Hitað upp fyrir NBA-deildina 30. október 2007 16:20 Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen verða væntanlega sterkir með Boston Celtics í vetur. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222) Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Boston: Kevin Garnett. Atlantshafsriðillinn: Boston Celtics Flestir spá því að Boston Celtics verði í baráttunni um NBA-titilinn á þessu tímabili. Eftir mögur ár hyllir loks undir að liðið sé komið á þann stað sem stuðningsmenn liðsins hafa vanist í gegnum tíðina. Paul Pierce hefur undanfarin ár borið leik liðsins uppi en með tilkomu stjörnuleikmannanna Kevins Garnett frá Minnesota Timberwolvers og Ray Allen frá Seattle Supersonics er Boston sennilega komið með besta þríeyki deildarinnar. Mikið mun mæða á leikstjórnandanum Rajon Rondo sem þarf að sýna að hann sé maður sem geti komið boltanum til Allens, Pierce og Garnetts. Það er ekki síðri pressan á þjálfaranum Doc Rivers. Boston var með næstlélegasta árangur allra liða í NBA-deildinni á síðasta tímabili en nú hefur Rivers engar afsakanir. Danny Ainge, framkvæmdastjóri liðsins, fór hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar og krafan er topp árangur og ekkert annað. Vandræði Boston Celtics felast kannski helst í því að breiddin er lítil fyrir utan stjörnurnar þrjár. ef einhver þeirra meiðist er liðið í vondum málum. En framtíðin er bjartari en hún hefur verið lengi í Boston. Lykilmaður New Jersey: Jason Kidd. New Jersey Nets Allir þrír lykilmenn New Jersey Nets eru mættir til leiks á ný. Jason Kidd var í toppformi með bandaríska landsliðinu í sumar, Vince Carter er kominn með nýjan spikfeitan samning og Richard Jefferson er algjörlega laus við meiðsli í fyrsta sinn á ferlinum. New Jersey hefur undanfarin ár verið eitt með af bestu liðum Austurdeildarinnar en ekki tekist að komast lengra en í aðra umferð. Vandamál liðsins er ekki ósvipað því sem Boston mun glíma við í vetur. Liðið hefur innan sinna raða þrjá frábæra leikmenn en þegar þeim sleppir er restin ekki upp á marga fiska. Það er alveg ljóst að aðrir leikmenn liðsins þurfa að taka meiri ábyrgð og losa pressuna af Kidd, Carter og Jefferson í stöku leik. Þar er helst horft til miðherjans Nenad Krstic sem var meiddur stóran hluta síðasta tímabils. Sérfræðingar eru margir hverjir á því að þrátt fyrir að Boston hafi fengið öflugan liðsstyrk þá sé New Jersey enn með besta liðið í Atlantshafsdeildinni. Lykilmaður Knicks: Zach Randolph. New York Knicks Það er hægt að segja það sama um New York Knicks á hverju ári: Þeir eru með marga ótrúlega hæfileikaríka leikmenn en ef þeir geta ekki spilað saman og spilað vörn þá mun liðið ekki komast í úrslitakeppnina. Nú hefur bæst í hópinn hinn öflugi Zach Randolph frá Portland Trailblazers. Randolph er frábær leikmaður sem hefur skorað yfir tuttugu stig og tekið yfir tíu fráköst að meðaltali í leik undanfarin tímabil. Spurningin er hins vegar hvernig honum gengur að spila með Eddie Curry, stigahæsta leikmanni Knicks, undir körfunni. Curry var aðalamaðurinn í sóknarleik Knicks á síðasta ári en þarf væntanlega að deila boltanum með Randolph á komandi tímabili. Isiah Thomas er ekki öfundsverður af þjálfarahlutverki sínu. Hans helsti höfuðverkur að verður að fá leikmenn eins og Marbury, Randolph og Curry til að spila eins og lið en þeir hafa allir tilhneigingu til að hugsa meira um eigin tölfræði en árangur liðsins. Takist honum að búa til góða liðsheild og fá leikmenn liðsisn til að spila vörn er New York með stórhættulegt lið. Ef ekki horfir liðið fram á enn einn vonbrigðavetur. Lykilmaður Philadelphia: Andre Iguodala. Philadelphia 76ers Eftir að Allen Iverson fór frá liðinu í fyrra hefur verið horft til framtíðar og reynt að byggja upp nýtt lið í kringum Andre Iguodala. Hann er öflugur og fjölhæfur leikmaður en mikið mun reyna á hann í vetur. Andre Miller leikstjórnandi veitir liðinu ákveðinn stöðugleika en það er hins vegar fátt um fína drætti þegar kemur að stóru mönnunum hjá liðinu. Í raun er því ekki hægt að ætlast til mikils af 76ers í vetur. Það er einnig talið tímaspursmál hvenær Larry Brown rekur Maurice Cheeks þjálfara og taki sjálfur við þjálfun liðsins. Undir hans stjórn komst liðið í úrslitaleik deildarinnar í upphafi áratugarins en tapaði fyrir LA Lakers. Það hefur einnig sitt að segja að þeir Samuel Dalembert og Shavlik Randolph eiga við meiðsli að stríða. Lykilmaður Toronto: Chris Bosh. Toronto Raptors Eftir að Bryan Colangelo tók við stöðu framkvæmdarstjóra hjá liðinu hefur það tekið á sig alþjóðlega og sterka mynd. Bryan er sonur Jerry Colangelo sem hefur byggt upp sannkallað stórlið í Phoenix. Sam Mitchell var á síðasta tímabili kosinn besti þjálfari deildarinnar og undir hans stjórn náði liðið ágætum árangri í úrslitakeppninni. Krafan verður eflaust að liðið komist skrefinu lengra á núverandi tímabilinu. Liðið hefur að geyma marga leikmenn en þar stendur fremst í flokki Chris Bosh sem er einn sterkasti ungi framherji deildarinnar. Þá fékk liðið til liðs við sig Argentínumanninn Carlos Delfino frá Detroit og skyttuna Jason Kapono frá Miami. Kapono var með besta skothlutfall í þriggja stiga skotum í deildinni í fyrra (51,4%). Toronto verður áfram skemmtilegt á að horfa og er til alls líklegt. NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222) Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Boston: Kevin Garnett. Atlantshafsriðillinn: Boston Celtics Flestir spá því að Boston Celtics verði í baráttunni um NBA-titilinn á þessu tímabili. Eftir mögur ár hyllir loks undir að liðið sé komið á þann stað sem stuðningsmenn liðsins hafa vanist í gegnum tíðina. Paul Pierce hefur undanfarin ár borið leik liðsins uppi en með tilkomu stjörnuleikmannanna Kevins Garnett frá Minnesota Timberwolvers og Ray Allen frá Seattle Supersonics er Boston sennilega komið með besta þríeyki deildarinnar. Mikið mun mæða á leikstjórnandanum Rajon Rondo sem þarf að sýna að hann sé maður sem geti komið boltanum til Allens, Pierce og Garnetts. Það er ekki síðri pressan á þjálfaranum Doc Rivers. Boston var með næstlélegasta árangur allra liða í NBA-deildinni á síðasta tímabili en nú hefur Rivers engar afsakanir. Danny Ainge, framkvæmdastjóri liðsins, fór hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar og krafan er topp árangur og ekkert annað. Vandræði Boston Celtics felast kannski helst í því að breiddin er lítil fyrir utan stjörnurnar þrjár. ef einhver þeirra meiðist er liðið í vondum málum. En framtíðin er bjartari en hún hefur verið lengi í Boston. Lykilmaður New Jersey: Jason Kidd. New Jersey Nets Allir þrír lykilmenn New Jersey Nets eru mættir til leiks á ný. Jason Kidd var í toppformi með bandaríska landsliðinu í sumar, Vince Carter er kominn með nýjan spikfeitan samning og Richard Jefferson er algjörlega laus við meiðsli í fyrsta sinn á ferlinum. New Jersey hefur undanfarin ár verið eitt með af bestu liðum Austurdeildarinnar en ekki tekist að komast lengra en í aðra umferð. Vandamál liðsins er ekki ósvipað því sem Boston mun glíma við í vetur. Liðið hefur innan sinna raða þrjá frábæra leikmenn en þegar þeim sleppir er restin ekki upp á marga fiska. Það er alveg ljóst að aðrir leikmenn liðsins þurfa að taka meiri ábyrgð og losa pressuna af Kidd, Carter og Jefferson í stöku leik. Þar er helst horft til miðherjans Nenad Krstic sem var meiddur stóran hluta síðasta tímabils. Sérfræðingar eru margir hverjir á því að þrátt fyrir að Boston hafi fengið öflugan liðsstyrk þá sé New Jersey enn með besta liðið í Atlantshafsdeildinni. Lykilmaður Knicks: Zach Randolph. New York Knicks Það er hægt að segja það sama um New York Knicks á hverju ári: Þeir eru með marga ótrúlega hæfileikaríka leikmenn en ef þeir geta ekki spilað saman og spilað vörn þá mun liðið ekki komast í úrslitakeppnina. Nú hefur bæst í hópinn hinn öflugi Zach Randolph frá Portland Trailblazers. Randolph er frábær leikmaður sem hefur skorað yfir tuttugu stig og tekið yfir tíu fráköst að meðaltali í leik undanfarin tímabil. Spurningin er hins vegar hvernig honum gengur að spila með Eddie Curry, stigahæsta leikmanni Knicks, undir körfunni. Curry var aðalamaðurinn í sóknarleik Knicks á síðasta ári en þarf væntanlega að deila boltanum með Randolph á komandi tímabili. Isiah Thomas er ekki öfundsverður af þjálfarahlutverki sínu. Hans helsti höfuðverkur að verður að fá leikmenn eins og Marbury, Randolph og Curry til að spila eins og lið en þeir hafa allir tilhneigingu til að hugsa meira um eigin tölfræði en árangur liðsins. Takist honum að búa til góða liðsheild og fá leikmenn liðsisn til að spila vörn er New York með stórhættulegt lið. Ef ekki horfir liðið fram á enn einn vonbrigðavetur. Lykilmaður Philadelphia: Andre Iguodala. Philadelphia 76ers Eftir að Allen Iverson fór frá liðinu í fyrra hefur verið horft til framtíðar og reynt að byggja upp nýtt lið í kringum Andre Iguodala. Hann er öflugur og fjölhæfur leikmaður en mikið mun reyna á hann í vetur. Andre Miller leikstjórnandi veitir liðinu ákveðinn stöðugleika en það er hins vegar fátt um fína drætti þegar kemur að stóru mönnunum hjá liðinu. Í raun er því ekki hægt að ætlast til mikils af 76ers í vetur. Það er einnig talið tímaspursmál hvenær Larry Brown rekur Maurice Cheeks þjálfara og taki sjálfur við þjálfun liðsins. Undir hans stjórn komst liðið í úrslitaleik deildarinnar í upphafi áratugarins en tapaði fyrir LA Lakers. Það hefur einnig sitt að segja að þeir Samuel Dalembert og Shavlik Randolph eiga við meiðsli að stríða. Lykilmaður Toronto: Chris Bosh. Toronto Raptors Eftir að Bryan Colangelo tók við stöðu framkvæmdarstjóra hjá liðinu hefur það tekið á sig alþjóðlega og sterka mynd. Bryan er sonur Jerry Colangelo sem hefur byggt upp sannkallað stórlið í Phoenix. Sam Mitchell var á síðasta tímabili kosinn besti þjálfari deildarinnar og undir hans stjórn náði liðið ágætum árangri í úrslitakeppninni. Krafan verður eflaust að liðið komist skrefinu lengra á núverandi tímabilinu. Liðið hefur að geyma marga leikmenn en þar stendur fremst í flokki Chris Bosh sem er einn sterkasti ungi framherji deildarinnar. Þá fékk liðið til liðs við sig Argentínumanninn Carlos Delfino frá Detroit og skyttuna Jason Kapono frá Miami. Kapono var með besta skothlutfall í þriggja stiga skotum í deildinni í fyrra (51,4%). Toronto verður áfram skemmtilegt á að horfa og er til alls líklegt.
NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira