Körfubolti

Boston á eftir McDyess?

McDyess er víst ekki hrifinn af að snúa aftur til Denver
McDyess er víst ekki hrifinn af að snúa aftur til Denver NordicPhotos/GettyImages

Meistarar Boston Celtics eru sagðir hafa mikinn áhuga á að fá framherjann Antonio McDyess í sínar raðir. McDyess hefur leikið með Detroit síðustu ár en hefur verið skipt til Denver ásamt Chauncey Billups fyrir Allen Iverson.

Boston reyndi að fá McDyess í sínar raðir árið 2004 en hann kaus þá að semja við Detroit.

Flestir reikna hinsvegar með því að hann muni semja aftur við Detroit ef hann verður keyptur út hjá Denver, en hann getur þá ekki samið við Pistons á ný fyrr en eftir 30 daga.

Heimildir Boston Herald herma að framherjinn hafi verið mjög ósáttur við skiptin þó hann sé öllum hnútum kunnugur hjá Denver eftir að hafa spilað þar um árabil snemma á ferlinum.

Þess má geta að í kvöld klukkan 22 verður bein útsending á NBA TV sjónvarpsstöðinni frá blaðamannafundi í Denver þar sem Chauncey Billups verður kynntur til sögunnar sem nýr leikmaður Denver Nuggets.

Aðra nótt klukkan 03:30 verður stöðin svo með beina útsendingu frá leik Denver og Dallas þar sem Billups mun spila sinn fyrsta leik með Denver.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×