Körfubolti

Sloan stefnir á þriðja áratuginn hjá Jazz

Jerry Sloan ætlar að stýra Utah Jazz út næstu leiktíð
Jerry Sloan ætlar að stýra Utah Jazz út næstu leiktíð NordicPhotos/GettyImages

Þjálfarinn Jerry Sloan hefur framlengt samning sinn við Utah Jazz út næstu leiktíð, en hann hefur verið lengur hjá saman liðinu en nokkur annar þjálfari í fjórum stærstu hópíþróttagreinum Bandaríkjanna.

Sloan tók við liði Utah Jazz árið 1988 og vantar aðeins 47 sigurleiki upp á að verða fyrsti þjálfarinn í sögu NBA til að ná 1000 sigurleikjum með sama liðinu. Gamli samningurinn hans hefði runnið út í vor.

"Jerry hefur verið í fararbroddi hjá þessu félagi síðustu 20 árin og ég sé því enga ástæðu til að breyta því," sagði Larry Miller, eigandi Jazz.

Sloan hefur tvisvar komið liðinu í úrslit NBA deildarinnar og undir hans stjórn hefur Jazz sex sinnum unnið riðil sinn í deildarkeppninni. Sloan er fjórði á listanum yfir þá þjálfarra sem hafa unnið flesta sigra á ferlinum í NBA.

Hann er með 60% vinningshlutfall á ferlinum sem þjálfari, en fyrstu þrjú árin sín stýrði hann liði Chicago Bulls. Hjá Utah er hann nú á sínu 20. ári sem þjálfari og hefur aðeins einu sinni mistekist að ná 50% vinningshlutfalli með liðið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×