Tólf spor í rétta átt Björn Ingi Hrafnsson skrifar 3. desember 2008 00:01 Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Að því leytinu til má segja að tillögurnar tólf séu spor í rétta átt. Þannig er skynsamlegt að gera bankaráðum nýju ríkisbankanna að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki til að vernda störf og stuðla að „áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja", eins og það er orðað. Mikil umræða hefur einmitt verið um það hverjir fái lengingu lána, niðurfærslu skulda, breytingar lána í eigið fé og sameiningar fyrirtækja og mjög kallað eftir gegnsæi að þessu leyti þar sem oft er um gífurlega hagsmuni að ræða. Í því ljósi er jafnframt skynsamlegt að stofna sérstök eignaumsýslufélög, eða eignarhaldsfélög, sem hafi umsjón með og fari með eignarhluti bankanna í þeim fyrirtækjum, þar sem ákveðið hefur verið að breyta skuldum í eigið fé. Þá er jákvætt skref að stofna til endurreisnarsjóðs með þátttöku lífeyrissjóða, banka og innlendra og erlendra fjárfesta og skynsamlegt að rýmka heimildir lífeyrissjóða til þátttöku í slíku starfi, því ekki mun af veita. Sérstakt fagnaðarefni er að ríkisstjórnin skuli lýsa yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Það er í fyrsta lagi nauðsynleg aðgerð til að koma í veg fyrir málaferli og skaðabótakröfur og í öðru lagi skynsamleg leið til að liðka fyrir endurfjármögnun erlendis, auka samkeppni og tryggja að nýju þróttmikla fjármálastarfsemi í efnahagsumhverfi sem mun óhjákvæmlega litast mjög af ægivaldi ríkisins á mörgum sviðum. Fleiri atriði mætti nefna. Athygli vekur að fyrirtækjum verði gert kleift að gera ársreikninga sína upp í erlendri mynt afturvirkt frá 1. janúar 2008. Vekur það spurningar um hvort synjun á beiðni Kaupþings þar að lútandi á sínum tíma hafi verið málefnaleg af hálfu stjórnvalda og hvaða afleiðingar hún hafi haft á það sem síðar varð. Gott er að ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og fleiri laga verði breytt í því skyni að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika og nauðsynlegt að fara nú þegar yfir nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur og viðurkenna þau mistök sem gerð voru og takmarka neikvæð hliðaráhrif eins og kostur er. Hvort sporin tólf duga til að bjarga íslensku atvinnulífi er auðvelt að draga í efa. Víst er á hinn bóginn að breytingarnar eru allar til bóta. Undirstöðurnar þarf þó að treysta, eigi að felast einhver skynsemi í því að reisa húsið á nýjan leik. Dæmisagan kenndi okkur að fátt er til farsældar að reisa á sandi. Til framtíðar þarf öflugri og stöðugri gjaldmiðil í hlutverk undirstöðunnar, eigi viðspyrnan að lukkast og endurreisnin að hefjast. Hvort evran eða dollar verður okkar klettur, getur tíminn einn leitt í ljós. En víst er að krónan nær aldrei aftur slíkum styrkleika hafi hann þá einhvern tíma verið til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Að því leytinu til má segja að tillögurnar tólf séu spor í rétta átt. Þannig er skynsamlegt að gera bankaráðum nýju ríkisbankanna að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki til að vernda störf og stuðla að „áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja", eins og það er orðað. Mikil umræða hefur einmitt verið um það hverjir fái lengingu lána, niðurfærslu skulda, breytingar lána í eigið fé og sameiningar fyrirtækja og mjög kallað eftir gegnsæi að þessu leyti þar sem oft er um gífurlega hagsmuni að ræða. Í því ljósi er jafnframt skynsamlegt að stofna sérstök eignaumsýslufélög, eða eignarhaldsfélög, sem hafi umsjón með og fari með eignarhluti bankanna í þeim fyrirtækjum, þar sem ákveðið hefur verið að breyta skuldum í eigið fé. Þá er jákvætt skref að stofna til endurreisnarsjóðs með þátttöku lífeyrissjóða, banka og innlendra og erlendra fjárfesta og skynsamlegt að rýmka heimildir lífeyrissjóða til þátttöku í slíku starfi, því ekki mun af veita. Sérstakt fagnaðarefni er að ríkisstjórnin skuli lýsa yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Það er í fyrsta lagi nauðsynleg aðgerð til að koma í veg fyrir málaferli og skaðabótakröfur og í öðru lagi skynsamleg leið til að liðka fyrir endurfjármögnun erlendis, auka samkeppni og tryggja að nýju þróttmikla fjármálastarfsemi í efnahagsumhverfi sem mun óhjákvæmlega litast mjög af ægivaldi ríkisins á mörgum sviðum. Fleiri atriði mætti nefna. Athygli vekur að fyrirtækjum verði gert kleift að gera ársreikninga sína upp í erlendri mynt afturvirkt frá 1. janúar 2008. Vekur það spurningar um hvort synjun á beiðni Kaupþings þar að lútandi á sínum tíma hafi verið málefnaleg af hálfu stjórnvalda og hvaða afleiðingar hún hafi haft á það sem síðar varð. Gott er að ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og fleiri laga verði breytt í því skyni að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika og nauðsynlegt að fara nú þegar yfir nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur og viðurkenna þau mistök sem gerð voru og takmarka neikvæð hliðaráhrif eins og kostur er. Hvort sporin tólf duga til að bjarga íslensku atvinnulífi er auðvelt að draga í efa. Víst er á hinn bóginn að breytingarnar eru allar til bóta. Undirstöðurnar þarf þó að treysta, eigi að felast einhver skynsemi í því að reisa húsið á nýjan leik. Dæmisagan kenndi okkur að fátt er til farsældar að reisa á sandi. Til framtíðar þarf öflugri og stöðugri gjaldmiðil í hlutverk undirstöðunnar, eigi viðspyrnan að lukkast og endurreisnin að hefjast. Hvort evran eða dollar verður okkar klettur, getur tíminn einn leitt í ljós. En víst er að krónan nær aldrei aftur slíkum styrkleika hafi hann þá einhvern tíma verið til staðar.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun