Ísland með í friðarviðræðum Guðjón Helgason skrifar 22. apríl 2008 18:30 Ísland gæti orðið viðræðuvettvangur deilenda fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er niðurstaða fundar utanríkisráðherra með Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna í dag. Íslendingar hafa skipað sérstakan sendifulltrúa gagnvart Palestínumönnum. Abbas kom til Íslands í gærkvöldi. Í morgun fór hann til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum. Á blaðamannfundi ræddi Abbas aðkomu smáríkja að friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs og fundi Jimmy Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, með leiðtogum Hamas. „Carter hefur, líkt og allir aðrir sem hafa fundað með leiðtogum Hamas, gefið þeim rétt ráð. Hann báð þá um að samþykkja tveggja ríkja lausnina og samkomulagið sem PLO og ríkisstjórn Ísraels hefðu undirritað," sagði Abbas. „Því miður hlustuðu þeir ekki á þessi ráð eins og ég hefði vonað. Þess vegna var niðurstaða heimsóknar Carters, fyrrverandi forseta, ekki sú sem við áttum von á." Síðdegis átti Abbas fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Þórður Ægir Óskarsson var þá kynntur sem sérlegur sendifulltrúi Íslands gagnvart Palestínu, ígildi sendiherra. „Þetta er fremur mikilvæg ákvörðun og við metum hana mikils einfaldlega vegna þess að hún endurspeglar ekki einunings þrá Íslendinga eftir friði mili Palestínumanna og Ísraela heldur áhuga alþjóðasamfélagsins á að ná friðarsamkomulagi." Á fundinum í Ráðherrabústaðnum var einnig ræddur möguleikinn á að ísraelskir og palestínskir þingmenn gætu notað Ísland sem fundarstað í friðarviðræðum í framtíðinni. „Það var ákveðið á þessum fundi með Abbas forseta að við myndum beita okkur fyrir þessu," sagði utanríkisráðherra. „Og nú er bara að fara að vinna í því." Þórður Ægir segist nú byrja að undirbúa slíka fundi sem verði spennandi verkefni. Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Ísland gæti orðið viðræðuvettvangur deilenda fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er niðurstaða fundar utanríkisráðherra með Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna í dag. Íslendingar hafa skipað sérstakan sendifulltrúa gagnvart Palestínumönnum. Abbas kom til Íslands í gærkvöldi. Í morgun fór hann til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum. Á blaðamannfundi ræddi Abbas aðkomu smáríkja að friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs og fundi Jimmy Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, með leiðtogum Hamas. „Carter hefur, líkt og allir aðrir sem hafa fundað með leiðtogum Hamas, gefið þeim rétt ráð. Hann báð þá um að samþykkja tveggja ríkja lausnina og samkomulagið sem PLO og ríkisstjórn Ísraels hefðu undirritað," sagði Abbas. „Því miður hlustuðu þeir ekki á þessi ráð eins og ég hefði vonað. Þess vegna var niðurstaða heimsóknar Carters, fyrrverandi forseta, ekki sú sem við áttum von á." Síðdegis átti Abbas fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Þórður Ægir Óskarsson var þá kynntur sem sérlegur sendifulltrúi Íslands gagnvart Palestínu, ígildi sendiherra. „Þetta er fremur mikilvæg ákvörðun og við metum hana mikils einfaldlega vegna þess að hún endurspeglar ekki einunings þrá Íslendinga eftir friði mili Palestínumanna og Ísraela heldur áhuga alþjóðasamfélagsins á að ná friðarsamkomulagi." Á fundinum í Ráðherrabústaðnum var einnig ræddur möguleikinn á að ísraelskir og palestínskir þingmenn gætu notað Ísland sem fundarstað í friðarviðræðum í framtíðinni. „Það var ákveðið á þessum fundi með Abbas forseta að við myndum beita okkur fyrir þessu," sagði utanríkisráðherra. „Og nú er bara að fara að vinna í því." Þórður Ægir segist nú byrja að undirbúa slíka fundi sem verði spennandi verkefni.
Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira