Metin féllu í Staples Center 7. nóvember 2007 09:11 Chris Paul og Peja Stojakovic voru sjóðandi heitir hjá Hornets í nótt NordicPhotos/GettyImages NBA lið New Orleans Hornets gerði góða ferð til Los Angeles í nótt þar sem það vann öruggan sigur á LA Lakers 118-104. Þeir Peja Stojakovic og Chris Paul settu glæsileg félagsmet í leiknum. Stojakovic var sjóðandi heitur og setti félagsmet með 10 þristum í leiknum og skoraði 36 stig. Félagi hans, leikstjórnandinn Chris Paul, skoraði sjálfur 19 stig og gaf 21 stoðsendingu - sem er einnig félagsmet. Þögn sló á áhorfendur í Staples Center þegar Stojakovic setti síðustu þristana sína, en hann var fyrst og fremst ánægður með framlag félaga sinna. "Við spiluðum rosalega vel í sókninni í kvöld og þetta leit út fyrir að vera auðvelt fyrir mig af því það var svo mikil ógnun inni í teig og svo var Chris alltaf að leita að mér," sagði Stojakovic, "Þegar Peja er að hitta svona vel - verður maður að láta hann hafa boltann. Það er rosalega gott að hafa menn eins og Tyson sem ógna inni í teig og skyttur eins og Peja fyrir utan," sagði Chris Paul. Kobe Bryant var bestur hjá Lakers með 28 stig. NBA metið í þriggja stiga skotum er 12 í einum leik og það er í eigu Kobe Bryant og Donyell Marshall, sem jafnaði met Bryant frá 2003 tveimur árum síðar. Paul sló félagsmet Hornets í stoðsendingum sem var 19 stoðsendingar - sett af Muggsy Bogues árið 1989. Gamla metið í þriggja stiga körfum var átta í einum leik - sett af David Wesley árið 2002. Þetta var einvígi liðanna með hæsta og lægsta miðaverðið í NBA deildinni en í gær var gefin út opinber listi yfir miðaverð í NBA. Ársmiðahafar á leiki Lakers þurfa að punga út að jafnaði 90 dollara á leik á meðan stuðningsmenn Hornets þurfa að greiða innan við 25 dollara á leik. Meðalverð í NBA er um 29 dollarar. Það gengur vægast sagt illa hjá Chicago þessa daganaNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Chicago Alls voru tíu leikir á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Phoenix valtaði yfir Charlotte á útivelli 115-83 þar sem hnémeiðsli leikstjórnandans Raymond Felton gerðu heimamönnum í Charlotte erfitt fyrir. Þau eru þó ekki talin alvarleg. Leandro Barbosa, Shawn Marion og Raja Bell skoruðu 16 stig hver í jöfnu liði Phoenix, en Jaren Dudley setti 16 stig og hirti 11 fráköst fyrir Charlotte. New Jersey lagði Atlanta 87-82 á heimavelli þar sem Richard Jefferson skoraði 25 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd gældi við þrennuna með 9 stigum, 9 fráköstum og 12 stoðsendingum. Josh Smith og Josh Childress voru með 18 stig hvor hjá Atlanta. New York náði fram hefndum gegn Denver í fyrsta leik liðanna í Madison Square Garden síðan leikmenn þeirra flugust á og voru settir í bann fyrir tæpu ári. New York hafði sigur í leiknum 119-112 á bak við 25 stig frá Jamal Crawford, 24 stig frá Eddy Curry og 22 stig og 17 fráköst frá nýja manninum Zach Randolph. Randolph var fyrsti maðurinn í sögu New York til að ná tvennu í stigum og fráköstum í þremur fyrstu deildarleikjunum á tímabili síðan Patrick Ewing gerði það fyrir rúmum 20 árum. Þá var uppselt í Madison Square Garden fyrstu tvo leikina í deildarkeppninni í fyrsta sinn í fimm ár. Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Denver í leiknum og Carmelo Anthony var með 24 stig og gaf 9 stoðsendingar. Denver hefur unnið tvo og tapað tveimur leikjum til þessa í deildinni. Chicago þurfti að sætta sig við fjórða tapið í röð í deildarkeppninni þegar liðið lá heima fyrir lágt skrifuðu liði LA Clippers 97-91. Clippers hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni. Cuttino Mobley (33 stig) og Chris Kaman (16 stig) voru sjóðheitir hjá Clippers og nýttu skot sín vel - en Luol Deng var atkvæðamestur hjá heimamönnum með 22 stig. LeBron James átti skínandi leik í sigri Cleveland á Golden State í Oakland í nóttNordicPhotos/GettyImages Fékk tvíbura og 30 stiga sigur Milwaukee valtaði nokkuð óvænt yfir Toronto 112-85 á heimavelli. Larry Krystkowiak þjálfari Milwaukee missti af leiknum þar sem hann og kona hans tóku á móti tvíburum á fæðingardeildinni, en sigur hans manna var aldrei í hættu. Desmond Mason skoraði 21 stig fyrir Milwaukee og hitti úr öllum 10 skotum sínum í leiknum. Juan Dixon skoraði 20 stig fyrir Toronto, en aðalstjarna liðsins, Chris Bosh, skoraði aðeins 1 stig á litlum spilatíma vegna hnémeiðsla. Orlando lagði Minnesota á útivelli 111-103 þar sem Dwight Howard skoraði 28 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando en Al Jefferson var með 25 stig og 11 fráköst hjá Minnesota. Liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni en Orlando hefur unnið þrjá af fjórum. Houston færði grönnum sínum í San Antonio fyrsta tapið í deildarkeppninni með 89-81 heimasigri. Yao Ming skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst hjá Houston og varamaðurinn Bonzi Wells skoraði 14 stig og hirti 16 fráköst á aðeins 27 mínútum. Manu Ginobili skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tony Parker 21. Sacramento vann fyrsta sigurinn sinn undir stjórn Reggie Theus þegar það skellti Seattle 104-98. Kevin Martin skoraði 31 stig fyrir Sacramento en Wally Szczerbiak skoraði 32 stig fyrir Seattle - sem er án sigurs í fjórum leikjum. Loks vann Cleveland góðan útisigur á Golden State 108-104 þar sem LeBron James skoraði 24 stig, hirti 14 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Cleveland og Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Baron Davis skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Golden State, Monta Ellis skoraði 22 stig og Al Harrington skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst. Golden State hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni og virðist liðið sakna Stephen Jackson mikið - en hann tekur út leikbann. NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
NBA lið New Orleans Hornets gerði góða ferð til Los Angeles í nótt þar sem það vann öruggan sigur á LA Lakers 118-104. Þeir Peja Stojakovic og Chris Paul settu glæsileg félagsmet í leiknum. Stojakovic var sjóðandi heitur og setti félagsmet með 10 þristum í leiknum og skoraði 36 stig. Félagi hans, leikstjórnandinn Chris Paul, skoraði sjálfur 19 stig og gaf 21 stoðsendingu - sem er einnig félagsmet. Þögn sló á áhorfendur í Staples Center þegar Stojakovic setti síðustu þristana sína, en hann var fyrst og fremst ánægður með framlag félaga sinna. "Við spiluðum rosalega vel í sókninni í kvöld og þetta leit út fyrir að vera auðvelt fyrir mig af því það var svo mikil ógnun inni í teig og svo var Chris alltaf að leita að mér," sagði Stojakovic, "Þegar Peja er að hitta svona vel - verður maður að láta hann hafa boltann. Það er rosalega gott að hafa menn eins og Tyson sem ógna inni í teig og skyttur eins og Peja fyrir utan," sagði Chris Paul. Kobe Bryant var bestur hjá Lakers með 28 stig. NBA metið í þriggja stiga skotum er 12 í einum leik og það er í eigu Kobe Bryant og Donyell Marshall, sem jafnaði met Bryant frá 2003 tveimur árum síðar. Paul sló félagsmet Hornets í stoðsendingum sem var 19 stoðsendingar - sett af Muggsy Bogues árið 1989. Gamla metið í þriggja stiga körfum var átta í einum leik - sett af David Wesley árið 2002. Þetta var einvígi liðanna með hæsta og lægsta miðaverðið í NBA deildinni en í gær var gefin út opinber listi yfir miðaverð í NBA. Ársmiðahafar á leiki Lakers þurfa að punga út að jafnaði 90 dollara á leik á meðan stuðningsmenn Hornets þurfa að greiða innan við 25 dollara á leik. Meðalverð í NBA er um 29 dollarar. Það gengur vægast sagt illa hjá Chicago þessa daganaNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Chicago Alls voru tíu leikir á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Phoenix valtaði yfir Charlotte á útivelli 115-83 þar sem hnémeiðsli leikstjórnandans Raymond Felton gerðu heimamönnum í Charlotte erfitt fyrir. Þau eru þó ekki talin alvarleg. Leandro Barbosa, Shawn Marion og Raja Bell skoruðu 16 stig hver í jöfnu liði Phoenix, en Jaren Dudley setti 16 stig og hirti 11 fráköst fyrir Charlotte. New Jersey lagði Atlanta 87-82 á heimavelli þar sem Richard Jefferson skoraði 25 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd gældi við þrennuna með 9 stigum, 9 fráköstum og 12 stoðsendingum. Josh Smith og Josh Childress voru með 18 stig hvor hjá Atlanta. New York náði fram hefndum gegn Denver í fyrsta leik liðanna í Madison Square Garden síðan leikmenn þeirra flugust á og voru settir í bann fyrir tæpu ári. New York hafði sigur í leiknum 119-112 á bak við 25 stig frá Jamal Crawford, 24 stig frá Eddy Curry og 22 stig og 17 fráköst frá nýja manninum Zach Randolph. Randolph var fyrsti maðurinn í sögu New York til að ná tvennu í stigum og fráköstum í þremur fyrstu deildarleikjunum á tímabili síðan Patrick Ewing gerði það fyrir rúmum 20 árum. Þá var uppselt í Madison Square Garden fyrstu tvo leikina í deildarkeppninni í fyrsta sinn í fimm ár. Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Denver í leiknum og Carmelo Anthony var með 24 stig og gaf 9 stoðsendingar. Denver hefur unnið tvo og tapað tveimur leikjum til þessa í deildinni. Chicago þurfti að sætta sig við fjórða tapið í röð í deildarkeppninni þegar liðið lá heima fyrir lágt skrifuðu liði LA Clippers 97-91. Clippers hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni. Cuttino Mobley (33 stig) og Chris Kaman (16 stig) voru sjóðheitir hjá Clippers og nýttu skot sín vel - en Luol Deng var atkvæðamestur hjá heimamönnum með 22 stig. LeBron James átti skínandi leik í sigri Cleveland á Golden State í Oakland í nóttNordicPhotos/GettyImages Fékk tvíbura og 30 stiga sigur Milwaukee valtaði nokkuð óvænt yfir Toronto 112-85 á heimavelli. Larry Krystkowiak þjálfari Milwaukee missti af leiknum þar sem hann og kona hans tóku á móti tvíburum á fæðingardeildinni, en sigur hans manna var aldrei í hættu. Desmond Mason skoraði 21 stig fyrir Milwaukee og hitti úr öllum 10 skotum sínum í leiknum. Juan Dixon skoraði 20 stig fyrir Toronto, en aðalstjarna liðsins, Chris Bosh, skoraði aðeins 1 stig á litlum spilatíma vegna hnémeiðsla. Orlando lagði Minnesota á útivelli 111-103 þar sem Dwight Howard skoraði 28 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando en Al Jefferson var með 25 stig og 11 fráköst hjá Minnesota. Liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni en Orlando hefur unnið þrjá af fjórum. Houston færði grönnum sínum í San Antonio fyrsta tapið í deildarkeppninni með 89-81 heimasigri. Yao Ming skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst hjá Houston og varamaðurinn Bonzi Wells skoraði 14 stig og hirti 16 fráköst á aðeins 27 mínútum. Manu Ginobili skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tony Parker 21. Sacramento vann fyrsta sigurinn sinn undir stjórn Reggie Theus þegar það skellti Seattle 104-98. Kevin Martin skoraði 31 stig fyrir Sacramento en Wally Szczerbiak skoraði 32 stig fyrir Seattle - sem er án sigurs í fjórum leikjum. Loks vann Cleveland góðan útisigur á Golden State 108-104 þar sem LeBron James skoraði 24 stig, hirti 14 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Cleveland og Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Baron Davis skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Golden State, Monta Ellis skoraði 22 stig og Al Harrington skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst. Golden State hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni og virðist liðið sakna Stephen Jackson mikið - en hann tekur út leikbann.
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira