Fastur í fangabúðum 6. nóvember 2008 07:00 Á Flótta Steve Zahn og Christian Bale í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Rescue Dawn. Kvikmyndaleikstjórinn Werner Herzog snýr aftur með enn eina myndina um óvenjuleg átök manns og náttúru. Myndin skartar stjörnunum Christian Bale og Steve Zhan í aðalhlutverkum. Íslensk kvikmyndahús taka myndina Rescue Dawn til sýninga nú um helgina, en myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í fyrra. Rescue Dawn er eins konar endurgerð á heimildarmyndinni Little Dieter needs to fly frá árinu 1997, en Herzog var einnig leikstjóri hennar. Í Rescue Dawn fá áhorfendur að kynnast sannri sögu flugmannsins Dieters Dengler, þýskættaðs Bandaríkjamanns, sem berst í Víetnamstríðinu á sjöunda áratugnum, en er skotinn niður af óvinum og tekinn til fanga. Hans bíður grimmileg vist í fangabúðum djúpt inni í frumskóginum ásamt öðrum bandarískum föngum þar sem þeir eru sveltir og pyntaðir. Dengler missir þó aldrei vonina og lífsviljann, heldur leggur á ráðin um að flýja úr búðunum. Dengler og samfangar hans hrinda flóttaáætlun sinni í framkvæmd, en þurfa í kjölfarið að lifa af ferðalag í gegnum óvæginn frumskóginn. Saga Denglers er sannarlega með merkilegri lífsafkomusögum síðari ára og því ekki undarlegt að hún þyki prýðilegt efni í kvikmynd. Jafnframt þarf fæstum að koma það mikið á óvart að leikstjórinn Werner Herzog hafi heillast af sögu hans, en Herzog hefur áður laðast að því að myndgera lífshlaup manna sem hafa óvenjuleg lífsviðhorf og takast á við náttúruna á beinan hátt. Þessi stef voru til að mynda einnig afar áberandi í heimildarmyndinni Grizzly Man frá árinu 2005, en þar notaðist Herzog við upptökur og viðtöl til þess að lýsa lífi og dauða bjarndýraáhugamannsins Timothy Trackwell, sem lifði sínu lífi að miklu leyti utan mannlegs samfélags. Rescue Dawn hefur víðast hvar erlendis fengið góða dóma í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Hún fær einkunnina 90% á vefsíðunni www.rottentomatoes.com og 7,6 stig af tíu á vefsíðunni www.imdb.com. Herzog þykir koma raunalegri sögu hins kjarkaða Denglers vel til skila og ekki síst þykir Christian Bale standa sig vel í aðalhlutverki myndarinnar. Sýning myndarinnar í kvikmyndahúsum hér er því augljóslega fagnaðarefni fyrir aðdáendur þessara tveggja listamanna sem og allra sem njóta þess að sjá myndir um sigur mannsandans. Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Werner Herzog snýr aftur með enn eina myndina um óvenjuleg átök manns og náttúru. Myndin skartar stjörnunum Christian Bale og Steve Zhan í aðalhlutverkum. Íslensk kvikmyndahús taka myndina Rescue Dawn til sýninga nú um helgina, en myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í fyrra. Rescue Dawn er eins konar endurgerð á heimildarmyndinni Little Dieter needs to fly frá árinu 1997, en Herzog var einnig leikstjóri hennar. Í Rescue Dawn fá áhorfendur að kynnast sannri sögu flugmannsins Dieters Dengler, þýskættaðs Bandaríkjamanns, sem berst í Víetnamstríðinu á sjöunda áratugnum, en er skotinn niður af óvinum og tekinn til fanga. Hans bíður grimmileg vist í fangabúðum djúpt inni í frumskóginum ásamt öðrum bandarískum föngum þar sem þeir eru sveltir og pyntaðir. Dengler missir þó aldrei vonina og lífsviljann, heldur leggur á ráðin um að flýja úr búðunum. Dengler og samfangar hans hrinda flóttaáætlun sinni í framkvæmd, en þurfa í kjölfarið að lifa af ferðalag í gegnum óvæginn frumskóginn. Saga Denglers er sannarlega með merkilegri lífsafkomusögum síðari ára og því ekki undarlegt að hún þyki prýðilegt efni í kvikmynd. Jafnframt þarf fæstum að koma það mikið á óvart að leikstjórinn Werner Herzog hafi heillast af sögu hans, en Herzog hefur áður laðast að því að myndgera lífshlaup manna sem hafa óvenjuleg lífsviðhorf og takast á við náttúruna á beinan hátt. Þessi stef voru til að mynda einnig afar áberandi í heimildarmyndinni Grizzly Man frá árinu 2005, en þar notaðist Herzog við upptökur og viðtöl til þess að lýsa lífi og dauða bjarndýraáhugamannsins Timothy Trackwell, sem lifði sínu lífi að miklu leyti utan mannlegs samfélags. Rescue Dawn hefur víðast hvar erlendis fengið góða dóma í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Hún fær einkunnina 90% á vefsíðunni www.rottentomatoes.com og 7,6 stig af tíu á vefsíðunni www.imdb.com. Herzog þykir koma raunalegri sögu hins kjarkaða Denglers vel til skila og ekki síst þykir Christian Bale standa sig vel í aðalhlutverki myndarinnar. Sýning myndarinnar í kvikmyndahúsum hér er því augljóslega fagnaðarefni fyrir aðdáendur þessara tveggja listamanna sem og allra sem njóta þess að sjá myndir um sigur mannsandans.
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira