Stór yfirlýsing hjá Boston 31. desember 2007 04:24 Kevin Garnett lét ekki skurð við augað stöðva sig í Staples Center í nótt NordicPhotos/GettyImages Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Boston Celtics tók erkifjendur sína í LA Lakers í bakaríið á útivelli 110-91. Boston vann þar með 13 af 14 leikjum sínum í desember og lauk árinu með fjórum sigrum í jafnmörgum leikjum á ferðalagi í Vesturdeildinni síðan á annan í jólum. Boston hafði frumkvæðið allan leikinn í nótt en lið heimamanna, sem hefur spilað mjög vel undanfarið, komst aldrei í taktinn í leiknum. Paul Pierce skoraði 33 stig fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst þrátt fyrir að fá ljótan skurð á andlitið í látunum. Kobe Bryant var stigahæstu í liði Lakers með 22 stig en átti afleitan leik og hitti aðeins úr 6 af 25 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst fyrir Lakers. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum og voru alls dæmdar sjö tæknivillur á leikmenn og þjálfara. Boston vann sigur í báðum viðureignum þessara fornu fjenda í vetur og er Boston með langbesta árangurinn í deildinni, 26 sigra og aðeins 3 töp. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureignina í nótt, en hefur unnið 10 af 13 síðustu leikjum sínum. Sigur Boston í nótt þýddi að Phil Jackson fór ekki upp fyrir goðsögnina Red Auerbach yfir flesta sigra þjálfara á ferlinum, en þeir sitja jafnir í sjöunda sæti listans með 938 sigra. Chicago burstaði New York á útivelli 100-83 þar sem Ben Gordon skoraði 25 stig af bekknum hjá Chicago en Nate Robinson skoraði 19 stig fyrir New York. Þetta var annar sigur Chicago í röð en New York hefur aðeins unnið 8 af 29 leikjum sínum fyrir áramót og er það þriðji versti árangur í sögu félagsins. Portland burstaði Philadelphia 97-82 á heimavelli og vann þar með 13. sigurinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu félagsins en metið er 16 leikir og var sett leiktíðina 1990-91. Tíu af þessum 13 sigrum hafa komið í Rose Garden, heimavelli liðsins. Brandon Roy var stigahæstur hjá Portland í nótt með 22 stig en Andre Iguodala skoraði 24 stig fyrir gestina sem skoruðu aðeins 9 stig gegn 35 stigum heimamanna í fjórða leikhlutanum. Golden State stöðvaði 7 leikja sigurgöngu Denver með 105-95 útisigri. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði heimamanna með 26 stig og 10 fráköst en liðið hitti skelfilega úr skotum sínum (34,5%). Baron Davis skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 23 stig. San Antonio rótburstaði Memphis 111-87 á heimavelli og færði slöku liði Memphis fimmta tapið í röð. Tim Duncan skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker skoraði sömuleiðis 24 stig. Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis sem tapaði frákastaeinvíginu 46-32. Phoenix vann öruggan útisigur á Sacramento 117-102. Amare Stoudemire skroaði 31 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 25 stig, Leandro Barbosa 22 stig og Steve Nash skoraði 12 stig og gaf 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 30 stig fyrir Sacramento, John Salomons 23 og Mikki Moore 20 stig og hirti 11 fráköst. NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Boston Celtics tók erkifjendur sína í LA Lakers í bakaríið á útivelli 110-91. Boston vann þar með 13 af 14 leikjum sínum í desember og lauk árinu með fjórum sigrum í jafnmörgum leikjum á ferðalagi í Vesturdeildinni síðan á annan í jólum. Boston hafði frumkvæðið allan leikinn í nótt en lið heimamanna, sem hefur spilað mjög vel undanfarið, komst aldrei í taktinn í leiknum. Paul Pierce skoraði 33 stig fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst þrátt fyrir að fá ljótan skurð á andlitið í látunum. Kobe Bryant var stigahæstu í liði Lakers með 22 stig en átti afleitan leik og hitti aðeins úr 6 af 25 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst fyrir Lakers. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum og voru alls dæmdar sjö tæknivillur á leikmenn og þjálfara. Boston vann sigur í báðum viðureignum þessara fornu fjenda í vetur og er Boston með langbesta árangurinn í deildinni, 26 sigra og aðeins 3 töp. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureignina í nótt, en hefur unnið 10 af 13 síðustu leikjum sínum. Sigur Boston í nótt þýddi að Phil Jackson fór ekki upp fyrir goðsögnina Red Auerbach yfir flesta sigra þjálfara á ferlinum, en þeir sitja jafnir í sjöunda sæti listans með 938 sigra. Chicago burstaði New York á útivelli 100-83 þar sem Ben Gordon skoraði 25 stig af bekknum hjá Chicago en Nate Robinson skoraði 19 stig fyrir New York. Þetta var annar sigur Chicago í röð en New York hefur aðeins unnið 8 af 29 leikjum sínum fyrir áramót og er það þriðji versti árangur í sögu félagsins. Portland burstaði Philadelphia 97-82 á heimavelli og vann þar með 13. sigurinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu félagsins en metið er 16 leikir og var sett leiktíðina 1990-91. Tíu af þessum 13 sigrum hafa komið í Rose Garden, heimavelli liðsins. Brandon Roy var stigahæstur hjá Portland í nótt með 22 stig en Andre Iguodala skoraði 24 stig fyrir gestina sem skoruðu aðeins 9 stig gegn 35 stigum heimamanna í fjórða leikhlutanum. Golden State stöðvaði 7 leikja sigurgöngu Denver með 105-95 útisigri. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði heimamanna með 26 stig og 10 fráköst en liðið hitti skelfilega úr skotum sínum (34,5%). Baron Davis skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 23 stig. San Antonio rótburstaði Memphis 111-87 á heimavelli og færði slöku liði Memphis fimmta tapið í röð. Tim Duncan skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker skoraði sömuleiðis 24 stig. Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis sem tapaði frákastaeinvíginu 46-32. Phoenix vann öruggan útisigur á Sacramento 117-102. Amare Stoudemire skroaði 31 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 25 stig, Leandro Barbosa 22 stig og Steve Nash skoraði 12 stig og gaf 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 30 stig fyrir Sacramento, John Salomons 23 og Mikki Moore 20 stig og hirti 11 fráköst.
NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira