Einn leikur var í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði öll fimm mörkin þegar Íslandsmeistarar Vals unnu Fjölni 5-0.
Valsstúlkur hafa sex stiga forystu að loknum tólf umferðum. Fjölnir er í neðsta sætinu með aðeins fimm stig.