Körfubolti

Fjórði þjálfarinn rekinn á sex vikum

Randy Wittman
Randy Wittman NordicPhotos/GettyImages

Þjálfarinn Randy Wittman var í dag rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Minnesota Timberwolves í NBA deildinni.

Það verður forsetinn Kevin McHale sem tekur við starfi Wittman tímabundið og tekur sér frí frá skrifstofunni þangað til eftirmaður Wittman finnst.

McHale tók tímabundið við liði Minnesota leiktíðina 2004-05 eftir að hann rak Flip Saunders, en hann stýrði liðinu þá til 19 sigra og 12 tapleikja.

Wittman er fjórði þjálfarinn á fyrstu sex vikum tímabilsins sem fær að taka pokann sinn, en áður höfðu þeir PJ Carlesimo (Oklahoma), Eddie Jordan (Washington) og Sam Mitchell (Toronto) verið reknir.

Mikið má vera ef Wittman verður síðasti þjálfarinn sem rekinn verður fyrir jól, en þeir Marc Ivaroni hjá Memphis og Reggie Theus hjá Sacramento þykja afar líklegir til að fá að taka pokann sinn fljótlega.

Af öðrum þjálfurum sem ætla mætti að sætu í volgum stólum má nefna Mo Cheeks hjá Philadelphia. Liði hans var ætlað að verða í toppbaráttu í Austurdeildinni í vetur en hefur aðeins unnið 9 leiki og tapað 12 og situr í tíunda sæti Austurdeildarinnar.

Þá er lið LA Clippers í tómu rugli og hefur tapað 16 af 20 fyrstu leikjum sínum og samband Mike Dunleavy þjálfara og leikmanna liðsins sagt hanga á bláþræði.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×