Körfubolti

Isiah Thomas rekinn úr þjálfarastól Knicks

Isiah Thomas hefur ekki átt góðu gengi að fagna í New York
Isiah Thomas hefur ekki átt góðu gengi að fagna í New York NordcPhotos/GettyImages

Isiah Thomas var í kvöld sagt upp störfum sem þjálfari New York Knicks í NBA deildinni. Loksins segja sumir. Thomas er þó ekki hættur störfum hjá félaginu.

Thomas hefur ekki gert góða hluti síðan hann tók við Knicks fyrir tveimur árum og hefur félagið í raun verið ein rjúkandi rúst. Thomas vann 56 leiki og tapaði 108 í þjálfarastólnum.

Thomas skrifaði fyrir skömmu undir framlengingu á samningi sínum við félagið og á enn inni rúmar 1300 milljónir króna hjá félaginu. Hann verður færður á skrifstofuna og heldur áfram störfum hjá Knicks, en enn hefur ekki verið gefið upp hver starfstitillinn verður.

New York lauk keppni með 23 sigra og 59 töp í deildarkeppninni í vetur, en það er jöfnun á félagsmeti yfir lélegasta árangurinn í sögunni.

Thomas er þriðji þjálfarinn sem látinn er taka pokann sinn á tveimur dögum í NBA deildinni, en skömmu áður höfðu Milwaukee og Chicago rekið þjálfara sína.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×