Körfubolti

Denver skellti Dallas

Allen Iverson hefur verið í miklu stuði hjá Denver í síðustu leikjum
Allen Iverson hefur verið í miklu stuði hjá Denver í síðustu leikjum NordicPhotos/GettyImages

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver gerði sér lítið fyrir og skellti Dallas á útivelli 122-109. Allen Iverson skoraði 35 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Denver en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst hjá Dallas.

Joe Johnson var hetja Atlanta þegar liðið lagði Minnesota á heimavelli 90-89. Atlanta átti innkast þegar rúmar tvær sekúndur voru eftir af leiknum og Johnson tryggði sigurinn með flautukörfu. Josh Smith skoraði 28 stig fyrir heimamenn í Atlanta, Joe Johnson 21 og Marvin Williams 20. Craig Smith var stigahæstur í liði gestanna með 20 stig og 9 fráköst og Marko Jaric skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst.

Loks tapaði Miami fjórða leiknum í röð þegar það lá í Portland 112-106. Dwyane Wade skoraði 21 stig, hirti 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami og Daequan Cook setti persónulegt met með 20 stigum. Shaquille O´Neal skoraði 8 stig og hirti 10 fráköst en spilaði aðeins 21 mínútu vegna villuvandræða. Brandon Roy var atkvæðamestur í liði Portland með 25 stig og Travis Outlaw skoraði 20 stig. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×