Körfubolti

Keflvíkingar með fullt hús

Keflvíkingar hafa byrjað vel í vetur þrátt fyrir hrakspár
Keflvíkingar hafa byrjað vel í vetur þrátt fyrir hrakspár Mynd/Daníel

Keflvíkingar eru eina taplausa liðið í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir góðan útisigur á grönnum sínum í Njarðvík í kvöld 78-63. Fjórir leikir fóru fram í kvöld en fjórðu umferð lýkur annað kvöld.

Tommy Johnson og Bobby Walker skoruðu 18 stig hvor fyrir Keflavík í kvöld, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 9 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar og Jón N. Hafsteinsson skoraði 8 stig og hirti 8 fráköst.

Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 15 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. 

Tindastóll vann góðan útisigur á Fjölni í Grafarvogi 94-91 og hafa Stólarnir byrjað vel í deildinni og sigrað í þremur af fjórum leikjum sínum.

Íslandsmeistarar KR gerðu góða ferð á Akureyri og skelltu Þórsurum 100-91. Darri Hilmarsson var stigahæstur hjá gestunum með 25 stig, Joshua Helm skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og Andrew Fogel skoraði 20 stig og hirti 7 fráköst.

Hjá Þór var Cedric Isom atkvæðamestur með 30 stig, hirti 9 fráköst og stal 7 boltum, Magnús Helgason skoraði 16 stig, Luka Marolt 13 stig og Óðinn Ásgeirsson skoraði 10 stig og hirti 11 fráköst.

Þá vann Snæfell loksins leik með því að leggja Stjörnuna í Stykkishólmi 101-86. Justin Shouse var atkvæðamestur hjá heimamönnum með 25 stig og 9 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson skoraði 22 stig og hirti 7 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 20 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hann hitti auk þess úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli.

Muhamed Taci átti skínandi leik hjá  Stjörnunni, skoraði 30 stig, Dimitar Karadzovski skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar og Fannar Helgason skoraði 14 stig.

Keflavík er á toppnum með 8 stig eftir 4 leiki, Njarðvík, KR og Tindastóll hafa 6 stig eftir 3 leiki og Grindvíkingar geta komist í 6 stig með sigri á Hamri annað kvöld. Þá taka ÍR-ingar einnig á móti Skallagrími.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×