Úttekt á öllu klabbinu 20. febrúar 2008 00:01 Geir H. Haarde Allar góðar hugmyndir vel þegnar. Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að sjálfsagt sé þörf á að endurskoða peningastefnuna. „En það þarf að gera með jafnaðargeði.“ Meta þurfi reynsluna af verðbólgumarkmiðsstefnunni sem verið hafi við lýði frá 2001. „Nú er komið árið 2008 og það er full ástæða til að meta hvernig til hefur tekist og meta hvort ástæða sé til að gera á þessu einhverjar leiðréttingar eða breytingar. Og gefa sér tíma til þess.“ „Mér finnst að það ætti að gera heildarúttekt á öllu heila klabbinu. Þar væri skoðaður hlutur ríkisstjórnar, Seðlabankans og einkageirans,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ingibjörg SÓlrún Gísladóttir Sjálfsagt að endurskoða peningastefnuna. Viðskiptaráð leggur til að farið verði í endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans. Steingrímur segir að taka eigi út hluti á breiðari grundvelli. Þverpólitískt samstarf stjórnmálaflokka ætti að leiða til heildarúttekar á þróun íslenska hagkerfisins og pólitískum og efnahagslegum ákvörðunum undanfarin ár. „Það er ekki til nein ókeypis sársaukalaus lausn þegar búið er að klúðra hagstjórn í einu landi.“ Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjö ár séu ekki langur tími þegar peningamálastefna sé annars vegar. „En auðvitað skoðum við allar hugmyndir.“ Steingrímur J. Sigfússon Það þarf að gera heildarúttekt á öllu klabbinu. Ingibjörg Sólrún bendir á að umræðan eigi ekki bara að snúast um krónur og evrur. Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið og þar með myntbandalag sé miklu stærri spurning. „Þetta er í rauninni val um samfélagsgerð. Menn hafa farið dálítið í kringum þetta eins og kettir í kringum heitan graut.“ Brýnasta verkefnið nú sé að taka til hér heima. „Það hafa verið gerð ýmis hagstjórnarmistök á undanförnum árum. Við verðum að fara yfir þetta og sjá hvernig við getum undið ofan af þessu, náð niður vöxtum og viðskiptahalla.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að sjálfsagt sé þörf á að endurskoða peningastefnuna. „En það þarf að gera með jafnaðargeði.“ Meta þurfi reynsluna af verðbólgumarkmiðsstefnunni sem verið hafi við lýði frá 2001. „Nú er komið árið 2008 og það er full ástæða til að meta hvernig til hefur tekist og meta hvort ástæða sé til að gera á þessu einhverjar leiðréttingar eða breytingar. Og gefa sér tíma til þess.“ „Mér finnst að það ætti að gera heildarúttekt á öllu heila klabbinu. Þar væri skoðaður hlutur ríkisstjórnar, Seðlabankans og einkageirans,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ingibjörg SÓlrún Gísladóttir Sjálfsagt að endurskoða peningastefnuna. Viðskiptaráð leggur til að farið verði í endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans. Steingrímur segir að taka eigi út hluti á breiðari grundvelli. Þverpólitískt samstarf stjórnmálaflokka ætti að leiða til heildarúttekar á þróun íslenska hagkerfisins og pólitískum og efnahagslegum ákvörðunum undanfarin ár. „Það er ekki til nein ókeypis sársaukalaus lausn þegar búið er að klúðra hagstjórn í einu landi.“ Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjö ár séu ekki langur tími þegar peningamálastefna sé annars vegar. „En auðvitað skoðum við allar hugmyndir.“ Steingrímur J. Sigfússon Það þarf að gera heildarúttekt á öllu klabbinu. Ingibjörg Sólrún bendir á að umræðan eigi ekki bara að snúast um krónur og evrur. Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið og þar með myntbandalag sé miklu stærri spurning. „Þetta er í rauninni val um samfélagsgerð. Menn hafa farið dálítið í kringum þetta eins og kettir í kringum heitan graut.“ Brýnasta verkefnið nú sé að taka til hér heima. „Það hafa verið gerð ýmis hagstjórnarmistök á undanförnum árum. Við verðum að fara yfir þetta og sjá hvernig við getum undið ofan af þessu, náð niður vöxtum og viðskiptahalla.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira