Að loknu kennaraþingi Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 15. apríl 2008 00:01 Hvernig er hægt að þjónusta félagsmenn þannig að þeir upplifi styrk í því að vera í stéttarfélagi? Hvaða þjónustu vilja félagsmenn fá hjá stéttarfélögum? Það þarf að vera á hreinu hvert hlutverk stéttarfélagsins er í hugum félagsmanna. Er það að berjast fyrir bættum kjörum eins og forðum eða er hlutverkið breytt og félagsmaðurinn sækist eftir þjónustu sem hefur jafnvel ekki verið skilgreind? Ef fólk er sammála um að grundvöllur stéttarfélagsins sé að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og fara með samningsrétt um kaup og kjör þarf að huga vel að því að félagið sé í takt við grasrótina.Forystan tekur að sér að leiða stéttarbaráttuna en þeir sem gegna lykilhlutverki í að tengja hana og grasrótina eru trúnaðarmenn. Á þingi Kennarasambandsins sem haldið var dagana 9. -11. apríl lagði ég fram tillögu um þeir sem taki að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ fái viðeigandi félagsmálafræðslu og þjálfun. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Um er að ræða fræðslu sem nýtist öllum sem veljast til starfa fyrir Kennarasamband Íslands og er sniðin að hverjum einstaklingi fyrir sig. Kennarasambandið leggur til hugmyndafræði og þekkingu en þarf jafnframt að leita fanga út fyrir stéttarfélagið til að skoða það sem er vel gert annars staðar. Við þurfum að gera feiknarlegt átak í að fræða trúnaðarmenn þannig að þeir geti tekið þátt í að sinna því uppbyggingarstarfi sem þarf að fara fram innan hvers félags fyrir sig. Við þurfum að: • Hlusta á grasrót kennarasamfélagsins. • Komast að því hvert einstakir félagsmenn vilja að félagið stefni. • Tala saman um félagið okkar. • Sjá fyrir okkur, sem heild, hvert hlutverkið sé. Þessum markmiðum náum við aðeins með sameiginlegu átaki allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands. Þetta eru markmið sem þingið setti sér með því að samþykkja tillögu um félagsmálafræðslu til allra sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvernig er hægt að þjónusta félagsmenn þannig að þeir upplifi styrk í því að vera í stéttarfélagi? Hvaða þjónustu vilja félagsmenn fá hjá stéttarfélögum? Það þarf að vera á hreinu hvert hlutverk stéttarfélagsins er í hugum félagsmanna. Er það að berjast fyrir bættum kjörum eins og forðum eða er hlutverkið breytt og félagsmaðurinn sækist eftir þjónustu sem hefur jafnvel ekki verið skilgreind? Ef fólk er sammála um að grundvöllur stéttarfélagsins sé að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og fara með samningsrétt um kaup og kjör þarf að huga vel að því að félagið sé í takt við grasrótina.Forystan tekur að sér að leiða stéttarbaráttuna en þeir sem gegna lykilhlutverki í að tengja hana og grasrótina eru trúnaðarmenn. Á þingi Kennarasambandsins sem haldið var dagana 9. -11. apríl lagði ég fram tillögu um þeir sem taki að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ fái viðeigandi félagsmálafræðslu og þjálfun. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Um er að ræða fræðslu sem nýtist öllum sem veljast til starfa fyrir Kennarasamband Íslands og er sniðin að hverjum einstaklingi fyrir sig. Kennarasambandið leggur til hugmyndafræði og þekkingu en þarf jafnframt að leita fanga út fyrir stéttarfélagið til að skoða það sem er vel gert annars staðar. Við þurfum að gera feiknarlegt átak í að fræða trúnaðarmenn þannig að þeir geti tekið þátt í að sinna því uppbyggingarstarfi sem þarf að fara fram innan hvers félags fyrir sig. Við þurfum að: • Hlusta á grasrót kennarasamfélagsins. • Komast að því hvert einstakir félagsmenn vilja að félagið stefni. • Tala saman um félagið okkar. • Sjá fyrir okkur, sem heild, hvert hlutverkið sé. Þessum markmiðum náum við aðeins með sameiginlegu átaki allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands. Þetta eru markmið sem þingið setti sér með því að samþykkja tillögu um félagsmálafræðslu til allra sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun