Hanskinn hættur 16. nóvember 2007 19:16 Gary Payton var alræmdasti kjaftaskurinn í NBA deildinni á sínum tíma NordicPhotos/GettyImages Kjaftaskurinn Gary Payton segist vera nokkuð viss um að hann sé hættur að spila körfubolta eftir glæsilegan feril í NBA deildinni. Hann hefur ekki miklar mætur á fyrrum þjálfara sínum Pat Riley. Payton gerði garðinn frægan í NBA deildinni þegar hann lék með Seattle Supersonics á tíunda áratugnum og náði alla leið í úrslitin eitt árið. Hann náði loksins að verða meistari árið 2006 með Miami Heat, þá kominn á síðasta snúning sem leikmaður. ESPN sjónvarpsstöðin tók skemmtilegt viðtal við Payton í dag þar sem m.a. kemur fram að hann hefur ekki mjög mikið álit á ungu leikmönnunum í deildinni í dag - og forvitnilegar skoðanir á þjálfurum sínum í gegn um tíðina. "Það er nokkuð pottþétt að ég er hættur," sagði Payton, sem fékk viðurnefnið "Hanskinn" á sínum tíma vegna ákafs varnarleiks síns. "Nú hangi ég bara með fjölskyldunni og nýt lífsins. Ég er búinn að vera í bransanum í 17 ár og það er fínt að þurfa ekki að vakna á hverjum degi og púla, ferðast og eiga í upp og niður samskiptum við þjálfarana," sagði Payton. George Karl í uppáhaldi Hann lék á sínum tíma fyrir nokkra af bestu þjálfurum í deildinni. George Karl hjá Seattle, Phil Jackson hjá LA Lakers, Doc Rivers hjá Boston og Pat Riley hjá Miami. "George Karl er í fyrsta sæti hjá mér, síðan Phil Jackson og loks Doc Rivers," sagði Payton. Ekki orð um Pat Riley. "Jú, ég vann reyndar titil undir hans stjórn en hann er samt ekki einn af mínum uppáhalds þjálfurum. Ég vil ekki fara nánar út í það, en ég set persónulegt samband mitt við þjálfarann í fyrsta sæti," sagði Payton. Payton náði í titilinn eftirsótta í MiamiNordicPhotos/GettyImages Ungu mennirnir kunna ekki að spila vörn Hann er ekki hrifinn af ungum leikmönnum sem eru að koma upp í deildinni í dag og segir þá gleyma því að það séu tvær hliðar á vellinum. "Menn spila ekki körfubolta í dag eins og þeir gerðu áður og leikurinn er orðinn allt of sóknarsinnaður. Þeir spila ekki vörn. Þegar ég var að spila var ég vanur að loka á besta sóknarmann andstæðinganna og skora 25 stig í leik. Ég sé engan mann gera þetta í dag. Bruce Bowen er góður varnarmaður, en hann er engin ógn í sóknarleiknum," sagði Gary Payton. Eftir langan og glæsilegan feril er Payton orðinn 21. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, er í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar, þriðja yfir stolna bolta og áttundi í leikjum spiluðum á ferlinum. Payton skoraði 16,3 stig að meðaltali í leik, gaf 6,7 stoðsendingar og stal 1,8 boltum. Hann var valinn varnarmaðuri ársins árið 1996 og var m.a. valinn í varnarúrval deildarinnar níu ár í röð. NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Kjaftaskurinn Gary Payton segist vera nokkuð viss um að hann sé hættur að spila körfubolta eftir glæsilegan feril í NBA deildinni. Hann hefur ekki miklar mætur á fyrrum þjálfara sínum Pat Riley. Payton gerði garðinn frægan í NBA deildinni þegar hann lék með Seattle Supersonics á tíunda áratugnum og náði alla leið í úrslitin eitt árið. Hann náði loksins að verða meistari árið 2006 með Miami Heat, þá kominn á síðasta snúning sem leikmaður. ESPN sjónvarpsstöðin tók skemmtilegt viðtal við Payton í dag þar sem m.a. kemur fram að hann hefur ekki mjög mikið álit á ungu leikmönnunum í deildinni í dag - og forvitnilegar skoðanir á þjálfurum sínum í gegn um tíðina. "Það er nokkuð pottþétt að ég er hættur," sagði Payton, sem fékk viðurnefnið "Hanskinn" á sínum tíma vegna ákafs varnarleiks síns. "Nú hangi ég bara með fjölskyldunni og nýt lífsins. Ég er búinn að vera í bransanum í 17 ár og það er fínt að þurfa ekki að vakna á hverjum degi og púla, ferðast og eiga í upp og niður samskiptum við þjálfarana," sagði Payton. George Karl í uppáhaldi Hann lék á sínum tíma fyrir nokkra af bestu þjálfurum í deildinni. George Karl hjá Seattle, Phil Jackson hjá LA Lakers, Doc Rivers hjá Boston og Pat Riley hjá Miami. "George Karl er í fyrsta sæti hjá mér, síðan Phil Jackson og loks Doc Rivers," sagði Payton. Ekki orð um Pat Riley. "Jú, ég vann reyndar titil undir hans stjórn en hann er samt ekki einn af mínum uppáhalds þjálfurum. Ég vil ekki fara nánar út í það, en ég set persónulegt samband mitt við þjálfarann í fyrsta sæti," sagði Payton. Payton náði í titilinn eftirsótta í MiamiNordicPhotos/GettyImages Ungu mennirnir kunna ekki að spila vörn Hann er ekki hrifinn af ungum leikmönnum sem eru að koma upp í deildinni í dag og segir þá gleyma því að það séu tvær hliðar á vellinum. "Menn spila ekki körfubolta í dag eins og þeir gerðu áður og leikurinn er orðinn allt of sóknarsinnaður. Þeir spila ekki vörn. Þegar ég var að spila var ég vanur að loka á besta sóknarmann andstæðinganna og skora 25 stig í leik. Ég sé engan mann gera þetta í dag. Bruce Bowen er góður varnarmaður, en hann er engin ógn í sóknarleiknum," sagði Gary Payton. Eftir langan og glæsilegan feril er Payton orðinn 21. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, er í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar, þriðja yfir stolna bolta og áttundi í leikjum spiluðum á ferlinum. Payton skoraði 16,3 stig að meðaltali í leik, gaf 6,7 stoðsendingar og stal 1,8 boltum. Hann var valinn varnarmaðuri ársins árið 1996 og var m.a. valinn í varnarúrval deildarinnar níu ár í röð.
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira