Með formanni á faraldsfæti 27. nóvember 2007 11:09 Við Guðni Ágústsson erum að túra um landið þessa dagana; ég á margan hátt eins og bassaleikari við hlið þessarar mikli dívu stjórnmálanna. Auðvitað erum við að kynna bókina: Guðni - af lífi og sál. Okkur er hvarvetna vel tekið; hvort heldur er hjá gamla fólkinu í félagsstarfinu í Gerðubergi eða meðal heimamanna Guðna á Selfossi. Við kláruðum allan lagerinn hans Bjarna bóksala á Selfossi; aldrei hef ég skrifað á jafn margar bækur á jafn stuttum tíma. Það sem verst er að rithöndin er að versna hjá mér miðaldra manninum. Það bætir þó syndirnar að ég er líka farinn að sjá minna nær mér, svo fljótaskriftin truflar síður. Guðni heldur asnalega á penna, svo sem raunar lýst er í bókinni; skriffærið er klemmt á milli löngutangar og vísifingurs. Hann skrifar stirðlega og hægt. Ég á stundum erfitt með að bíða eftir skriftinni hans. Við kynntum bókina á karlakvöldi Víkings um helgina. Það var ekki þurr samkoma. Ég las, Guðni talaði. Það fer vel á því. Guðni er milljón sinnum betri ræðumaður en ég. Guðni á hins vegar erfitt með að lesa, altént bókina sína; segist alltaf fara að gráta þegar hann gluggar í hana. Já, hrifnæmur karlinn. Guðni fór á slíkum kostum í karlaræðu sinni að unun var á að hlusta - og hlæja. Karlarnir láku niðrúr stólunum, sprungu og ærðust af hlátri. Margir grétu af innantökum. Merkilegt er að Guðni þarf aldrei að grípa til klámbrandara til að kæta menn á svona testósterón-samkomum. Hann bara segir alþýðlega frá og stendur á sterkum grunni íslenskrar sagnahefðar. Það stóðu allir upp fyrir Guðna í lok ræðunnar. Það segir nokk. Og við gengum glaðir út í svartnættið. Svo túrum við félagarnir um allt land næstu daga. Ég les. Guðni talar. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun
Við Guðni Ágústsson erum að túra um landið þessa dagana; ég á margan hátt eins og bassaleikari við hlið þessarar mikli dívu stjórnmálanna. Auðvitað erum við að kynna bókina: Guðni - af lífi og sál. Okkur er hvarvetna vel tekið; hvort heldur er hjá gamla fólkinu í félagsstarfinu í Gerðubergi eða meðal heimamanna Guðna á Selfossi. Við kláruðum allan lagerinn hans Bjarna bóksala á Selfossi; aldrei hef ég skrifað á jafn margar bækur á jafn stuttum tíma. Það sem verst er að rithöndin er að versna hjá mér miðaldra manninum. Það bætir þó syndirnar að ég er líka farinn að sjá minna nær mér, svo fljótaskriftin truflar síður. Guðni heldur asnalega á penna, svo sem raunar lýst er í bókinni; skriffærið er klemmt á milli löngutangar og vísifingurs. Hann skrifar stirðlega og hægt. Ég á stundum erfitt með að bíða eftir skriftinni hans. Við kynntum bókina á karlakvöldi Víkings um helgina. Það var ekki þurr samkoma. Ég las, Guðni talaði. Það fer vel á því. Guðni er milljón sinnum betri ræðumaður en ég. Guðni á hins vegar erfitt með að lesa, altént bókina sína; segist alltaf fara að gráta þegar hann gluggar í hana. Já, hrifnæmur karlinn. Guðni fór á slíkum kostum í karlaræðu sinni að unun var á að hlusta - og hlæja. Karlarnir láku niðrúr stólunum, sprungu og ærðust af hlátri. Margir grétu af innantökum. Merkilegt er að Guðni þarf aldrei að grípa til klámbrandara til að kæta menn á svona testósterón-samkomum. Hann bara segir alþýðlega frá og stendur á sterkum grunni íslenskrar sagnahefðar. Það stóðu allir upp fyrir Guðna í lok ræðunnar. Það segir nokk. Og við gengum glaðir út í svartnættið. Svo túrum við félagarnir um allt land næstu daga. Ég les. Guðni talar. -SER.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun