og Logi greiddi hafnargjöldin af henni. Bræðurnir eiga hvor um sig helming í skútunni sem er staðsett í Stavanger. Samkvæmt heimildum Vísis fóru þeir Einar Jökull Einarsson, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason allir til Stavanger í Noregi, þar sem Logi Freyr býr, eftir að Einar Jökull hafði gengið frá kaupum á efnunum sem smygla átti, ásamt Bjarna Hrafnkelssyni í Amsterdam. Bjarni hélt þá aftur heim til Íslands en Einar Jökull sá um að koma þeim Alvari og Guðbjarna, sem áttu að sigla með efnin til Íslands, í kynni við bróður sinn í Noregi. Hugmyndin var upphaflega sú að þeir Alvar og Guðbjarni myndu nota Lucky Day við smyglið. Heimildir Vísis herma hinsvegar að það hafi Logi Freyr ekki tekið í mál. Hann var óttasleginn um að grunsemdir höfðu vaknað síðast þegar skútunni var siglt til Fáskrúðsfjarðar og vildi ekki tefla á tvær hættur. Þremenningarnir brugðu þá á það ráð að leigja skútu í Stavanger undir smyglið.
Pólstjörnumálið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira