NBA í nótt: Tólfti heimasigur Boston í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2007 09:00 Paul Pierce var öflugur í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston vann í nótt sinn tólfta heimasigur í röð þegar fór illa með Milwaukee Bucks og vann öruggan sigur, 104-82. Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston, Rajon Rondo sautján og Kevin Garnett fimmtán. Þetta var alls nítjándi sigur Boston á tímabilinu en liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum til þessa. Leikurinn var fremur jafn framan af en Boston tók öll völd í þriðja leikhluta með tveimur sprettum, 12-0 og svo síðar 10-0. Þetta var áttundi sigur Boston í röð á tímabilinu. Hjá Milwaukee var Mo Williams stigahæstur með fjórtán stig. Bobby Simmons var með ellefu og Yi Jianlian tíu. Golden State vann góðan sigur á heimavelli gegn LA Lakers þökk sé 14-2 spretti í fjórða leikhluta. Golden State vann með tveggja stiga mun, 108-106. Baron Davis og Al Harrington voru með 22 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson bætti við 20. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 21 stig en þetta var fyrsta tap Lakers í fimm leikjum. Toronto vann sinn fjórða sigur í röð er liðið lagði Indiana á útivelli, 104-93. Chris Bosh var með 22 stig og sextán fráköst og Jose Calderon átján stig og sextán stoðsendingar. Stigahæstur hjá Toronto var þó Jason Kapono sem setti persónulegt met er hann skoraði 29 stig í leiknum. Þar af komu sautján í fjórða leikhluta. Mike Dunleavy var sem fyrr stigahæstur hjá Indiana með 23 stig. Sacramento vann sinn fyrsta sigur á útivelli í nótt með tíu stiga sigri á Philadelphia, 109-99. Hjá Sacramento var Brad Miller með 25 stig, Mikki Moore 24 rétt eins og Andre Miller hjá Philadelphia. New Jersey vann sinn fyrsta sigur í fimm leikjum er liðið vann góðan sigur á Cleveland, 105-97. Vince Carter var með 32 stig en LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 29 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Dwight Howard var með 33 stig, átján fráköst og fjögur varin skot er Orlando vann Charlotte á útivelli í nótt, 103-87. Sigurinn var kærkominn þar sem Orlando hafði tapað þremur leikjum í röð. Hjá Charlotte var Raymond Felton með átján stig og Emeka Okafor sextán. LA Clippers vann Memphiz, 98-91. Chris Kaman var með 23 stig og sextán fráköst fyrir Clippers. Þá skoraði Luol Deng 29 stig fyrir Chicago sem vann New York, 101-96. Kirk Hinrich náði þrefaldri tvennu í leiknum með því að skora fimmtán stig, gefa fjórtán stoðsendingar og taka tólf fráköst. Hjá New York var Zach Randolph stigahæstur með 27 stig og fimmtán fráköst. NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Boston vann í nótt sinn tólfta heimasigur í röð þegar fór illa með Milwaukee Bucks og vann öruggan sigur, 104-82. Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston, Rajon Rondo sautján og Kevin Garnett fimmtán. Þetta var alls nítjándi sigur Boston á tímabilinu en liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum til þessa. Leikurinn var fremur jafn framan af en Boston tók öll völd í þriðja leikhluta með tveimur sprettum, 12-0 og svo síðar 10-0. Þetta var áttundi sigur Boston í röð á tímabilinu. Hjá Milwaukee var Mo Williams stigahæstur með fjórtán stig. Bobby Simmons var með ellefu og Yi Jianlian tíu. Golden State vann góðan sigur á heimavelli gegn LA Lakers þökk sé 14-2 spretti í fjórða leikhluta. Golden State vann með tveggja stiga mun, 108-106. Baron Davis og Al Harrington voru með 22 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson bætti við 20. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 21 stig en þetta var fyrsta tap Lakers í fimm leikjum. Toronto vann sinn fjórða sigur í röð er liðið lagði Indiana á útivelli, 104-93. Chris Bosh var með 22 stig og sextán fráköst og Jose Calderon átján stig og sextán stoðsendingar. Stigahæstur hjá Toronto var þó Jason Kapono sem setti persónulegt met er hann skoraði 29 stig í leiknum. Þar af komu sautján í fjórða leikhluta. Mike Dunleavy var sem fyrr stigahæstur hjá Indiana með 23 stig. Sacramento vann sinn fyrsta sigur á útivelli í nótt með tíu stiga sigri á Philadelphia, 109-99. Hjá Sacramento var Brad Miller með 25 stig, Mikki Moore 24 rétt eins og Andre Miller hjá Philadelphia. New Jersey vann sinn fyrsta sigur í fimm leikjum er liðið vann góðan sigur á Cleveland, 105-97. Vince Carter var með 32 stig en LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 29 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Dwight Howard var með 33 stig, átján fráköst og fjögur varin skot er Orlando vann Charlotte á útivelli í nótt, 103-87. Sigurinn var kærkominn þar sem Orlando hafði tapað þremur leikjum í röð. Hjá Charlotte var Raymond Felton með átján stig og Emeka Okafor sextán. LA Clippers vann Memphiz, 98-91. Chris Kaman var með 23 stig og sextán fráköst fyrir Clippers. Þá skoraði Luol Deng 29 stig fyrir Chicago sem vann New York, 101-96. Kirk Hinrich náði þrefaldri tvennu í leiknum með því að skora fimmtán stig, gefa fjórtán stoðsendingar og taka tólf fráköst. Hjá New York var Zach Randolph stigahæstur með 27 stig og fimmtán fráköst.
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira