Heiftarleg átök í Framsókn Björgvin Guðmundsson skrifar 20. janúar 2008 00:01 Bókin um Guðna fyrrverandi ráðherra sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústssonar og harðri lífsbaráttu föður hans, Ágústs Þorvaldssonar, sem átti oft ekkert að borða þegar hann var að alast upp. Bókin lýsir því vel hve stutt er síðan alþýðufólk á Íslandi átti við sára fátækt að stríða. En athyglisverðast er þó að lesa í bókinni um hin heiftarlegu átök í Framsóknarflokknum. Menn vissu að ágreiningur innan Framsóknar var mikill en menn höfðu ekki ímyndunarafl til þess að reikna með slíkum heiftarátökum og bókin lýsir. Svo virðist sem ein aðalástæða átakanna innan Framsóknar hafi verið einræðistilburðir Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann vildi ráða öllu í flokknum, stefnunni, hverjir væru ráðherrar og hver tæki við sem formaður, þegar hann hætti. Þetta foringjaræði í Framsóknarflokknum er ekki einstakt. Það hefur tíðkast í fleiri flokkum og er mikill blettur á lýðræðisþróun íslenskra stjórnmála. Guðni lýsir því vel í bókinni hvernig Halldór vildi ekki aðeins ráða því hver tæki við formennsku í Framsókn, þegar hann hyrfi úr formannsstólnum heldur vildi hann einnig ráða því hver yrði varaformaður og hann gerði kröfu til þess að Guðni hyrfi úr forustunni um leið og hann. Guðni segir í bókinni að Halldór gæti ráðið því hvenær hann hætti sjálfur í stjórnmálum en hann gæti ekki ráðið því hvenær Guðni hætti. Auðvitað er það mjög undarlegt að Halldór skyldi leggja ofurkapp á það að draga Guðna með sér út úr pólitíkinni um leið og hann ákvæði sjálfur að hætta. Halldór var orðinn óvinsæll og búinn að fara illa með Framsókn á löngu samstarfi við íhaldið en Guðni var vinsæll og sterkur í sínu kjördæmi og gat því haldið lengi áfram enn í pólitík. Þegar Halldór ákvað að hætta sem formaður Framsóknarflokksins átti varaformaðurinn að sjálfsögðu að taka við formennsku, samkvæmt lögum flokksins. En Halldór gat ekki hugsað sér að Guðni yrði formaður.( Halldór studdi ekki Guðna sem varaformann). Lýðræðisreglur voru sniðgengnar og farið að leita að einhverjum manni út í bæ til þess að taka við formennsku flokksins. Fyrst var meiningin að fá Finn Ingólfsson til þess að taka við formennskunnni en ekki náðist samstaða um hann. Síðan var Jón Sigurðsson valinn og var hann kosinn formaður. Enginn í þingflokki Framsóknar kom til greina að áliti Halldórs. Ég tel,að þar hafi verið mjög hæfir menn sem hefðu getað tekið við formennsku í flokknum: Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónína Bjartmars. En af einhverjum ástæðum taldi fráfarandi formaður þetta fólk ekki koma til greina. Guðni Ágústsson fjallar ítarlega um formannsslaginn. Það er fróðleg lesning og lýsir vel baktjaldamakki og heiftarlegum átökum í stjórnmálaflokki. Jón Sigurðsson gegndi ekki formannsembættinu nema rétt fram yfir kosningar. Þá sagði hann af sér og varaformaðurinn, Guðni Ágústsson,tók við formennsku. Þá var loks búið að uppfylla þær lýðræðisreglur, sem hefði að réttu átt að gera strax og Halldór sagði af sér. Frásögn Guðna af valdabaráttunni í Framsókn leiðir hugann að lýðræðinu í íslenskum stjórnmálaflokkum eða öllu heldur að foringjaræðinu. Það er kominn tími til þess að foringjaræðið verði afnumið og lýðræði taki við. Þó einhver sé kosinn formaður í stjórnmálaflokki á hann ekki að fá neitt alræðisvald. Formaður á ekki að ráða því hverjir verða ráðherrar. Þingflokkur eða flokksstjórn á að ráða því og ekki til málamynda heldur í raun. Formaður á heldur ekki að ráða stefnu flokksins. Það eru flokksþing og flokksstjórnir og flokksfélögin,sem eiga að marka stefnuna og ákveða hana.Því fyrr sem flokksforingjar átta sig á þessu því betra. Það á að ríkja lýðræði í flokkunum en ekki foringjaræði. Bókin Guðni,af lífi og sál er góð bók. Ég mæli hiklaust með henni. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Bókin um Guðna fyrrverandi ráðherra sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústssonar og harðri lífsbaráttu föður hans, Ágústs Þorvaldssonar, sem átti oft ekkert að borða þegar hann var að alast upp. Bókin lýsir því vel hve stutt er síðan alþýðufólk á Íslandi átti við sára fátækt að stríða. En athyglisverðast er þó að lesa í bókinni um hin heiftarlegu átök í Framsóknarflokknum. Menn vissu að ágreiningur innan Framsóknar var mikill en menn höfðu ekki ímyndunarafl til þess að reikna með slíkum heiftarátökum og bókin lýsir. Svo virðist sem ein aðalástæða átakanna innan Framsóknar hafi verið einræðistilburðir Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann vildi ráða öllu í flokknum, stefnunni, hverjir væru ráðherrar og hver tæki við sem formaður, þegar hann hætti. Þetta foringjaræði í Framsóknarflokknum er ekki einstakt. Það hefur tíðkast í fleiri flokkum og er mikill blettur á lýðræðisþróun íslenskra stjórnmála. Guðni lýsir því vel í bókinni hvernig Halldór vildi ekki aðeins ráða því hver tæki við formennsku í Framsókn, þegar hann hyrfi úr formannsstólnum heldur vildi hann einnig ráða því hver yrði varaformaður og hann gerði kröfu til þess að Guðni hyrfi úr forustunni um leið og hann. Guðni segir í bókinni að Halldór gæti ráðið því hvenær hann hætti sjálfur í stjórnmálum en hann gæti ekki ráðið því hvenær Guðni hætti. Auðvitað er það mjög undarlegt að Halldór skyldi leggja ofurkapp á það að draga Guðna með sér út úr pólitíkinni um leið og hann ákvæði sjálfur að hætta. Halldór var orðinn óvinsæll og búinn að fara illa með Framsókn á löngu samstarfi við íhaldið en Guðni var vinsæll og sterkur í sínu kjördæmi og gat því haldið lengi áfram enn í pólitík. Þegar Halldór ákvað að hætta sem formaður Framsóknarflokksins átti varaformaðurinn að sjálfsögðu að taka við formennsku, samkvæmt lögum flokksins. En Halldór gat ekki hugsað sér að Guðni yrði formaður.( Halldór studdi ekki Guðna sem varaformann). Lýðræðisreglur voru sniðgengnar og farið að leita að einhverjum manni út í bæ til þess að taka við formennsku flokksins. Fyrst var meiningin að fá Finn Ingólfsson til þess að taka við formennskunnni en ekki náðist samstaða um hann. Síðan var Jón Sigurðsson valinn og var hann kosinn formaður. Enginn í þingflokki Framsóknar kom til greina að áliti Halldórs. Ég tel,að þar hafi verið mjög hæfir menn sem hefðu getað tekið við formennsku í flokknum: Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónína Bjartmars. En af einhverjum ástæðum taldi fráfarandi formaður þetta fólk ekki koma til greina. Guðni Ágústsson fjallar ítarlega um formannsslaginn. Það er fróðleg lesning og lýsir vel baktjaldamakki og heiftarlegum átökum í stjórnmálaflokki. Jón Sigurðsson gegndi ekki formannsembættinu nema rétt fram yfir kosningar. Þá sagði hann af sér og varaformaðurinn, Guðni Ágústsson,tók við formennsku. Þá var loks búið að uppfylla þær lýðræðisreglur, sem hefði að réttu átt að gera strax og Halldór sagði af sér. Frásögn Guðna af valdabaráttunni í Framsókn leiðir hugann að lýðræðinu í íslenskum stjórnmálaflokkum eða öllu heldur að foringjaræðinu. Það er kominn tími til þess að foringjaræðið verði afnumið og lýðræði taki við. Þó einhver sé kosinn formaður í stjórnmálaflokki á hann ekki að fá neitt alræðisvald. Formaður á ekki að ráða því hverjir verða ráðherrar. Þingflokkur eða flokksstjórn á að ráða því og ekki til málamynda heldur í raun. Formaður á heldur ekki að ráða stefnu flokksins. Það eru flokksþing og flokksstjórnir og flokksfélögin,sem eiga að marka stefnuna og ákveða hana.Því fyrr sem flokksforingjar átta sig á þessu því betra. Það á að ríkja lýðræði í flokkunum en ekki foringjaræði. Bókin Guðni,af lífi og sál er góð bók. Ég mæli hiklaust með henni. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun