Hitað upp fyrir NBA-deildina - Suðvesturriðillinn 30. október 2007 17:44 Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen verða væntanlega sterkir með Boston Celtics í vetur. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Houston: Tracy McGrady. Suðvesturriðillinn Houston Rockets Miklar væntingar voru gerðar til Rockets liðsins á síðast tímabili en liðið skartar stjörnum á borð við Tracy McGrady og Yao Ming. Allt kom fyrir ekki og liðið datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir nokkuð spennandi rimmu við Utah Jazz, en Houston hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni í 10 ár. Jeff Van Gundy, þjálfari liðsins, var látinn taka pokann og Rick Adelman ráðinn í stað hans. Adelman er sóknarþenkjandi þjálfari og kemur því með allt aðrar áherslur en hinn varnarsinnaði Van Gundy og gaman verður að sjá hvernig tröllinu Yao Ming gengur að fóta sig ef Adelman ætlar að keyra upp hraðann í sóknarleiknum. Helstu breytingar sem voru gerðar á leikmannahópnum í sumar voru þær að Mike James kom til liðsins í skiptum fyrir hinn reynda framherja Juwan Howard og þá fékk liðið bakvörðinn Steve Francis til liðs við sig á ný. Lykilmaður Dallas: Dirk Nowitzky. Dallas Mavericks Árangur Dallas Mavericks var stórkostlegur í deildarkeppninni í fyrra. Liðið vann 67 leiki en tapaði 15. Fátt virtist koma í veg fyrir að liðið færi í lokaúrslitin og sumir voru jafnvel farnir að spá þeim sigri. En þeir mættu ofjörlum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, Golden State Warriors. Dirk Nowitzki, stjarna liðsins, náði sér aldrei almennilega á strik og leikmenn voru nánast niðurlægðir. Leikstjórnandinn Devin Harris hjá Dallas Mavericks skrifaði í sumar undir nýjan fimm ára samning við félagið. Hann er mikilvægur fyrir framtíð liðsins en maðurinn sem allt veltur á er Nowitzki. Það er mál manna að þolinmæði eiganda Dallas verði á þrotum ef liðið nær ekki að vinna titilinn í vor. Lykilmaður San Antonio: Tim Duncan. San Antonio Spurs San Antonio liðið vann sinn þriðja titil á öldinni þegar það slátraði Cleveland 4-0 í úrslitunum í sumar. Liðinu hefur enn ekki tekist að verja titilinn þrátt fyrir að vera með jafnbesta liðið í deildinni síðustu ár og það verður í raun það eina sem Tim Duncan og félagar hafa að keppa að í vetur. Ólíklegt verður að teljast að San Antonio verði endilega í hópi liða með besta árangurinn í deildarkeppninni og mun Gregg Popovich þjálfari vafalítið reyna að spara þá Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili eins og hann getur í vetur. San Antonio er mulningsvél sem hrekkur venjulega í gang upp úr stjörnuhelginni í febrúar og það sama verður líklega uppi á teningnum í ár. Lykilmenn liðsins eru sumir hverjir orðnir ansi fullorðnir og þurfa því að fara sparlega með sig fram að því. Liðið verður klárlega alltaf inni í myndinni sem líklegur NBA meistari í meðan núverandi kjarni verður hjá liðinu og svo virðist vera því í dag bárust tíðindi af því að Tim Duncan væri búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við félagið. Duncan átti þrjú ár eftir af samningi sínum og hefur víst lofað sér út leiktíðina 2012. Lykilmaður Memphis: Pau Gasol Memphis Grizzlies Memphis Grizzlies er ungt lið. Tímabilið 2006-2007 var hörmulegt fyrir liðið. Það vann 22 leiki í deildarkeppninni en töpuðu sextíu og endaði á botninum. Í kjölfarið sagði Jerry West af sér sem framkvæmdastjóri liðsins. Í sumar var svo ráðinn nýr þjálfari, Marc Iavaroni, en hann hafði áður starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Phoenix Suns. Þá fékk félagið til sín framherjann/miðherjann Darko Milicic frá Orlando Magic og eru miklar vonir bundnar við að hann nái að skipa öflugt lið í Memphis með þeim Pau Gasol og Mike Miller. Grizzlies fengu fjórða valrétt í nýliðavalinu og völdu Mike Conley. Hann kemur frá Ohio State háskólanum. Lykilmaður New Orleans: Chris Paul. New Orleans Hornets Hornets-liðið snýr nú endanlega aftur á heimaslóðir eftir að fellibylurinn Katrín lagði allt í rúst í New Orleans. Félagið virðist nokkuð öruggt með að eiga þar framtíðarheimili þrátt fyrir tengsl sín við Oklahoma City. Sérfræðingar í NBA deildinni eru flestir á því að lið New Orleans verði í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor, en það eina sem stendur í vegi fyrir því er heilsufar lykilmanna liðsins. Stórskyttan Peja Stojakovic spilaði þannig ekkert með liðinu á síðustu leiktíð og leikstjórnandinn Chris Paul missti úr marga leiki. Lið á borð við Hornets má illa við svona blóðtöku, en á pappírunum eru lærisveinar Byron Scott með fínt lið sem á góðum degi getur keppt við hvaða lið sem er. NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira
Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Houston: Tracy McGrady. Suðvesturriðillinn Houston Rockets Miklar væntingar voru gerðar til Rockets liðsins á síðast tímabili en liðið skartar stjörnum á borð við Tracy McGrady og Yao Ming. Allt kom fyrir ekki og liðið datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir nokkuð spennandi rimmu við Utah Jazz, en Houston hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni í 10 ár. Jeff Van Gundy, þjálfari liðsins, var látinn taka pokann og Rick Adelman ráðinn í stað hans. Adelman er sóknarþenkjandi þjálfari og kemur því með allt aðrar áherslur en hinn varnarsinnaði Van Gundy og gaman verður að sjá hvernig tröllinu Yao Ming gengur að fóta sig ef Adelman ætlar að keyra upp hraðann í sóknarleiknum. Helstu breytingar sem voru gerðar á leikmannahópnum í sumar voru þær að Mike James kom til liðsins í skiptum fyrir hinn reynda framherja Juwan Howard og þá fékk liðið bakvörðinn Steve Francis til liðs við sig á ný. Lykilmaður Dallas: Dirk Nowitzky. Dallas Mavericks Árangur Dallas Mavericks var stórkostlegur í deildarkeppninni í fyrra. Liðið vann 67 leiki en tapaði 15. Fátt virtist koma í veg fyrir að liðið færi í lokaúrslitin og sumir voru jafnvel farnir að spá þeim sigri. En þeir mættu ofjörlum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, Golden State Warriors. Dirk Nowitzki, stjarna liðsins, náði sér aldrei almennilega á strik og leikmenn voru nánast niðurlægðir. Leikstjórnandinn Devin Harris hjá Dallas Mavericks skrifaði í sumar undir nýjan fimm ára samning við félagið. Hann er mikilvægur fyrir framtíð liðsins en maðurinn sem allt veltur á er Nowitzki. Það er mál manna að þolinmæði eiganda Dallas verði á þrotum ef liðið nær ekki að vinna titilinn í vor. Lykilmaður San Antonio: Tim Duncan. San Antonio Spurs San Antonio liðið vann sinn þriðja titil á öldinni þegar það slátraði Cleveland 4-0 í úrslitunum í sumar. Liðinu hefur enn ekki tekist að verja titilinn þrátt fyrir að vera með jafnbesta liðið í deildinni síðustu ár og það verður í raun það eina sem Tim Duncan og félagar hafa að keppa að í vetur. Ólíklegt verður að teljast að San Antonio verði endilega í hópi liða með besta árangurinn í deildarkeppninni og mun Gregg Popovich þjálfari vafalítið reyna að spara þá Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili eins og hann getur í vetur. San Antonio er mulningsvél sem hrekkur venjulega í gang upp úr stjörnuhelginni í febrúar og það sama verður líklega uppi á teningnum í ár. Lykilmenn liðsins eru sumir hverjir orðnir ansi fullorðnir og þurfa því að fara sparlega með sig fram að því. Liðið verður klárlega alltaf inni í myndinni sem líklegur NBA meistari í meðan núverandi kjarni verður hjá liðinu og svo virðist vera því í dag bárust tíðindi af því að Tim Duncan væri búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við félagið. Duncan átti þrjú ár eftir af samningi sínum og hefur víst lofað sér út leiktíðina 2012. Lykilmaður Memphis: Pau Gasol Memphis Grizzlies Memphis Grizzlies er ungt lið. Tímabilið 2006-2007 var hörmulegt fyrir liðið. Það vann 22 leiki í deildarkeppninni en töpuðu sextíu og endaði á botninum. Í kjölfarið sagði Jerry West af sér sem framkvæmdastjóri liðsins. Í sumar var svo ráðinn nýr þjálfari, Marc Iavaroni, en hann hafði áður starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Phoenix Suns. Þá fékk félagið til sín framherjann/miðherjann Darko Milicic frá Orlando Magic og eru miklar vonir bundnar við að hann nái að skipa öflugt lið í Memphis með þeim Pau Gasol og Mike Miller. Grizzlies fengu fjórða valrétt í nýliðavalinu og völdu Mike Conley. Hann kemur frá Ohio State háskólanum. Lykilmaður New Orleans: Chris Paul. New Orleans Hornets Hornets-liðið snýr nú endanlega aftur á heimaslóðir eftir að fellibylurinn Katrín lagði allt í rúst í New Orleans. Félagið virðist nokkuð öruggt með að eiga þar framtíðarheimili þrátt fyrir tengsl sín við Oklahoma City. Sérfræðingar í NBA deildinni eru flestir á því að lið New Orleans verði í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor, en það eina sem stendur í vegi fyrir því er heilsufar lykilmanna liðsins. Stórskyttan Peja Stojakovic spilaði þannig ekkert með liðinu á síðustu leiktíð og leikstjórnandinn Chris Paul missti úr marga leiki. Lið á borð við Hornets má illa við svona blóðtöku, en á pappírunum eru lærisveinar Byron Scott með fínt lið sem á góðum degi getur keppt við hvaða lið sem er.
NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira