Svarar gagnrýni Ítala 2. október 2008 07:00 Spike Lee Leikstjórinn hefur skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Nýjasta mynd leikstjórans Spikes Lee, Miracle at St. Anna, er þegar farin að vekja nokkrar deilur þó að aðeins séu nokkrir dagar liðnir frá frumsýningu hennar í Bandaríkjunum um síðustu helgi og sé enn ekki komin í almennar sýningar í Evrópu. Myndin fjallar um þátttöku svartra, bandarískra hermanna í seinni heimsstyrjöldinni, en frægt er orðið hversu svekktur Lee var út í Clint Eastwood vegna þess hve lítinn gaum sá síðarnefndi gaf baráttu svartra hermanna í stríðsmyndum sínum Letters from Iwo Jima og Flags of our Fathers. Lee fékk hins vegar sjálfur á sig gagnrýni fyrir að fara frjálslega með staðreyndir þegar Miracle at St. Anna var frumsýnd í Róm nýverið. Í myndinni er því nefnilega haldið fram að andspyrnuhópur sem barðist á móti ítölskum fasisma hafi átt þátt í því að nasistar slátruðu um 560 óbreyttum ítölskum borgurum árið 1944. Eftirlifandi meðlimir andspyrnuhópsins segja þessa útgáfu Lees á staðreyndum helbera lygi og óttast hún leiði af sér endurskrifun sögunnar í hugum almennings. Í kjölfar lygaásakananna kom Lee fram á blaðamannafundi ásamt James McBride, handritshöfundi myndarinnar. McBride bað andspyrnumeðlimina afsökunar á því að hafa móðgað þá. „En atburðir seinni heimsstyrjaldarinnar tilheyra líka sögu Bandaríkjanna og ég varð að skrifa handritið út frá því sjónarhorni," bætti hann við. Lee lagði aftur á móti til atlögu við gagnrýnendur sína, eins og hans er von og vísa. „Ég ætla ekki að afsaka neitt," sagði hann. „Ég tel að þessi viðbrögð við myndinni sýni einfaldlega fram á að Ítalir eiga enn eftir að horfast í augu við ýmislegt í sinni eigin sögu. Að auki er þessi kvikmynd ekki heimildarmynd, heldur túlkun okkar á atburðunum sem áttu sér stað." - vþ Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Nýjasta mynd leikstjórans Spikes Lee, Miracle at St. Anna, er þegar farin að vekja nokkrar deilur þó að aðeins séu nokkrir dagar liðnir frá frumsýningu hennar í Bandaríkjunum um síðustu helgi og sé enn ekki komin í almennar sýningar í Evrópu. Myndin fjallar um þátttöku svartra, bandarískra hermanna í seinni heimsstyrjöldinni, en frægt er orðið hversu svekktur Lee var út í Clint Eastwood vegna þess hve lítinn gaum sá síðarnefndi gaf baráttu svartra hermanna í stríðsmyndum sínum Letters from Iwo Jima og Flags of our Fathers. Lee fékk hins vegar sjálfur á sig gagnrýni fyrir að fara frjálslega með staðreyndir þegar Miracle at St. Anna var frumsýnd í Róm nýverið. Í myndinni er því nefnilega haldið fram að andspyrnuhópur sem barðist á móti ítölskum fasisma hafi átt þátt í því að nasistar slátruðu um 560 óbreyttum ítölskum borgurum árið 1944. Eftirlifandi meðlimir andspyrnuhópsins segja þessa útgáfu Lees á staðreyndum helbera lygi og óttast hún leiði af sér endurskrifun sögunnar í hugum almennings. Í kjölfar lygaásakananna kom Lee fram á blaðamannafundi ásamt James McBride, handritshöfundi myndarinnar. McBride bað andspyrnumeðlimina afsökunar á því að hafa móðgað þá. „En atburðir seinni heimsstyrjaldarinnar tilheyra líka sögu Bandaríkjanna og ég varð að skrifa handritið út frá því sjónarhorni," bætti hann við. Lee lagði aftur á móti til atlögu við gagnrýnendur sína, eins og hans er von og vísa. „Ég ætla ekki að afsaka neitt," sagði hann. „Ég tel að þessi viðbrögð við myndinni sýni einfaldlega fram á að Ítalir eiga enn eftir að horfast í augu við ýmislegt í sinni eigin sögu. Að auki er þessi kvikmynd ekki heimildarmynd, heldur túlkun okkar á atburðunum sem áttu sér stað." - vþ
Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning