Körfubolti

NBA veisla á Stöð 2 Sport í vetur

LeBron James og stjörnurnar í NBA verða tíðir gestir á Stöð 2 Sport í allan vetur
LeBron James og stjörnurnar í NBA verða tíðir gestir á Stöð 2 Sport í allan vetur NordicPhotos/GettyImages

Stöð 2 Sport mun gera NBA körfuboltanum betri skil en nokkru sinni áður í vetur. Boðið verður upp á fleiri beinar útsendingar bæði frá deildakeppni og úrslitakeppni og þá verður þátturinn NBA Action tekinn til sýninga á ný.

Stöð 2 Sport verður með fyrstu beinu útsendinguna frá NBA föstudaginn 28. nóvember þegar Phoenix tekur á móti Miami klukkan eitt eftir miðnætti.

Rúsínan í pylsuendanum í desember verður án efa risaleikur LA Lakers og Boston Celtics klukkan 22 á jóladagskvöld, en þar mætast liðin sem léku til úrslita í deildinni á síðustu leiktíð.

Í vetur verða fleiri beinar útsendingar frá deildakeppninni en verið hefur áður og einnig verður bætt við beinum útsendingum frá úrslitakeppninni.

Stjörnuleikurinn í febrúar verður að sjálfssögðu á sínum stað og þá verða allir leikir úr lokaúrslitunum næsta sumar sýndir beint eins og verið hefur.

Þá ættu margir að gleðjast yfir því að stöðin mun á ný taka upp sýningar á þættinum vinsæla NBA Action sem var á dagskrá hér á árum áður. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá þann 27. nóvember.

Þar er um að ræða vikulegan þátt þar sem farið er yfir helstu tilþrif vikunnar í deildinni. Hann verður sýndur á fimmtudögum og endursýndur á föstudögum og sunnudögum.

Beinar útsendingar til áramóta eru:



28. nóvember Miami - Phoenix kl. 01:00 (föstudagur)

7. desember New York - Detroit kl. 17:00 (sunnudagur)

19. desember Miami - LA Lakers kl. 01:00 (föstudagur)

25. desember LA Lakers - Boston kl. 22:00 (fimmtudagur-jóladagur)

28. desember New York - Denver kl. 18:00 (sunnudagur)





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×