Þriðjungur búa með lán í erlendri mynt Björgvin Guðmundsson skrifar 26. mars 2008 00:01 Nýjustu fjósin kosta sitt. Bændur hafa, eins og aðrir atvinnurekendur, fært sig undanfarin ár í auknum mæli yfir í erlend lán, að sögn Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins. Á sama tíma hefur það færst í vöxt að bændur fái vélar og tæki á svokallaðri kaupleigu og greiði fyrir afnotin mánaðarlega. Það færist þá ekki sem fjárfesting í bókhaldi búanna heldur flokkast sem rekstur. Lán fyrir tækinu er þá að hluta til fjármagnað í erlendri mynt. Jónas segir að eins og með aðrar atvinnugreinar og almenning sem fjármagnar fjárfestingar með láni í erlendri mynt komi gengisfelling krónunnar sér illa fyrir bændur. Hann bendir á að til langs tíma, eins og þegar húsnæði er keypt, jafnist gengissveiflur út á móti hagstæðum vöxtum erlendis. Hins vegar geti þróunin orðið mörgum óhagstæð þegar verið sé að fjármagna kaup, eins og á vélum og tækjum, til styttri tíma. Erlend lántaka hafi aukist mikið á árinu 2006. Samkvæmt ársskýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins voru fjárfestingar mestar á kúabúum árið 2006; fyrir tæpar 8 milljónir króna að meðaltali. Fjárfestingar á sauðfjárbúum voru 1,4 milljónir að meðaltali. Á kúabúum var hlutfallslega mest fjárfest í vélum og tækjum, eða sem nemur 44 prósentum. Fjárfestingar í vélum og tækjum voru þó hlutfallslega mun hærri á sauðfjárbúum; tæp 73 prósent. Þegar lagðar eru saman fjárfestingar í vélum og tækjum og greiðslumarki er vægi þeirra í heildarfjárfestingum nær áttatíu prósent bæði á kúabúum og sauðfjárbúum. Samkvæmt árskýrslunni nema eignir kúabúa að meðaltali 33,5 milljónum króna. Skuldir nema að meðaltali 39,3 milljónum króna. Hlutfall langtímaskulda er 85,5 prósent. Fylgni er greinileg á milli aukinnar bústærðar og aukinna skulda. Eignir sauðfjárbúa eru að meðaltali 9,1 milljón króna. Skuldir nema alls 7,5 milljónum króna að meðaltali og hlutfall langtímaskulda er 71,1%. Eins og hjá þeim sem eru með kúabú er fylgni í aðalatriðum á milli aukinnar bústærðar og skulda. Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Bændur hafa, eins og aðrir atvinnurekendur, fært sig undanfarin ár í auknum mæli yfir í erlend lán, að sögn Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins. Á sama tíma hefur það færst í vöxt að bændur fái vélar og tæki á svokallaðri kaupleigu og greiði fyrir afnotin mánaðarlega. Það færist þá ekki sem fjárfesting í bókhaldi búanna heldur flokkast sem rekstur. Lán fyrir tækinu er þá að hluta til fjármagnað í erlendri mynt. Jónas segir að eins og með aðrar atvinnugreinar og almenning sem fjármagnar fjárfestingar með láni í erlendri mynt komi gengisfelling krónunnar sér illa fyrir bændur. Hann bendir á að til langs tíma, eins og þegar húsnæði er keypt, jafnist gengissveiflur út á móti hagstæðum vöxtum erlendis. Hins vegar geti þróunin orðið mörgum óhagstæð þegar verið sé að fjármagna kaup, eins og á vélum og tækjum, til styttri tíma. Erlend lántaka hafi aukist mikið á árinu 2006. Samkvæmt ársskýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins voru fjárfestingar mestar á kúabúum árið 2006; fyrir tæpar 8 milljónir króna að meðaltali. Fjárfestingar á sauðfjárbúum voru 1,4 milljónir að meðaltali. Á kúabúum var hlutfallslega mest fjárfest í vélum og tækjum, eða sem nemur 44 prósentum. Fjárfestingar í vélum og tækjum voru þó hlutfallslega mun hærri á sauðfjárbúum; tæp 73 prósent. Þegar lagðar eru saman fjárfestingar í vélum og tækjum og greiðslumarki er vægi þeirra í heildarfjárfestingum nær áttatíu prósent bæði á kúabúum og sauðfjárbúum. Samkvæmt árskýrslunni nema eignir kúabúa að meðaltali 33,5 milljónum króna. Skuldir nema að meðaltali 39,3 milljónum króna. Hlutfall langtímaskulda er 85,5 prósent. Fylgni er greinileg á milli aukinnar bústærðar og aukinna skulda. Eignir sauðfjárbúa eru að meðaltali 9,1 milljón króna. Skuldir nema alls 7,5 milljónum króna að meðaltali og hlutfall langtímaskulda er 71,1%. Eins og hjá þeim sem eru með kúabú er fylgni í aðalatriðum á milli aukinnar bústærðar og skulda.
Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira