Velkomin til Íslands Kristinn H. Gunnarsson skrifar 11. september 2008 05:45 Seint að kvöldi mánudags komu 29 palestínskir flóttamenn til landsins eftir langt og strangt ferðalag. Þeir hafa hafst við í flóttamannabúðum í Írak við mjög erfiðar aðstæður og koma til með að setjast að á Akranesi. Ég vil bjóða þá velkomna til landsins, fagna því að fá þá til liðs við okkur sem búum hér fyrir og er þess fullviss að Skagamenn muni í samvinnu við stjórnvöld og félagasamtök leysa verkefni sitt af hendi með miklum sóma. Stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að hópur flóttamanna, um þrjátíu manns, hefur komið hingað ár hvert. Hóparnir hafa verið ólíkir innbyrðis, bæði að þjóðerni og trúarbrögðum. Tíu sveitarfélög um land allt hafa tekið á móti hópi og segja má að víðtæk reynsla hafi fengist og að hún er á þann eina veg að vel hafi til tekist. Flóttamennirnir hafa náð góðum tökum á lífi sínu og högum, þeir hafa aðlagast íslensku þjóðfélagi vel og reynst nýtir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Ríkið hefur staðið straum af kostnaði og framkvæmdaaðilar hafa lýst því að fjármagn hafi verið nægilegt. Það er því hvorki ástæða né nein rök fyrir því að draga í efa að nægilegt fjármagn muni fást að þessu sinni til verkefnisins eða að öðru leyti muni takast vel til. Reynslan talar sýnu máli og er ólygnust. Áður hafa komið hingað flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum og áður hafa komið hingað múslimar og allt hefur gengið vel engu að síður. Vissulega er ótti við hið óþekkta og framandi fyrir hendi. Það er eðlilegt og engin ástæða til þess að úthrópa það viðhorf. En hið óþekkta er einstaklingsbundið ástand og fyrir eru margir sem búa yfir þekkingu og reynslu og geta miðlað henni. Hvort sem óttinn snýr að ólíkri menningu, siðum eða trúarbrögðum þá er úrræðið alltaf það sama, að fræða og upplýsa. Stjórnmálamenn hafa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Þeir hafa þær skyldur umfram marga aðra að fræða og vinna bug á bábiljum og fákunnáttu. Þegar allt kemur til alls eru flóttamenn einstaklingar eins og við og eru móttækilegir fyrir áhrifum frá umhverfinu. Reynslan staðfestir að þeir hafa undantekningalaust mótast af íslensku umhverfi og aðlagast því. Auðvitað hafa þeir líka áhrif á sitt umhverfi eins og gengur því mannleg samskipti eru gagnvirk eins og það heitir á tölvumáli. Það versta sem hægt er að gera er að nálgast málin á neikvæðan hátt með því að efast um þetta og hitt og vekja þannig upp ótta í garð þeirra sem hingað koma frá ólíkum menningarheimum. Slíkt reisir múr óttans gagnvart útlendingunum sem þarf svo að leggja mikla vinnu í að fella til jarðar svo vel til takist með móttöku þeirra og aðlögun. Jákvæð nálgun er betri og líklegri til þess að tryggja góðan árangur og hún er líka líklegri til þess að vinna bug á slæmum ranghugmyndum sem kynnu ef til vill að vera á kreiki. Ég er á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að gera meira í málefnum flóttamanna en verið hefur, sérstaklega eftir að landinu hefur nánast verið lokað fyrir fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins með nýlegri lagasetningu. Í fyrsta lagi tek ég undir þau sjónarmið að við eigum að veita meiri aðstoð til flóttamanna erlendis í nauðum sínum þar. En í öðru lagi eigum við að taka á móti fleiri flóttamönnum á hverju ári en þeim þrjátíu sem verið hefur. Þar getum við gert meira og eigum að gera það. Hitt er líka rétt að takmörk eru á því hvað hægt er að gera í þessum efnum, en ég tel að stefna ætti að því að tvöfalda fjöldann upp í sextíu flóttamenn árlega. Loks þurfa Íslendingar að endurskoða stefnu sína varðandi pólitíska flóttamenn og axla sína ábyrgð rétt eins og margar aðrar ríkar þjóðir. Mál Paul Ramses er okkur ágæt áminning um þörfina á stefnubreytingunni. - Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Seint að kvöldi mánudags komu 29 palestínskir flóttamenn til landsins eftir langt og strangt ferðalag. Þeir hafa hafst við í flóttamannabúðum í Írak við mjög erfiðar aðstæður og koma til með að setjast að á Akranesi. Ég vil bjóða þá velkomna til landsins, fagna því að fá þá til liðs við okkur sem búum hér fyrir og er þess fullviss að Skagamenn muni í samvinnu við stjórnvöld og félagasamtök leysa verkefni sitt af hendi með miklum sóma. Stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að hópur flóttamanna, um þrjátíu manns, hefur komið hingað ár hvert. Hóparnir hafa verið ólíkir innbyrðis, bæði að þjóðerni og trúarbrögðum. Tíu sveitarfélög um land allt hafa tekið á móti hópi og segja má að víðtæk reynsla hafi fengist og að hún er á þann eina veg að vel hafi til tekist. Flóttamennirnir hafa náð góðum tökum á lífi sínu og högum, þeir hafa aðlagast íslensku þjóðfélagi vel og reynst nýtir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Ríkið hefur staðið straum af kostnaði og framkvæmdaaðilar hafa lýst því að fjármagn hafi verið nægilegt. Það er því hvorki ástæða né nein rök fyrir því að draga í efa að nægilegt fjármagn muni fást að þessu sinni til verkefnisins eða að öðru leyti muni takast vel til. Reynslan talar sýnu máli og er ólygnust. Áður hafa komið hingað flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum og áður hafa komið hingað múslimar og allt hefur gengið vel engu að síður. Vissulega er ótti við hið óþekkta og framandi fyrir hendi. Það er eðlilegt og engin ástæða til þess að úthrópa það viðhorf. En hið óþekkta er einstaklingsbundið ástand og fyrir eru margir sem búa yfir þekkingu og reynslu og geta miðlað henni. Hvort sem óttinn snýr að ólíkri menningu, siðum eða trúarbrögðum þá er úrræðið alltaf það sama, að fræða og upplýsa. Stjórnmálamenn hafa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Þeir hafa þær skyldur umfram marga aðra að fræða og vinna bug á bábiljum og fákunnáttu. Þegar allt kemur til alls eru flóttamenn einstaklingar eins og við og eru móttækilegir fyrir áhrifum frá umhverfinu. Reynslan staðfestir að þeir hafa undantekningalaust mótast af íslensku umhverfi og aðlagast því. Auðvitað hafa þeir líka áhrif á sitt umhverfi eins og gengur því mannleg samskipti eru gagnvirk eins og það heitir á tölvumáli. Það versta sem hægt er að gera er að nálgast málin á neikvæðan hátt með því að efast um þetta og hitt og vekja þannig upp ótta í garð þeirra sem hingað koma frá ólíkum menningarheimum. Slíkt reisir múr óttans gagnvart útlendingunum sem þarf svo að leggja mikla vinnu í að fella til jarðar svo vel til takist með móttöku þeirra og aðlögun. Jákvæð nálgun er betri og líklegri til þess að tryggja góðan árangur og hún er líka líklegri til þess að vinna bug á slæmum ranghugmyndum sem kynnu ef til vill að vera á kreiki. Ég er á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að gera meira í málefnum flóttamanna en verið hefur, sérstaklega eftir að landinu hefur nánast verið lokað fyrir fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins með nýlegri lagasetningu. Í fyrsta lagi tek ég undir þau sjónarmið að við eigum að veita meiri aðstoð til flóttamanna erlendis í nauðum sínum þar. En í öðru lagi eigum við að taka á móti fleiri flóttamönnum á hverju ári en þeim þrjátíu sem verið hefur. Þar getum við gert meira og eigum að gera það. Hitt er líka rétt að takmörk eru á því hvað hægt er að gera í þessum efnum, en ég tel að stefna ætti að því að tvöfalda fjöldann upp í sextíu flóttamenn árlega. Loks þurfa Íslendingar að endurskoða stefnu sína varðandi pólitíska flóttamenn og axla sína ábyrgð rétt eins og margar aðrar ríkar þjóðir. Mál Paul Ramses er okkur ágæt áminning um þörfina á stefnubreytingunni. - Höfundur er alþingismaður.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun