Körfubolti

Þór vann Fjölni í Grafarvoginum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Þórsarar gerðu góða ferð í höfuðborgina í dag er liðið vann Fjölni í Grafarvoginum, 88-84.

Þórsarar byrjuðu leikinn miklu mun betur og voru með átján stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 33-15. Staðan í hálfleik var svo 43-35, Þór í vil.

Fjölnismenn réttu úr kútnum í þriðja leikhluta og tókst að jafna metin í lok leikhlutans. Staðan þegar sá síðasti hófst var 66-66.

Leikmenn Þórs náðu aftur frumkvæðinu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka og náðu Fjölnismenn aldrei að ógna sigri þeirra að neinu ráði eftir það.

Karlton Mims skoraði 33 stig fyrir Fjölni og Anthony Drejaj 21. Hjá Þór var Cedric Isom stigahæstur með 24 stig, Þorsteinn Gunnlaugsson var með nítján, Óðinn Ásgeirsson sextán og Luka Marolt fjórtán.

Eftir sigurinn er Þór með átta stig en Fjölnir er enn með sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×