Körfubolti

Keflvíkingar enn ósigraðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benedikt Guðmundsson ræðir málin við Andrew Fogel.
Benedikt Guðmundsson ræðir málin við Andrew Fogel. Mynd/Anton

Keflavík vann KR í kvöld í Iceland Express-deild karla eftir öfluga frammistöðu í síðari hálfleik.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og var það aðeins vegna þriggja stiga körfu Sigurðar Þorsteinssonar á lokasekúndu leikhlutans að Keflvíkingar leiddu þá, 28-26.

Keflvíkingar byggðu á því forskoti og var staðan í hálfleik 47-42, heimamönnum í vil.

Það var þó í þriðja leikhluta að Keflvíkingar gáfu í og náðu fjórtán stiga forskoti á KR-inga, 75-61. Þeir héldu svo uppteknum hætti í síðasta leikhlutanum, lokatölur 107-85.

BA Walker átti stórleik með Keflavík í kvöld og var maðurinn á bakvið sigur heimamanna.

Keflvíkingar eru enn ósigraðir eftir sex leiki og eru á toppi deildarinnar. KR er í þriðja sæti með átta stig. 

Á Akureyri unnu heimamenn í Þór öruggan sigur á Hamri, 92-74. Þetta var fyrsti leikur Hamars undir stjórn Ágústs Björgvinssonar.

Hamar er nú á botni deildarinnar með tvö stig en Þór er með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×