Spila sókn en ekki vörn Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. apríl 2008 08:00 Karl Wernersson stjórnarformaður Milestone Hjá Milestone er nú unnið samkvæmt tveggja og hálfs árs áætlun sem lagt var upp með um mitt síðasta ár. Unnið er að stórfelldum skipulagsbreytingum hjá félaginu og sókn inn á norrænan fjármálamarkað.Markaðurinn/GVA Við spilum sókn en ekki vörn,“ segir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, glaðbeittur þegar hann er spurður að því hvort félagið sé á flótta með fyrirtæki sín úr landi. Þegar ársuppgjör Milestone var kynnt í byrjun mars var upplýst að frá og með þessu ári yrðu öll fyrirtæki Milestone dótturfélög sænsku fjármálasamstæðunnar Invik, þar á meðal Sjóvá, Askar Capital og Avant, en Invik yrði eftir sem áður dótturfélag Milestone. Karl segir búið að marka stefnu til framtíðar þar sem unnið sé að straumlínulögun fyrirtækjastarfsemi Milestone og sókn inn á norrænan fjármálamarkað. Tekin hefur verið ákvörðun um að skrá Invik í framhaldinu í sænsku Nasdaq OMX-kauphöllina. Karl segir þær breytingar sem félagið gangi nú í gegnum og séu í vændum eiga sér nokkurn aðdraganda. „Segja má að sagan hefjist árið 2004 þegar við ákveðum að taka þátt í uppbyggingu fjármálamarkaðar hér á landi og tökum að kaupa hlutabréf í Íslandsbanka, sem síðar varð Glitnir. Þessi kaup voru gerð með því markmiði að við gætum haft áhrif á stefnu og framtíð bankans. Í framhaldinu markaði ný stjórn bankans með fulltrúum Milestone þá stefnu að fara í útrás.“ Útrás bankans var beint til Norðurlanda og segir Karl markmiðið hafa verið að byggja upp fjármálaþjónustu á Norðurlöndum. „Eftir þessu skipulagi var mjög markvisst unnið, allt þar til við og félagar okkar seljum stærstan hlut okkar í bankanum á síðasta ári.“ Hann segir Milestone í raun hafa litið á Glitni sem nokkurs konar stökkpall yfir í norrænan fjármálamarkað, en eftir að fyrirtækið hafi selt megnið af hlut sínum í bankanum, hafi hlutverk Milestone breyst. „Við höfðum gert nokkrar góðar fjárfestingar og uppbygging gengið vel og við töldum mjög rökrétt framhald að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hafði verið og var fólgin í því að byggja upp norrænt félag í fjármálaþjónustu. Við tilkynnum enda kaupin á Invik um þremur vikum eftir að við seljum stærstan hlut okkar í Glitni.“ Smæð markaðar hér skiptir máliGlaðbeittur við merkið Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, horfir björtum augum fram á veginn. Hann segir eignarhlut félagsins í sænska fjármálafyrirtækinu Carnegie vera langtímafjárfestingu sem til greina komi að færa með hlutdeildaraðferð.Markaðurinn/GVAÍ tilfærslum síðasta árs og áherslubreytingum segir Karl Milestone hafa færst frá því að vera fjárfestingarfélag yfir í að vera fyrirtæki með rekstur á sviði fjármálaþjónustu. „Kaupin á Invik voru hins vegar svo stór að efnahagsreikningur okkar tvöfaldaðist í raun og hefur reynst töluverð vinna að samþætta starfsemina og koma í það horf sem við viljum sjá,“ segir Karl og kveður mikinn samhljóm með starfsemi Invik og Milestone. Stoðirnar þrjár sem Invik standi á séu sérhæfð bankastarfsemi, eignastýring og tryggingarekstur. „Þetta passar mjög vel við þá starfsemi sem Milestone var aðallega í hér heima, rekstri tryggingafélags og uppbyggingu sérhæfðs banka.“ Jafnframt segir hann þá stefnu hafa verið markaða að viðhafa svipaðar áherslur og þegar fjárfest var í Glitni, að gott gæti verið að tengjast einu eða fleiri fjármálafyrirtækjum á norræna markaðnum með það að markmiði að eiga samstarf og taka eftir atvikum þátt í að umbreyta slíkum félögum. „Með það að markmiði keyptum við okkur upp í tíu prósenta hlut í Carnegie, sem er mjög þekkt sænskt fjármálaþjónustufyrirtæki sem starfar á sviði eignastýringar, einkabankaþjónustu, tryggingamiðlunar, fyrirtækjaráðgjafar og við verðbréfamiðlun. Tekjurnar sem Carnegie er með af sinni starfsemi ríma mjög vel við tekjuflæði Innvik og Milestone í dag. Við lítum á fjárfestinguna í Carnegie sem langtímafjárfestingu enda höfum við tryggt okkur sautján prósenta hlut og forstjóri Invik er jafnframt stjórnarformaður Carnegie.“ Þá ákvörðun að gera Invik að eignarhaldsfélagi fyrir alla starfsemi samstæðunnar segir Karl svo aftur tekna í framhaldi af þeirri ákvörðun að fara með félagið í skráningu á sænskum markaði. „Tímasetningin hefur hins vegar ekki verið endanlega ákveðin og ræðst bæði af því hvernig gengur að byggja félagið upp og eins af aðstæðum á markaði. Við metum það í samstarfi við okkar ráðgjafa en stefnan hefur mjög ákveðið verið tekin á skráningu innan tveggja ára.“ Karl segir að ákvörðunin um skráningu í Svíþjóð hafi verið tekin á forsendum framtíðarvaxtar félagsins og stöðu þess í dag. „Fyrir liggur að meirihluti fjárfestinga samstæðunnar er erlendur og að uppbygging á starfseminni mun fyrst og fremst eiga sér stað erlendis,“ segir hann og kveður það hvort heldur sem er eiga við um erlendu fyrirtækin sem starfa í Svíþjóð og Lúxemborg, eða fjárfestingarbankann Aska Capital. „Nánast 100 prósent tekna þessara félaga eru í erlendri mynt. Sjóvá er hins vegar vissulega íslenskt fyrirtæki og starfar hér á landi þótt töluvert af fjárfestingum félagsins sé í erlendum verkefnum.“ Auk þess að horfa til framtíðarvaxtar og möguleika félagsins segir Karl smæð markaðarins hér einnig hafa spilað inn í ákvörðunina um að skrá Invik fremur í Svíþjóð. „Þarna skiptir máli dýpt markaðarins og seljanleiki bréfanna. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er tiltölulega grunnur og færri stórir þátttakendur en á sænska markaðnum.“ Ákváðu breytingarnar fyrir kreppuÍ kjölfar færslu íslenskra eigna Milestone undir Invik í Svíþjóð er að sögn Karls unnið að frekari breytingum sem tengjast fyrirhugaðri markaðsskráningu Invik. „Í dag er lyfjatengd starfsemi ekki nema tæp fjögur prósent af efnahagsreikningi samstæðunnar en þar liggja rætur félagsins vissulega þótt félagið sé mjög rækilega búið að færa sig yfir á nýtt svið. Fyrir liggur að í tengslum við umbreytingu félagsins þurfum við með einum eða öðrum hætti að finna fjárfestingum okkar í lyfjastarfseminni varanlegan stað. Í skráningarferli skiptir máli að auðvelt sé að útskýra gjöld og tekjur, rekstur og fjárfestingar. Í því markmiði höfum við því ákveðið að selja starfsemi Lyfja og heilsu út úr samstæðunni og munum við bræður ásamt fleiri fjárfestum kaupa þann rekstur.“ Karl segir þetta mikilvægt vegna þess að krafan um gagnsæi, skiljanleika og skýrar áherslur sé mjög rík. Núverandi aðstæður á fjármálamörkuðum, lausafjárkreppu, stöðu krónunnar og lækkanir á verði hlutabréfa, segir Karl ekki spila inn í ákvörðunina um að skrá félagið á markað í Svíþjóð fremur en hér á landi, enda hafi ákvörðun um að stefna að skráningu ytra verið tekin á miðju síðasta ári, áður en kom til áhrifa af undirmálslánakreppunni í Bandaríkjunum. „Auðvitað finnum við fyrir því núna eins og aðrir að órói er á markaði og erfitt með endurfjármögnun, en við höfum gert ráðstafanir til að lágmarka áhættu okkar,“ segir hann og bætir við að tímanlega hafi þurft að fara í undirbúning þeirra breytinga sem nú eru hafnar hjá félaginu, sér í lagi vegna samstarfs við fjármálaeftirlit þeirra landa þar sem fyrirtæki Milestone starfa. „Við gerðum í fyrra um þetta verkefni verkáætlun til tveggja og hálfs árs og höldum henni mjög vel.“ Þá segir Karl gaman frá því að greina að stjórnendateymi Milestone hafi verið óbreytt í nokkur ár, en það skipti gríðarmiklu þegar farið sé með fyrirtæki í jafnörar breytingar. „Að sama skapi hefur okkur auðnast að halda öllu stjórnendateyminu í Invik og erum við þar með mjög öflugan hóp framkvæmdastjóra. Að sama skapi nýtur forstjóri Invik mikils trausts á sænskum markaði.“ Til marks um það bendir Karl á að forstjóri Invik hafi verið kosinn stjórnarformaður Carnegie fljótlega eftir að Invik eignaðist tíu prósenta hlut í Carnegie. „Stjórnarformaður í sænsku hlutafélagi er eftir atvikum valdameiri en maður í sömu stöðu hér og fyrir okkur var þetta því mjög jákvætt skref.“ Karl segir Carnegie þó ekki koma í stað Glitnis í framtíðaráætlunum félagsins, enda ekki félag sem láni út á sterkan efnahag líkt og Glitnir geri. „Við höfum enda ákveðið að starfa áfram með Glitni og það hefur aldrei borið neinn skugga á það samstarf. Þar höldum við líka sjö prósenta eignarhlut í samstarfi við viðskiptafélaga okkar, Einar Sveinsson og fjölskyldu, og höfum lýst því yfir að við munum ekki selja þennan hlut á þessu ári. Við höfum átt mjög gott samstarf við Glitni og erum mjög ánægð með þjónustu bankans og þekkjum styrk hans vel.“ Úttekt Tengdar fréttir Evrópusambandið er ekki svarið Fyrir liggur til hvaða ráða þarf að grípa til að ná hér tökum á verðbólgu og slá á eftirspurnarþenslu. Karl Wernersson leggur til afnám verðtryggingar og fljótandi vexti á íbúðalán, um leið og slegnir yrðu af verndartollar. 2. apríl 2008 00:01 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Við spilum sókn en ekki vörn,“ segir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, glaðbeittur þegar hann er spurður að því hvort félagið sé á flótta með fyrirtæki sín úr landi. Þegar ársuppgjör Milestone var kynnt í byrjun mars var upplýst að frá og með þessu ári yrðu öll fyrirtæki Milestone dótturfélög sænsku fjármálasamstæðunnar Invik, þar á meðal Sjóvá, Askar Capital og Avant, en Invik yrði eftir sem áður dótturfélag Milestone. Karl segir búið að marka stefnu til framtíðar þar sem unnið sé að straumlínulögun fyrirtækjastarfsemi Milestone og sókn inn á norrænan fjármálamarkað. Tekin hefur verið ákvörðun um að skrá Invik í framhaldinu í sænsku Nasdaq OMX-kauphöllina. Karl segir þær breytingar sem félagið gangi nú í gegnum og séu í vændum eiga sér nokkurn aðdraganda. „Segja má að sagan hefjist árið 2004 þegar við ákveðum að taka þátt í uppbyggingu fjármálamarkaðar hér á landi og tökum að kaupa hlutabréf í Íslandsbanka, sem síðar varð Glitnir. Þessi kaup voru gerð með því markmiði að við gætum haft áhrif á stefnu og framtíð bankans. Í framhaldinu markaði ný stjórn bankans með fulltrúum Milestone þá stefnu að fara í útrás.“ Útrás bankans var beint til Norðurlanda og segir Karl markmiðið hafa verið að byggja upp fjármálaþjónustu á Norðurlöndum. „Eftir þessu skipulagi var mjög markvisst unnið, allt þar til við og félagar okkar seljum stærstan hlut okkar í bankanum á síðasta ári.“ Hann segir Milestone í raun hafa litið á Glitni sem nokkurs konar stökkpall yfir í norrænan fjármálamarkað, en eftir að fyrirtækið hafi selt megnið af hlut sínum í bankanum, hafi hlutverk Milestone breyst. „Við höfðum gert nokkrar góðar fjárfestingar og uppbygging gengið vel og við töldum mjög rökrétt framhald að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hafði verið og var fólgin í því að byggja upp norrænt félag í fjármálaþjónustu. Við tilkynnum enda kaupin á Invik um þremur vikum eftir að við seljum stærstan hlut okkar í Glitni.“ Smæð markaðar hér skiptir máliGlaðbeittur við merkið Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, horfir björtum augum fram á veginn. Hann segir eignarhlut félagsins í sænska fjármálafyrirtækinu Carnegie vera langtímafjárfestingu sem til greina komi að færa með hlutdeildaraðferð.Markaðurinn/GVAÍ tilfærslum síðasta árs og áherslubreytingum segir Karl Milestone hafa færst frá því að vera fjárfestingarfélag yfir í að vera fyrirtæki með rekstur á sviði fjármálaþjónustu. „Kaupin á Invik voru hins vegar svo stór að efnahagsreikningur okkar tvöfaldaðist í raun og hefur reynst töluverð vinna að samþætta starfsemina og koma í það horf sem við viljum sjá,“ segir Karl og kveður mikinn samhljóm með starfsemi Invik og Milestone. Stoðirnar þrjár sem Invik standi á séu sérhæfð bankastarfsemi, eignastýring og tryggingarekstur. „Þetta passar mjög vel við þá starfsemi sem Milestone var aðallega í hér heima, rekstri tryggingafélags og uppbyggingu sérhæfðs banka.“ Jafnframt segir hann þá stefnu hafa verið markaða að viðhafa svipaðar áherslur og þegar fjárfest var í Glitni, að gott gæti verið að tengjast einu eða fleiri fjármálafyrirtækjum á norræna markaðnum með það að markmiði að eiga samstarf og taka eftir atvikum þátt í að umbreyta slíkum félögum. „Með það að markmiði keyptum við okkur upp í tíu prósenta hlut í Carnegie, sem er mjög þekkt sænskt fjármálaþjónustufyrirtæki sem starfar á sviði eignastýringar, einkabankaþjónustu, tryggingamiðlunar, fyrirtækjaráðgjafar og við verðbréfamiðlun. Tekjurnar sem Carnegie er með af sinni starfsemi ríma mjög vel við tekjuflæði Innvik og Milestone í dag. Við lítum á fjárfestinguna í Carnegie sem langtímafjárfestingu enda höfum við tryggt okkur sautján prósenta hlut og forstjóri Invik er jafnframt stjórnarformaður Carnegie.“ Þá ákvörðun að gera Invik að eignarhaldsfélagi fyrir alla starfsemi samstæðunnar segir Karl svo aftur tekna í framhaldi af þeirri ákvörðun að fara með félagið í skráningu á sænskum markaði. „Tímasetningin hefur hins vegar ekki verið endanlega ákveðin og ræðst bæði af því hvernig gengur að byggja félagið upp og eins af aðstæðum á markaði. Við metum það í samstarfi við okkar ráðgjafa en stefnan hefur mjög ákveðið verið tekin á skráningu innan tveggja ára.“ Karl segir að ákvörðunin um skráningu í Svíþjóð hafi verið tekin á forsendum framtíðarvaxtar félagsins og stöðu þess í dag. „Fyrir liggur að meirihluti fjárfestinga samstæðunnar er erlendur og að uppbygging á starfseminni mun fyrst og fremst eiga sér stað erlendis,“ segir hann og kveður það hvort heldur sem er eiga við um erlendu fyrirtækin sem starfa í Svíþjóð og Lúxemborg, eða fjárfestingarbankann Aska Capital. „Nánast 100 prósent tekna þessara félaga eru í erlendri mynt. Sjóvá er hins vegar vissulega íslenskt fyrirtæki og starfar hér á landi þótt töluvert af fjárfestingum félagsins sé í erlendum verkefnum.“ Auk þess að horfa til framtíðarvaxtar og möguleika félagsins segir Karl smæð markaðarins hér einnig hafa spilað inn í ákvörðunina um að skrá Invik fremur í Svíþjóð. „Þarna skiptir máli dýpt markaðarins og seljanleiki bréfanna. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er tiltölulega grunnur og færri stórir þátttakendur en á sænska markaðnum.“ Ákváðu breytingarnar fyrir kreppuÍ kjölfar færslu íslenskra eigna Milestone undir Invik í Svíþjóð er að sögn Karls unnið að frekari breytingum sem tengjast fyrirhugaðri markaðsskráningu Invik. „Í dag er lyfjatengd starfsemi ekki nema tæp fjögur prósent af efnahagsreikningi samstæðunnar en þar liggja rætur félagsins vissulega þótt félagið sé mjög rækilega búið að færa sig yfir á nýtt svið. Fyrir liggur að í tengslum við umbreytingu félagsins þurfum við með einum eða öðrum hætti að finna fjárfestingum okkar í lyfjastarfseminni varanlegan stað. Í skráningarferli skiptir máli að auðvelt sé að útskýra gjöld og tekjur, rekstur og fjárfestingar. Í því markmiði höfum við því ákveðið að selja starfsemi Lyfja og heilsu út úr samstæðunni og munum við bræður ásamt fleiri fjárfestum kaupa þann rekstur.“ Karl segir þetta mikilvægt vegna þess að krafan um gagnsæi, skiljanleika og skýrar áherslur sé mjög rík. Núverandi aðstæður á fjármálamörkuðum, lausafjárkreppu, stöðu krónunnar og lækkanir á verði hlutabréfa, segir Karl ekki spila inn í ákvörðunina um að skrá félagið á markað í Svíþjóð fremur en hér á landi, enda hafi ákvörðun um að stefna að skráningu ytra verið tekin á miðju síðasta ári, áður en kom til áhrifa af undirmálslánakreppunni í Bandaríkjunum. „Auðvitað finnum við fyrir því núna eins og aðrir að órói er á markaði og erfitt með endurfjármögnun, en við höfum gert ráðstafanir til að lágmarka áhættu okkar,“ segir hann og bætir við að tímanlega hafi þurft að fara í undirbúning þeirra breytinga sem nú eru hafnar hjá félaginu, sér í lagi vegna samstarfs við fjármálaeftirlit þeirra landa þar sem fyrirtæki Milestone starfa. „Við gerðum í fyrra um þetta verkefni verkáætlun til tveggja og hálfs árs og höldum henni mjög vel.“ Þá segir Karl gaman frá því að greina að stjórnendateymi Milestone hafi verið óbreytt í nokkur ár, en það skipti gríðarmiklu þegar farið sé með fyrirtæki í jafnörar breytingar. „Að sama skapi hefur okkur auðnast að halda öllu stjórnendateyminu í Invik og erum við þar með mjög öflugan hóp framkvæmdastjóra. Að sama skapi nýtur forstjóri Invik mikils trausts á sænskum markaði.“ Til marks um það bendir Karl á að forstjóri Invik hafi verið kosinn stjórnarformaður Carnegie fljótlega eftir að Invik eignaðist tíu prósenta hlut í Carnegie. „Stjórnarformaður í sænsku hlutafélagi er eftir atvikum valdameiri en maður í sömu stöðu hér og fyrir okkur var þetta því mjög jákvætt skref.“ Karl segir Carnegie þó ekki koma í stað Glitnis í framtíðaráætlunum félagsins, enda ekki félag sem láni út á sterkan efnahag líkt og Glitnir geri. „Við höfum enda ákveðið að starfa áfram með Glitni og það hefur aldrei borið neinn skugga á það samstarf. Þar höldum við líka sjö prósenta eignarhlut í samstarfi við viðskiptafélaga okkar, Einar Sveinsson og fjölskyldu, og höfum lýst því yfir að við munum ekki selja þennan hlut á þessu ári. Við höfum átt mjög gott samstarf við Glitni og erum mjög ánægð með þjónustu bankans og þekkjum styrk hans vel.“
Úttekt Tengdar fréttir Evrópusambandið er ekki svarið Fyrir liggur til hvaða ráða þarf að grípa til að ná hér tökum á verðbólgu og slá á eftirspurnarþenslu. Karl Wernersson leggur til afnám verðtryggingar og fljótandi vexti á íbúðalán, um leið og slegnir yrðu af verndartollar. 2. apríl 2008 00:01 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Evrópusambandið er ekki svarið Fyrir liggur til hvaða ráða þarf að grípa til að ná hér tökum á verðbólgu og slá á eftirspurnarþenslu. Karl Wernersson leggur til afnám verðtryggingar og fljótandi vexti á íbúðalán, um leið og slegnir yrðu af verndartollar. 2. apríl 2008 00:01