Ísland tapaði fyrir Ungverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2007 19:55 21.26 Lokastaða: 17-23 Ísland tapaði með sex marka mun. Slæm byrjun á seinni hálfleik varð liðinu að falli. Alfreð Gíslason þjálfari leyfði öllum leikmönnum að spreyta sig í kvöld og var sennilega ekki að stressa sig of mikið á úrslitinum. Þetta var aðeins fyrsta skrefið í löngu undirbúningsferli fyrir EM í Noregi og fer vonandi bara batnandi. Hreiðar Guðmundsson var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Hann varði alls tíu skot, samtals 40% skotanna sem hann fékk á sig. Mörk Íslands: Alexander Petersson 4, Jaliesky Garcia 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3/2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Hannes Jón Jónsson 1, Sigfús Sigurðsson 1, Heimir Örn Árnason 1, Bjarni Fritzson 1, Baldvin Þorsteinsson 1/1. Mörk Ungverjalands: Ilyes 6, Frey 4, Gál 3, Gulyas 2, Ivancsik 2, Katzirz 2, Mocsai 1, Herbert 1, Nagy 1, Zubai 1. Varin skot: Fazekas 13 (43%), Mikler 1/1 (100%) 21.10 Staðan: 14-19 Íslendingar laga aðeins stöðuna. Hreiðar er kominn aftur í markið og byrjaði á því að verja í fyrstu sókn Ungverjanna og leggja svo upp hraðaupphlaupsmark. Ungverjar hafa þó enn góð tök á leiknum. 21.00 Staðan: 10-17 Ungverjar byrja síðari hálfleikinn af krafti og skora úr nánast öllum sínum skotum. Birkir Ívar er kominn í markið í stað Hreiðars. Íslenska liðið skoraði ekki fyrr en um rúmar fimm mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum. Skelfilegur leikkafli hjá íslenska liðinu. Reyndar verður að taka fram að margir óreyndir leikmenn fá nú að spreyta sig. 20.43 Hálfleikur: 9-10 Ungverjar komust í tveggja marka forystu en Íslendingar skoruðu síðasta mark hálfleiksins. Vörnin var sterk um miðbik hálfleiksins en gaf svo aftur eftir undir lokin. Íslensku sóknarmennirnir voru einnig duglegir að láta ungverska markvörðinn verja frá sér í dauðafærum. Greinilegt er að um æfingaleik er að ræða því bæði lið eru talsvert frá sínu besta. 20.32 Staðan 8-8 Sigfús Sigurðsson skoraði fyrsta mark sitt í leiknum og jafnaði metin fyrir Ísland. Ungverjarnir fá svo víti í næstu sókn en skjóta öðru sinni í stöngina og út. Alfreð Gíslason tekur leikhlé í kjölfarið. 20.28 Staðan 7-8 Leikurinn er jafn og spennandi en Ísland komst yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 7-6. Ungverjarnir tóku þá leikhlé og skoruðu strax í fyrstu sókn og komust síðan yfir. Markvörður Ungverja, Nandor Fazekas, hefur farið á kostum í markinu og varið vel frá íslensku strákunum. Alfreð Gíslason ætti að þekkja hann vel því Fazekas er leikmaður Gummersbach. 20.17 Staðan: 5-6 Ungverjarnir byrjuðu betur og komust í 4-1. Íslenska vörnin var afar slök í upphafi en lagaðist eftir því sem á leið. Jaliesky Garcia hefur ekki verið feiminn við að skjóta og hefur skorað þrjú mörk úr sex skotum. Hreiðar byrjaði í markinu og hefur verið fínn. Snorri Steinn hefur skorað tvö en bæði úr vítum. 19.55 Velkomin til leiks hér á Vísi. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst eftir fáeinar mínútur. Leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir EM í Noregi sem hefst í janúar á næsta ári. Íslenska liðið: Birkri Ívar Guðmundsson Hreiðar Guðmundsson Bjarni Fritzson Sigfús Sigurðsson Ásgeir Örn Hallgrímsson Arnór Atlason Heimir Örn Árnason Snorri Steinn Guðjónsson Alexander Petersson Sverre Jakobsson Róbert Gunnarsson Jaliesky Garcia Jóhann Gunnar Einarsson Hannes Jón Jónsson Magnús Stefánsson Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
21.26 Lokastaða: 17-23 Ísland tapaði með sex marka mun. Slæm byrjun á seinni hálfleik varð liðinu að falli. Alfreð Gíslason þjálfari leyfði öllum leikmönnum að spreyta sig í kvöld og var sennilega ekki að stressa sig of mikið á úrslitinum. Þetta var aðeins fyrsta skrefið í löngu undirbúningsferli fyrir EM í Noregi og fer vonandi bara batnandi. Hreiðar Guðmundsson var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Hann varði alls tíu skot, samtals 40% skotanna sem hann fékk á sig. Mörk Íslands: Alexander Petersson 4, Jaliesky Garcia 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3/2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Hannes Jón Jónsson 1, Sigfús Sigurðsson 1, Heimir Örn Árnason 1, Bjarni Fritzson 1, Baldvin Þorsteinsson 1/1. Mörk Ungverjalands: Ilyes 6, Frey 4, Gál 3, Gulyas 2, Ivancsik 2, Katzirz 2, Mocsai 1, Herbert 1, Nagy 1, Zubai 1. Varin skot: Fazekas 13 (43%), Mikler 1/1 (100%) 21.10 Staðan: 14-19 Íslendingar laga aðeins stöðuna. Hreiðar er kominn aftur í markið og byrjaði á því að verja í fyrstu sókn Ungverjanna og leggja svo upp hraðaupphlaupsmark. Ungverjar hafa þó enn góð tök á leiknum. 21.00 Staðan: 10-17 Ungverjar byrja síðari hálfleikinn af krafti og skora úr nánast öllum sínum skotum. Birkir Ívar er kominn í markið í stað Hreiðars. Íslenska liðið skoraði ekki fyrr en um rúmar fimm mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum. Skelfilegur leikkafli hjá íslenska liðinu. Reyndar verður að taka fram að margir óreyndir leikmenn fá nú að spreyta sig. 20.43 Hálfleikur: 9-10 Ungverjar komust í tveggja marka forystu en Íslendingar skoruðu síðasta mark hálfleiksins. Vörnin var sterk um miðbik hálfleiksins en gaf svo aftur eftir undir lokin. Íslensku sóknarmennirnir voru einnig duglegir að láta ungverska markvörðinn verja frá sér í dauðafærum. Greinilegt er að um æfingaleik er að ræða því bæði lið eru talsvert frá sínu besta. 20.32 Staðan 8-8 Sigfús Sigurðsson skoraði fyrsta mark sitt í leiknum og jafnaði metin fyrir Ísland. Ungverjarnir fá svo víti í næstu sókn en skjóta öðru sinni í stöngina og út. Alfreð Gíslason tekur leikhlé í kjölfarið. 20.28 Staðan 7-8 Leikurinn er jafn og spennandi en Ísland komst yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 7-6. Ungverjarnir tóku þá leikhlé og skoruðu strax í fyrstu sókn og komust síðan yfir. Markvörður Ungverja, Nandor Fazekas, hefur farið á kostum í markinu og varið vel frá íslensku strákunum. Alfreð Gíslason ætti að þekkja hann vel því Fazekas er leikmaður Gummersbach. 20.17 Staðan: 5-6 Ungverjarnir byrjuðu betur og komust í 4-1. Íslenska vörnin var afar slök í upphafi en lagaðist eftir því sem á leið. Jaliesky Garcia hefur ekki verið feiminn við að skjóta og hefur skorað þrjú mörk úr sex skotum. Hreiðar byrjaði í markinu og hefur verið fínn. Snorri Steinn hefur skorað tvö en bæði úr vítum. 19.55 Velkomin til leiks hér á Vísi. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst eftir fáeinar mínútur. Leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir EM í Noregi sem hefst í janúar á næsta ári. Íslenska liðið: Birkri Ívar Guðmundsson Hreiðar Guðmundsson Bjarni Fritzson Sigfús Sigurðsson Ásgeir Örn Hallgrímsson Arnór Atlason Heimir Örn Árnason Snorri Steinn Guðjónsson Alexander Petersson Sverre Jakobsson Róbert Gunnarsson Jaliesky Garcia Jóhann Gunnar Einarsson Hannes Jón Jónsson Magnús Stefánsson
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira