Berjumst gegn ofbeldi á konum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 7. október 2008 08:00 Þessa dagana stendur yfir símakönnun meðal 3.000 íslenskra kvenna á aldrinum 18-80 ára til að afla upplýsinga um ofbeldi gegn konum. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur falið Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands að framkvæma könnunina. Ofbeldi gegn konum er þekkt vandamál um allan heim, þjóðfélagslegt mein sem þarf að uppræta. Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna var efnt til fjölþjóðarannsóknar og þróaður spurningalisti um ofbeldi gegn konum. Hann hefur áður verið notaður í fjölþjóðarannsókn sem Danmörk tók þá þátt í, eitt Norðurlandanna. Í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum er nú komið að Íslandi að gera slíka könnun. Ofbeldi á konum um allan heimVitað er að umfang ofbeldis er breytilegt milli landa. Gott dæmi um það er að fjölþjóðakönnunin sýndi að hlutfallslega fleiri konur höfðu orðið fyrir ofbeldi í Danmörku en Sviss, en færri en í Tékklandi og Ástralíu. Hins vegar höfðu dönsku konurnar sjaldnar verið beittar heimilisofbeldi. Valdamunur karla og kvenna og almenn yfirráð karla virðast auka líkur á heimilisofbeldi. Ofbeldið virðist þannig tengjast menningu hvers samfélags. Könnun á umfangiÍsland vill í þessum efnum sem öðrum bera sig saman við önnur lönd. Ekki er síður mikilvægt að átta sig á því hvort ofbeldi gegn konum hefur aukist eða breyst. Svo vel vill til að hér á landi gerði dómsmálaráðuneytið könnun á umfangi og eðli ofbeldis fyrir tólf árum. Þess vegna er hægt að sjá hvaða breytingar hafa orðið frá því sú könnun var gerð. Í áðurnefndri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum kemur fram að gera skal könnun á ofbeldi karla gegn konum. Fyrsti þáttur þeirrar könnunar er að hefjast eins og áður sagði. Til þess að stjórnvöld geti aðstoðað konur þarf þekking á umfangi og eðli að vera til staðar. Þess vegna er afar mikilvægt að góð svörun fáist við símakönnuninni. Viðamikil rannsókn hafinAuk símakönnunarinnar er félags- og tryggingamálaráðuneytið að undirbúa næstu skref í rannsókninni til að dýpka þekkingu á umfangi og eðli vandans og helstu úrræðum. Gerðar verða viðtalskannanir meðal starfsmanna félagsþjónustu, barnaverndar, leikskóla, grunnskóla, heilbrigðiskerfis, félagasamtaka og lögreglu. Þessum þætti rannsóknarinnar er ætlað að varpa ljósi á hvaða aðstoð og úrræði þessir aðilar hafa fram að færa, hvernig sé hægt að efla núverandi þjónustu og hvaða nýrra úrræða sé þörf til að styrkja og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Í könnuninni verður hugað sérstaklega að erlendum konum sem eru beittar ofbeldi. Enda þótt könnunin beinist að konum er vitað að aðstoð við konurnar kemur börnum sem alast upp við ofbeldi að miklu gagni. Stundum þarf að koma á fót sérstakri aðstoð við börn sem búa við ofbeldi á heimilum sínum. Þess vegna nær rannsóknin einnig til barnaverndar, leikskóla og grunnskóla þar sem viðtöl verða tekin við starfsfólk. Góð svörun lykill að árangriMeð aðgerðaáætluninni hófu stjórnvöld markvissa baráttu gegn því böli sem fylgir ofbeldi gegn konum og er símakönnunin mikilvægur þáttur í því. Góð svörun við símakönnuninni gefur traustari niðurstöður og auðveldar stjórnvöldum að koma með úrbætur sem nýtast konum og börnum. Ég hvet því allar konur sem lenda í úrtaki könnunarinnar til að taka þátt og leggja með þeim hætti baráttunni gegn ofbeldi á konum lið. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir símakönnun meðal 3.000 íslenskra kvenna á aldrinum 18-80 ára til að afla upplýsinga um ofbeldi gegn konum. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur falið Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands að framkvæma könnunina. Ofbeldi gegn konum er þekkt vandamál um allan heim, þjóðfélagslegt mein sem þarf að uppræta. Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna var efnt til fjölþjóðarannsóknar og þróaður spurningalisti um ofbeldi gegn konum. Hann hefur áður verið notaður í fjölþjóðarannsókn sem Danmörk tók þá þátt í, eitt Norðurlandanna. Í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum er nú komið að Íslandi að gera slíka könnun. Ofbeldi á konum um allan heimVitað er að umfang ofbeldis er breytilegt milli landa. Gott dæmi um það er að fjölþjóðakönnunin sýndi að hlutfallslega fleiri konur höfðu orðið fyrir ofbeldi í Danmörku en Sviss, en færri en í Tékklandi og Ástralíu. Hins vegar höfðu dönsku konurnar sjaldnar verið beittar heimilisofbeldi. Valdamunur karla og kvenna og almenn yfirráð karla virðast auka líkur á heimilisofbeldi. Ofbeldið virðist þannig tengjast menningu hvers samfélags. Könnun á umfangiÍsland vill í þessum efnum sem öðrum bera sig saman við önnur lönd. Ekki er síður mikilvægt að átta sig á því hvort ofbeldi gegn konum hefur aukist eða breyst. Svo vel vill til að hér á landi gerði dómsmálaráðuneytið könnun á umfangi og eðli ofbeldis fyrir tólf árum. Þess vegna er hægt að sjá hvaða breytingar hafa orðið frá því sú könnun var gerð. Í áðurnefndri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum kemur fram að gera skal könnun á ofbeldi karla gegn konum. Fyrsti þáttur þeirrar könnunar er að hefjast eins og áður sagði. Til þess að stjórnvöld geti aðstoðað konur þarf þekking á umfangi og eðli að vera til staðar. Þess vegna er afar mikilvægt að góð svörun fáist við símakönnuninni. Viðamikil rannsókn hafinAuk símakönnunarinnar er félags- og tryggingamálaráðuneytið að undirbúa næstu skref í rannsókninni til að dýpka þekkingu á umfangi og eðli vandans og helstu úrræðum. Gerðar verða viðtalskannanir meðal starfsmanna félagsþjónustu, barnaverndar, leikskóla, grunnskóla, heilbrigðiskerfis, félagasamtaka og lögreglu. Þessum þætti rannsóknarinnar er ætlað að varpa ljósi á hvaða aðstoð og úrræði þessir aðilar hafa fram að færa, hvernig sé hægt að efla núverandi þjónustu og hvaða nýrra úrræða sé þörf til að styrkja og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Í könnuninni verður hugað sérstaklega að erlendum konum sem eru beittar ofbeldi. Enda þótt könnunin beinist að konum er vitað að aðstoð við konurnar kemur börnum sem alast upp við ofbeldi að miklu gagni. Stundum þarf að koma á fót sérstakri aðstoð við börn sem búa við ofbeldi á heimilum sínum. Þess vegna nær rannsóknin einnig til barnaverndar, leikskóla og grunnskóla þar sem viðtöl verða tekin við starfsfólk. Góð svörun lykill að árangriMeð aðgerðaáætluninni hófu stjórnvöld markvissa baráttu gegn því böli sem fylgir ofbeldi gegn konum og er símakönnunin mikilvægur þáttur í því. Góð svörun við símakönnuninni gefur traustari niðurstöður og auðveldar stjórnvöldum að koma með úrbætur sem nýtast konum og börnum. Ég hvet því allar konur sem lenda í úrtaki könnunarinnar til að taka þátt og leggja með þeim hætti baráttunni gegn ofbeldi á konum lið. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun