Halldór Ásgrímsson í ritdeilum í Danmörku 31. október 2007 15:24 Halldór Ásgrímsson, formaður Norrænu ráðherranefndarinnar. "Ég talaði fyrir því sem utanríkis- og forsætisráðherra Íslands að Ísland tæki skref í átt að ESB. Evrópskt samstarf er mikilvægt og það er samhljómur með Norðurlöndum og Evrópu. Það olli því vonbrigðum að lesa hvað Erik Boel formaður Evrópusamtakanna skrifar illa um Norðurlöndin til þess eins að upphefja ESB". Þetta segir Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar í athugasemd í danska dagblaðinu Jyllands-Posten. Athugasemdin er birt vegna ummæla Eriks Boel en Kristen Touborg fulltrúi í sendinefnd Dana í Norðurlandaráði hefur einnig séð ástæðu til að svara Boel undir yfirskriftinni "Stöðvum árlegt uppþot". Halldór Ásgrímsson skrifar: "Afrekaskráin er nefnilega löng. Í gær funduðu norrænu forsætisráðherrarnir og ræddu fjölmörg framfaramál. Forgangsverkefni verður að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem ákveðnar hafa verið til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem hnattvæðingin hefur í för með sér. Við ætlum að setja loftslagsmál, umhverfismál, orkumál, rannsóknir, menntun og nýsköpun í brennidepil og við ætlum að kynna Norðurlöndin á alþjóða vettvangi. Fyrsta hnattvæðingarráðstefnan verður haldin í apríl 2008 í Svíþjóð. NordForsk hefur þegar sett á stofn nokkur norræn öndvegissetur um rannsóknir. Enda þótt Erik Boel hafi ekki tekið eftir því, þá stundum við ýmsa starfsemi í öðrum ríkjum. Fimmtungi fjárlaga okkar, sem nema um 850 milljónum danskra króna, er varið til verkefna í Eystrasaltsríkjunum og Norðvestur-Rússlandi. Ný áætlun fyrir frjáls félagasamtök á Eystraltssvæðinu hefur eflt samstarf frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum, í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum, Norðvestur-Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Hvað varðar samstarfið við Framkvæmdastjórn ESB þá heldur Norræna ráðherranefndin áfram að styrkja um 550 unga námsmenn frá Hvíta-Rússlandi sem stunda nám í European Humanities University (EHU) - háskóla sem er í útlegð í Vilníus. Einnig eru ungir námsmenn frá Hvíta-Rússlandi sem stunda nám í Úkraníu styrktir til náms." Innlent Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
"Ég talaði fyrir því sem utanríkis- og forsætisráðherra Íslands að Ísland tæki skref í átt að ESB. Evrópskt samstarf er mikilvægt og það er samhljómur með Norðurlöndum og Evrópu. Það olli því vonbrigðum að lesa hvað Erik Boel formaður Evrópusamtakanna skrifar illa um Norðurlöndin til þess eins að upphefja ESB". Þetta segir Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar í athugasemd í danska dagblaðinu Jyllands-Posten. Athugasemdin er birt vegna ummæla Eriks Boel en Kristen Touborg fulltrúi í sendinefnd Dana í Norðurlandaráði hefur einnig séð ástæðu til að svara Boel undir yfirskriftinni "Stöðvum árlegt uppþot". Halldór Ásgrímsson skrifar: "Afrekaskráin er nefnilega löng. Í gær funduðu norrænu forsætisráðherrarnir og ræddu fjölmörg framfaramál. Forgangsverkefni verður að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem ákveðnar hafa verið til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem hnattvæðingin hefur í för með sér. Við ætlum að setja loftslagsmál, umhverfismál, orkumál, rannsóknir, menntun og nýsköpun í brennidepil og við ætlum að kynna Norðurlöndin á alþjóða vettvangi. Fyrsta hnattvæðingarráðstefnan verður haldin í apríl 2008 í Svíþjóð. NordForsk hefur þegar sett á stofn nokkur norræn öndvegissetur um rannsóknir. Enda þótt Erik Boel hafi ekki tekið eftir því, þá stundum við ýmsa starfsemi í öðrum ríkjum. Fimmtungi fjárlaga okkar, sem nema um 850 milljónum danskra króna, er varið til verkefna í Eystrasaltsríkjunum og Norðvestur-Rússlandi. Ný áætlun fyrir frjáls félagasamtök á Eystraltssvæðinu hefur eflt samstarf frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum, í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum, Norðvestur-Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Hvað varðar samstarfið við Framkvæmdastjórn ESB þá heldur Norræna ráðherranefndin áfram að styrkja um 550 unga námsmenn frá Hvíta-Rússlandi sem stunda nám í European Humanities University (EHU) - háskóla sem er í útlegð í Vilníus. Einnig eru ungir námsmenn frá Hvíta-Rússlandi sem stunda nám í Úkraníu styrktir til náms."
Innlent Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira