Verkafólk og aldraðir þurfa kjarabætur 3. október 2008 05:30 Kjarasamningar eru í uppnámi. Forsendur þeirra eru brostnar vegna mikillar verðbólgu. Samningar verða lausir í byrjun næsta árs og verða ekki framlengdir nema til komi verulegar kjarabætur. Verðbólgan hefur étið upp allar kjarabætur samninganna frá því í febrúar sl. Kjaraskerðing verkafólks sl. 12 mánuði er 5%. Örlitlar þreifingar hafa verið milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar um ástand efnahags- og kjaramála. Það hefur ekkert komið út úr þeim þreifingum. ASÍ og SA hafa einnig rætt saman en fundir þessara aðila hafa verið líkastir óformlegum fundum. Sú hugmynd svífur yfir vötnunum að gera þyrfti einhvers konar þjóðarsátt um efnahags- og kjaramál nú en ekki virðist að mínu mati grundvöllur fyrir henni. Verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til þess að taka á sig kjaraskerðingu. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var mjög harðorður eftir að Orkuveitan hækkaði gjaldskrá sína um 9,7% fyrir skömmu. Hann sagði, að þessi hækkun væri bein ávísun á jafn mikla kauphækkun verkafólks. Sama segja verkalýðsforingjar um kauphækkun ljósmæðra. Þær fengu 21% kauphækkun í nýgerðum kjarasamningum. Verkalýðsforingjarnir segja, að með þeim samningum hafi verið sett fordæmi fyrir kauphækkun væntanlegra samninga. Verkafólk fái kauphækkun eða ígildi hennarLjóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkisstjórnin verður að gera ráðstafanir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Þar kemur margt til greina, svo sem frekari lækkanir á tekjuskatti einstaklinga, lækkanir á tollum og virðisaukaskatti, ráðstafanir í húsnæðismálum, þar á meðal hækkun húsaleigubóta og fleira. Ef ríkisstjórnin gerir ekki slíkar ráðstafanir er talsverð bein kauphækkun óumflýjanleg. Bæta þarf kjör aldraðraSamhliða kjarabótum til verkafólks þarf að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það sem ríkisstjórnin hefur gert í því efni til þessa hefur verið í skötulíki og vigtar lítið, alla vega gagnvart þeim sem hættir eru að vinna en það er um 2/3 allra eldri borgara. Aldraðir fengu aðeins 7,4% hækkun á lífeyri sínum í upphafi ársins, þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði. Í september var bætt við hækkun til aldraðra einhleypinga og ákveðið, að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega skyldi vera kr. 150 þús. á mánuði. En aldraðir hafa enn enga leiðréttingu fengið fyrir tímabilið 1. febrúar til 1. september þessa árs. Krafa þeirra er sú, að þeir fái uppbót fyrir það tímabil, þar eð þeir fengu aðeins 7,4% þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16%. Þeir vilja fá mismuninn. Áhyggjur af efnahagsmálumVerkafólk hefur nú miklar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Það geisar mikil verðbólga (14%) og samdráttur er verulegur í atvinnulífinu. Þegar eru byrjaðar uppsagnir starfsmanna fyrirtækja, einkum í byggingariðnaði, og búast má við að þær aukist í haust og í vetur. Fólk hefur einnig áhyggjur af bönkunum, sem virðast hafa farið óvarlega í erlendum lántökum og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Það er hörð barátta fram undan hjá verkalýðshreyfingunni. Hún þarf að verja kjör sín og fá bætur fyrir kjaraskerðingu yfirstandandi árs. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarasamningar eru í uppnámi. Forsendur þeirra eru brostnar vegna mikillar verðbólgu. Samningar verða lausir í byrjun næsta árs og verða ekki framlengdir nema til komi verulegar kjarabætur. Verðbólgan hefur étið upp allar kjarabætur samninganna frá því í febrúar sl. Kjaraskerðing verkafólks sl. 12 mánuði er 5%. Örlitlar þreifingar hafa verið milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar um ástand efnahags- og kjaramála. Það hefur ekkert komið út úr þeim þreifingum. ASÍ og SA hafa einnig rætt saman en fundir þessara aðila hafa verið líkastir óformlegum fundum. Sú hugmynd svífur yfir vötnunum að gera þyrfti einhvers konar þjóðarsátt um efnahags- og kjaramál nú en ekki virðist að mínu mati grundvöllur fyrir henni. Verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til þess að taka á sig kjaraskerðingu. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var mjög harðorður eftir að Orkuveitan hækkaði gjaldskrá sína um 9,7% fyrir skömmu. Hann sagði, að þessi hækkun væri bein ávísun á jafn mikla kauphækkun verkafólks. Sama segja verkalýðsforingjar um kauphækkun ljósmæðra. Þær fengu 21% kauphækkun í nýgerðum kjarasamningum. Verkalýðsforingjarnir segja, að með þeim samningum hafi verið sett fordæmi fyrir kauphækkun væntanlegra samninga. Verkafólk fái kauphækkun eða ígildi hennarLjóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkisstjórnin verður að gera ráðstafanir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Þar kemur margt til greina, svo sem frekari lækkanir á tekjuskatti einstaklinga, lækkanir á tollum og virðisaukaskatti, ráðstafanir í húsnæðismálum, þar á meðal hækkun húsaleigubóta og fleira. Ef ríkisstjórnin gerir ekki slíkar ráðstafanir er talsverð bein kauphækkun óumflýjanleg. Bæta þarf kjör aldraðraSamhliða kjarabótum til verkafólks þarf að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það sem ríkisstjórnin hefur gert í því efni til þessa hefur verið í skötulíki og vigtar lítið, alla vega gagnvart þeim sem hættir eru að vinna en það er um 2/3 allra eldri borgara. Aldraðir fengu aðeins 7,4% hækkun á lífeyri sínum í upphafi ársins, þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði. Í september var bætt við hækkun til aldraðra einhleypinga og ákveðið, að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega skyldi vera kr. 150 þús. á mánuði. En aldraðir hafa enn enga leiðréttingu fengið fyrir tímabilið 1. febrúar til 1. september þessa árs. Krafa þeirra er sú, að þeir fái uppbót fyrir það tímabil, þar eð þeir fengu aðeins 7,4% þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16%. Þeir vilja fá mismuninn. Áhyggjur af efnahagsmálumVerkafólk hefur nú miklar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Það geisar mikil verðbólga (14%) og samdráttur er verulegur í atvinnulífinu. Þegar eru byrjaðar uppsagnir starfsmanna fyrirtækja, einkum í byggingariðnaði, og búast má við að þær aukist í haust og í vetur. Fólk hefur einnig áhyggjur af bönkunum, sem virðast hafa farið óvarlega í erlendum lántökum og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Það er hörð barátta fram undan hjá verkalýðshreyfingunni. Hún þarf að verja kjör sín og fá bætur fyrir kjaraskerðingu yfirstandandi árs. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun