Hagvöxtur og hamingja Þóra Helgadóttir skrifar 19. nóvember 2008 00:01 Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri. Að sjálfsögðu skipta menntun og reynsla höfuðmáli en útlit virðist hafa sitt að segja. En hvaða einkenni skipta máli þegar kemur að auði þjóða? Í viðamikilli rannsókn á hagþróun landa innan OECD, frá 2003, kom í ljós að fjárfesting, hvort sem hún er í fjármagni, mannauði eða rannsóknum og þróunarstarfsemi, skiptir lykilmáli til að tryggja umhverfi til vaxtar. Virk samkeppni á mörkuðum með vöru-, þjónustu og vinnuafl, sem og sveigjanleiki þeirra hefur jákvæð áhrif. Stærð hins opinbera dregur fremur úr hagvexti en sterkur fjármálamarkaður er talinn jákvætt merki. Fyrst og fremst er það þó stöðugleiki í hagkerfinu og sterkar stofnanir sem eru nauðsynleg skilyrði til vaxtar. Brýnt er að tryggja stöðugt verðlag og koma í veg fyrir óþægilegar sveiflur í hagstærðum. ÍslandsformúlanÁrið 2007 var Ísland sjötta ríkasta land í heimi og var í efsta sæti hvað varðar lífsgæði þjóða að mati Sameinuðu þjóðanna. Þrjátíu árum áður voru Íslendingar aðeins í 30. sæti hvað varðar ríkidæmi og því virtist sem Íslendingar fremur en aðrar þjóðir væru búnir að skapa kjöraðstæður til vaxtar í átt að auknum lífsgæðum. Samkvæmt flestum mælikvörðum var hvergi betra að búa en á Íslandi árið 2007. Aðeins ári síðar standa Íslendingar höllum fæti og útlit fyrir að þjóðin hrapi niður lista ríkustu þjóða heims. Við slíkar aðstæður er ekki úr vegi að spyrja hvað fór úrskeiðis. Á síðustu árum hefur menntunarstig þjóðarinnar stóraukist og nú er svo komið að Ísland er í öðru sæti meðal landa OECD hvað varðar útskriftarhlutfall úr fræðilegu háskólanámi. Fjárfesting í rannsóknar- og þróunarstarfsemi hefur líka tekið stökk og er nú með því mesta sem gerist innan OECD. Frelsi í viðskiptum hefur aukist til muna en árið 1980 var Ísland álíka samkeppnishæft og Kenía* en er nú talið eitt samkeppnishæfasta ríki í heimi í viðskiptum. Sveigjanleiki vinnumarkaðarins hefur aldrei verið meiri og virk samkeppni er á flestum sviðum viðskipta. Það var því líklega ekki fjárfestingin, samkeppnin eða sveigjanleikinn sem klikkaði. Líklega var það stöðugleikinn og gæði stofnana. Því miðurÍ Kína Óvíða í heiminum er hagvöxtur meiri en í Kína. Greinarhöfundur efast um að beint samband sé milli auðlegðar og hamingju en bendir á rannsóknir sem sýna að þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðist almennt hamingjusamari. Markaðurinn/GVAÞví miður tókst ekki að draga úr sveiflum í gengi krónunnar og halda verðlagi og vaxtastigi stöðugu. Því miður voru stofnanir landsins ekki í stakk búnar til að takast á við það umhverfi sem skapaðist þegar hagkerfið var opnað og fór fyrir alvöru að eiga frjáls viðskipti við umheiminn. Því miður tókst ekki að takast á við vandamál á skilvirkan hátt og því miður virðast Íslendingar ekki hafa kúplað sig út úr pólitískum ráðningum embættismanna. Því miður vantaði samstarf milli peningamála- og fjármálastefnu í landinu. Því miður trúðu ráðamenn því að við gætum lifað við minnsta gjaldmiðil í heimi og hundsuðu kröfur atvinnulífsins. Því miður náðu stofnanir þjóðarinnar ekki að fylgja eftir nútímavæðingu atvinnulífsins. Oft er þörf en nú er nauðsyn að skapa umhverfi þar sem þjóðin getur haft ábata af fjárfestingum síðustu áratuga. Ísland ætti að geta skarað fram úr með sterkan mannauð að baki, góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi, sveigjanlega og samkeppnishæfa markaði að ógleymdum auðlindum landsins. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja stöðugleika í gjaldeyrismálum, styrkja stofnanir landsins og endurbyggja trúverðugleika ráðamanna og þar af leiðandi Íslands á erlendri grundu. Það verður að tryggja leikreglur og umhverfi sem leyfa þessum fjárfestingum að blómstra Er auður sama og lífsgæði?Það eru ekki allir á einu máli um það að hagvöxtur og þar af leiðandi há landsframleiðsla á mann séu mælikvarðar sem beri að einblína á. Þess ber að geta að greinarhöfundur er langt frá því sannfærður um að auði fylgi ávallt hamingja. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar frá Wharton-háskóla í Bandaríkjunum gefa hins vegar til kynna mjög sterkt samband milli landsframleiðslu á mann og hamingju. Þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðast almennt vera hamingjusamari. Þegar öllu er á botninn hvolft eru ríkari þjóðir betur í stakk búnar til að tryggja þegnum sínum aðgengi að þáttum eins og heilbrigðisþjónustu, menntun og barnagæslu. Efnaðri þjóðir eiga einnig auðveldara með að takast á við vandamál líkt og fátækt og ójöfnuð. Hér á málshátturinn „Auðurinn er afl þeirra hluta sem gera skal“ ef til vill við. *Samkvæmt mælingum Fraser Institute Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri. Að sjálfsögðu skipta menntun og reynsla höfuðmáli en útlit virðist hafa sitt að segja. En hvaða einkenni skipta máli þegar kemur að auði þjóða? Í viðamikilli rannsókn á hagþróun landa innan OECD, frá 2003, kom í ljós að fjárfesting, hvort sem hún er í fjármagni, mannauði eða rannsóknum og þróunarstarfsemi, skiptir lykilmáli til að tryggja umhverfi til vaxtar. Virk samkeppni á mörkuðum með vöru-, þjónustu og vinnuafl, sem og sveigjanleiki þeirra hefur jákvæð áhrif. Stærð hins opinbera dregur fremur úr hagvexti en sterkur fjármálamarkaður er talinn jákvætt merki. Fyrst og fremst er það þó stöðugleiki í hagkerfinu og sterkar stofnanir sem eru nauðsynleg skilyrði til vaxtar. Brýnt er að tryggja stöðugt verðlag og koma í veg fyrir óþægilegar sveiflur í hagstærðum. ÍslandsformúlanÁrið 2007 var Ísland sjötta ríkasta land í heimi og var í efsta sæti hvað varðar lífsgæði þjóða að mati Sameinuðu þjóðanna. Þrjátíu árum áður voru Íslendingar aðeins í 30. sæti hvað varðar ríkidæmi og því virtist sem Íslendingar fremur en aðrar þjóðir væru búnir að skapa kjöraðstæður til vaxtar í átt að auknum lífsgæðum. Samkvæmt flestum mælikvörðum var hvergi betra að búa en á Íslandi árið 2007. Aðeins ári síðar standa Íslendingar höllum fæti og útlit fyrir að þjóðin hrapi niður lista ríkustu þjóða heims. Við slíkar aðstæður er ekki úr vegi að spyrja hvað fór úrskeiðis. Á síðustu árum hefur menntunarstig þjóðarinnar stóraukist og nú er svo komið að Ísland er í öðru sæti meðal landa OECD hvað varðar útskriftarhlutfall úr fræðilegu háskólanámi. Fjárfesting í rannsóknar- og þróunarstarfsemi hefur líka tekið stökk og er nú með því mesta sem gerist innan OECD. Frelsi í viðskiptum hefur aukist til muna en árið 1980 var Ísland álíka samkeppnishæft og Kenía* en er nú talið eitt samkeppnishæfasta ríki í heimi í viðskiptum. Sveigjanleiki vinnumarkaðarins hefur aldrei verið meiri og virk samkeppni er á flestum sviðum viðskipta. Það var því líklega ekki fjárfestingin, samkeppnin eða sveigjanleikinn sem klikkaði. Líklega var það stöðugleikinn og gæði stofnana. Því miðurÍ Kína Óvíða í heiminum er hagvöxtur meiri en í Kína. Greinarhöfundur efast um að beint samband sé milli auðlegðar og hamingju en bendir á rannsóknir sem sýna að þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðist almennt hamingjusamari. Markaðurinn/GVAÞví miður tókst ekki að draga úr sveiflum í gengi krónunnar og halda verðlagi og vaxtastigi stöðugu. Því miður voru stofnanir landsins ekki í stakk búnar til að takast á við það umhverfi sem skapaðist þegar hagkerfið var opnað og fór fyrir alvöru að eiga frjáls viðskipti við umheiminn. Því miður tókst ekki að takast á við vandamál á skilvirkan hátt og því miður virðast Íslendingar ekki hafa kúplað sig út úr pólitískum ráðningum embættismanna. Því miður vantaði samstarf milli peningamála- og fjármálastefnu í landinu. Því miður trúðu ráðamenn því að við gætum lifað við minnsta gjaldmiðil í heimi og hundsuðu kröfur atvinnulífsins. Því miður náðu stofnanir þjóðarinnar ekki að fylgja eftir nútímavæðingu atvinnulífsins. Oft er þörf en nú er nauðsyn að skapa umhverfi þar sem þjóðin getur haft ábata af fjárfestingum síðustu áratuga. Ísland ætti að geta skarað fram úr með sterkan mannauð að baki, góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi, sveigjanlega og samkeppnishæfa markaði að ógleymdum auðlindum landsins. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja stöðugleika í gjaldeyrismálum, styrkja stofnanir landsins og endurbyggja trúverðugleika ráðamanna og þar af leiðandi Íslands á erlendri grundu. Það verður að tryggja leikreglur og umhverfi sem leyfa þessum fjárfestingum að blómstra Er auður sama og lífsgæði?Það eru ekki allir á einu máli um það að hagvöxtur og þar af leiðandi há landsframleiðsla á mann séu mælikvarðar sem beri að einblína á. Þess ber að geta að greinarhöfundur er langt frá því sannfærður um að auði fylgi ávallt hamingja. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar frá Wharton-háskóla í Bandaríkjunum gefa hins vegar til kynna mjög sterkt samband milli landsframleiðslu á mann og hamingju. Þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðast almennt vera hamingjusamari. Þegar öllu er á botninn hvolft eru ríkari þjóðir betur í stakk búnar til að tryggja þegnum sínum aðgengi að þáttum eins og heilbrigðisþjónustu, menntun og barnagæslu. Efnaðri þjóðir eiga einnig auðveldara með að takast á við vandamál líkt og fátækt og ójöfnuð. Hér á málshátturinn „Auðurinn er afl þeirra hluta sem gera skal“ ef til vill við. *Samkvæmt mælingum Fraser Institute
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun