Hringdu sjálfir í löggurnar sem handtóku þá Óli Tynes skrifar 31. maí 2008 17:52 Tveir menn sem lögreglan í Grindavík hafði afskipti af í gær, eru ekki sáttir við frásögn af atburðinum sem birtist á Vísi. Sú frásögn var höfð eftir lögreglunni. Sagt var að mennirnir hefðu verið með ölvunarlæti og annar þeirra hefði ýtt við lögregluþjóni. Hann hefði verið handtekinn og hefði þá vinur hans skorist í leikinn. Hann hefði einnig verið handtekinn og lögreglan beitt piparúða til þess að hafa þá undir. Þetta segja þeir félagar að sé fjarri lagi. Þeir séu sjómenn og hafi verið að skemmta sér fyrir sjómannadaginn á Kaffi Grindavík. Þeir hafi vissulega verið við skál, en aðeins glaðir og sáttir við heiminn. Það hafi hinsvegar ekki allir verið og einn gestanna slegið annan þeirra. Þeim manni hafi verið vísað á dyr, en hann staðið fyrir utan og beðið. Þóttust vinirnir vissir um að hann ætlaði að halda slagsmálunum áfram þegar þeir kæmu út, og hringdu því sjálfir í lögregluna. Hún kom eftir dágóða stund og talað við manninn sem var utan dyra og leitað á honum. Svo leyfðu þeir honum að fara. Þeir félagar segja að vinur þess sem var sleginn hafi þá tekið í hönd lögreglumanns og spurt hvort þeir ætluðu ekki að handtaka þann sem barði. Þá hafi honum umsvifalaust verið skellt í götuna og hann handjárnaður. Sá sem var sleginn mótmælti handtökunni. Hann viðurkennir að sér hafi legið hátt rómur, en ekki þó verið með nein öskur eða ólæti. Hann segir að hann hafi elt lögreluþjónana að bíl þeirra, þrátt fyrir að þeir skipuðu honum að hætta því og láta kyrrt liggja. Þá hafi lögregluþjónn snúið sér við og sprautað piparúða í andlit mótmælandans. Hann var svo einnig handjárnaður. Ekki voru þeir þó sviptir frelsinu lengi. Þeim var báðum sleppt án skýrslutöku og lögreglan skutlaði þeim sem fékk piparúðann framan í sig heim til pabba og mömmu. Þar loks gat hann skolað úðann úr augunum. Þeir félagar segja fjölda vitna að atburðinum. Þeir hafa ekki hugsað sér að kæra lögregluna, en vildu að þeirra hlið á málinu kæmi fram Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Tveir menn sem lögreglan í Grindavík hafði afskipti af í gær, eru ekki sáttir við frásögn af atburðinum sem birtist á Vísi. Sú frásögn var höfð eftir lögreglunni. Sagt var að mennirnir hefðu verið með ölvunarlæti og annar þeirra hefði ýtt við lögregluþjóni. Hann hefði verið handtekinn og hefði þá vinur hans skorist í leikinn. Hann hefði einnig verið handtekinn og lögreglan beitt piparúða til þess að hafa þá undir. Þetta segja þeir félagar að sé fjarri lagi. Þeir séu sjómenn og hafi verið að skemmta sér fyrir sjómannadaginn á Kaffi Grindavík. Þeir hafi vissulega verið við skál, en aðeins glaðir og sáttir við heiminn. Það hafi hinsvegar ekki allir verið og einn gestanna slegið annan þeirra. Þeim manni hafi verið vísað á dyr, en hann staðið fyrir utan og beðið. Þóttust vinirnir vissir um að hann ætlaði að halda slagsmálunum áfram þegar þeir kæmu út, og hringdu því sjálfir í lögregluna. Hún kom eftir dágóða stund og talað við manninn sem var utan dyra og leitað á honum. Svo leyfðu þeir honum að fara. Þeir félagar segja að vinur þess sem var sleginn hafi þá tekið í hönd lögreglumanns og spurt hvort þeir ætluðu ekki að handtaka þann sem barði. Þá hafi honum umsvifalaust verið skellt í götuna og hann handjárnaður. Sá sem var sleginn mótmælti handtökunni. Hann viðurkennir að sér hafi legið hátt rómur, en ekki þó verið með nein öskur eða ólæti. Hann segir að hann hafi elt lögreluþjónana að bíl þeirra, þrátt fyrir að þeir skipuðu honum að hætta því og láta kyrrt liggja. Þá hafi lögregluþjónn snúið sér við og sprautað piparúða í andlit mótmælandans. Hann var svo einnig handjárnaður. Ekki voru þeir þó sviptir frelsinu lengi. Þeim var báðum sleppt án skýrslutöku og lögreglan skutlaði þeim sem fékk piparúðann framan í sig heim til pabba og mömmu. Þar loks gat hann skolað úðann úr augunum. Þeir félagar segja fjölda vitna að atburðinum. Þeir hafa ekki hugsað sér að kæra lögregluna, en vildu að þeirra hlið á málinu kæmi fram
Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira