Velkomin til Íslands Kristinn H. Gunnarsson skrifar 11. september 2008 05:45 Seint að kvöldi mánudags komu 29 palestínskir flóttamenn til landsins eftir langt og strangt ferðalag. Þeir hafa hafst við í flóttamannabúðum í Írak við mjög erfiðar aðstæður og koma til með að setjast að á Akranesi. Ég vil bjóða þá velkomna til landsins, fagna því að fá þá til liðs við okkur sem búum hér fyrir og er þess fullviss að Skagamenn muni í samvinnu við stjórnvöld og félagasamtök leysa verkefni sitt af hendi með miklum sóma. Stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að hópur flóttamanna, um þrjátíu manns, hefur komið hingað ár hvert. Hóparnir hafa verið ólíkir innbyrðis, bæði að þjóðerni og trúarbrögðum. Tíu sveitarfélög um land allt hafa tekið á móti hópi og segja má að víðtæk reynsla hafi fengist og að hún er á þann eina veg að vel hafi til tekist. Flóttamennirnir hafa náð góðum tökum á lífi sínu og högum, þeir hafa aðlagast íslensku þjóðfélagi vel og reynst nýtir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Ríkið hefur staðið straum af kostnaði og framkvæmdaaðilar hafa lýst því að fjármagn hafi verið nægilegt. Það er því hvorki ástæða né nein rök fyrir því að draga í efa að nægilegt fjármagn muni fást að þessu sinni til verkefnisins eða að öðru leyti muni takast vel til. Reynslan talar sýnu máli og er ólygnust. Áður hafa komið hingað flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum og áður hafa komið hingað múslimar og allt hefur gengið vel engu að síður. Vissulega er ótti við hið óþekkta og framandi fyrir hendi. Það er eðlilegt og engin ástæða til þess að úthrópa það viðhorf. En hið óþekkta er einstaklingsbundið ástand og fyrir eru margir sem búa yfir þekkingu og reynslu og geta miðlað henni. Hvort sem óttinn snýr að ólíkri menningu, siðum eða trúarbrögðum þá er úrræðið alltaf það sama, að fræða og upplýsa. Stjórnmálamenn hafa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Þeir hafa þær skyldur umfram marga aðra að fræða og vinna bug á bábiljum og fákunnáttu. Þegar allt kemur til alls eru flóttamenn einstaklingar eins og við og eru móttækilegir fyrir áhrifum frá umhverfinu. Reynslan staðfestir að þeir hafa undantekningalaust mótast af íslensku umhverfi og aðlagast því. Auðvitað hafa þeir líka áhrif á sitt umhverfi eins og gengur því mannleg samskipti eru gagnvirk eins og það heitir á tölvumáli. Það versta sem hægt er að gera er að nálgast málin á neikvæðan hátt með því að efast um þetta og hitt og vekja þannig upp ótta í garð þeirra sem hingað koma frá ólíkum menningarheimum. Slíkt reisir múr óttans gagnvart útlendingunum sem þarf svo að leggja mikla vinnu í að fella til jarðar svo vel til takist með móttöku þeirra og aðlögun. Jákvæð nálgun er betri og líklegri til þess að tryggja góðan árangur og hún er líka líklegri til þess að vinna bug á slæmum ranghugmyndum sem kynnu ef til vill að vera á kreiki. Ég er á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að gera meira í málefnum flóttamanna en verið hefur, sérstaklega eftir að landinu hefur nánast verið lokað fyrir fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins með nýlegri lagasetningu. Í fyrsta lagi tek ég undir þau sjónarmið að við eigum að veita meiri aðstoð til flóttamanna erlendis í nauðum sínum þar. En í öðru lagi eigum við að taka á móti fleiri flóttamönnum á hverju ári en þeim þrjátíu sem verið hefur. Þar getum við gert meira og eigum að gera það. Hitt er líka rétt að takmörk eru á því hvað hægt er að gera í þessum efnum, en ég tel að stefna ætti að því að tvöfalda fjöldann upp í sextíu flóttamenn árlega. Loks þurfa Íslendingar að endurskoða stefnu sína varðandi pólitíska flóttamenn og axla sína ábyrgð rétt eins og margar aðrar ríkar þjóðir. Mál Paul Ramses er okkur ágæt áminning um þörfina á stefnubreytingunni. - Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Seint að kvöldi mánudags komu 29 palestínskir flóttamenn til landsins eftir langt og strangt ferðalag. Þeir hafa hafst við í flóttamannabúðum í Írak við mjög erfiðar aðstæður og koma til með að setjast að á Akranesi. Ég vil bjóða þá velkomna til landsins, fagna því að fá þá til liðs við okkur sem búum hér fyrir og er þess fullviss að Skagamenn muni í samvinnu við stjórnvöld og félagasamtök leysa verkefni sitt af hendi með miklum sóma. Stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að hópur flóttamanna, um þrjátíu manns, hefur komið hingað ár hvert. Hóparnir hafa verið ólíkir innbyrðis, bæði að þjóðerni og trúarbrögðum. Tíu sveitarfélög um land allt hafa tekið á móti hópi og segja má að víðtæk reynsla hafi fengist og að hún er á þann eina veg að vel hafi til tekist. Flóttamennirnir hafa náð góðum tökum á lífi sínu og högum, þeir hafa aðlagast íslensku þjóðfélagi vel og reynst nýtir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Ríkið hefur staðið straum af kostnaði og framkvæmdaaðilar hafa lýst því að fjármagn hafi verið nægilegt. Það er því hvorki ástæða né nein rök fyrir því að draga í efa að nægilegt fjármagn muni fást að þessu sinni til verkefnisins eða að öðru leyti muni takast vel til. Reynslan talar sýnu máli og er ólygnust. Áður hafa komið hingað flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum og áður hafa komið hingað múslimar og allt hefur gengið vel engu að síður. Vissulega er ótti við hið óþekkta og framandi fyrir hendi. Það er eðlilegt og engin ástæða til þess að úthrópa það viðhorf. En hið óþekkta er einstaklingsbundið ástand og fyrir eru margir sem búa yfir þekkingu og reynslu og geta miðlað henni. Hvort sem óttinn snýr að ólíkri menningu, siðum eða trúarbrögðum þá er úrræðið alltaf það sama, að fræða og upplýsa. Stjórnmálamenn hafa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Þeir hafa þær skyldur umfram marga aðra að fræða og vinna bug á bábiljum og fákunnáttu. Þegar allt kemur til alls eru flóttamenn einstaklingar eins og við og eru móttækilegir fyrir áhrifum frá umhverfinu. Reynslan staðfestir að þeir hafa undantekningalaust mótast af íslensku umhverfi og aðlagast því. Auðvitað hafa þeir líka áhrif á sitt umhverfi eins og gengur því mannleg samskipti eru gagnvirk eins og það heitir á tölvumáli. Það versta sem hægt er að gera er að nálgast málin á neikvæðan hátt með því að efast um þetta og hitt og vekja þannig upp ótta í garð þeirra sem hingað koma frá ólíkum menningarheimum. Slíkt reisir múr óttans gagnvart útlendingunum sem þarf svo að leggja mikla vinnu í að fella til jarðar svo vel til takist með móttöku þeirra og aðlögun. Jákvæð nálgun er betri og líklegri til þess að tryggja góðan árangur og hún er líka líklegri til þess að vinna bug á slæmum ranghugmyndum sem kynnu ef til vill að vera á kreiki. Ég er á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að gera meira í málefnum flóttamanna en verið hefur, sérstaklega eftir að landinu hefur nánast verið lokað fyrir fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins með nýlegri lagasetningu. Í fyrsta lagi tek ég undir þau sjónarmið að við eigum að veita meiri aðstoð til flóttamanna erlendis í nauðum sínum þar. En í öðru lagi eigum við að taka á móti fleiri flóttamönnum á hverju ári en þeim þrjátíu sem verið hefur. Þar getum við gert meira og eigum að gera það. Hitt er líka rétt að takmörk eru á því hvað hægt er að gera í þessum efnum, en ég tel að stefna ætti að því að tvöfalda fjöldann upp í sextíu flóttamenn árlega. Loks þurfa Íslendingar að endurskoða stefnu sína varðandi pólitíska flóttamenn og axla sína ábyrgð rétt eins og margar aðrar ríkar þjóðir. Mál Paul Ramses er okkur ágæt áminning um þörfina á stefnubreytingunni. - Höfundur er alþingismaður.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun