Klaatu til bjargar 11. desember 2008 04:30 Keanu Reeves leikur geimveruna Klaatu í kvikmyndinni The Day the Earth Stood Still sem verður heimsfrumsýnd hérlendis á morgun. Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. Fyrri myndin fjallaði um getu mannsins til að tortíma sjálfum sér þar sem tilvísunin í eyðingarmátt kalda stríðsins var greinileg. Núna eru aftur á móti breyttir tímar þar sem almenningur þarf frekar að líta í eigin barm til að koma í veg fyrir eyðileggingu jarðar. „Með því að endurgera þessa mynd höfðum við tækifæri til að fanga þá hræðslu sem almenningur býr við í dag," sagði Keanu Reeves. „Lífshættir okkar gætu haft stórhættulegar afleiðingar fyrir plánetuna. Myndin fær okkur til að líta á samband okkar við náttúruna og hvernig áhrif við höfum á plánetuna." Myndir á borð við Independence Day og War of the Worlds segja frá árásum óvinveittra geimvera á jarðarbúa. Slíkar myndir hafa ávallt verið vinsælar í Hollywood þar sem litið hefur verið á vondu geimverurnar sem táknmynd kommúnismans. Hættan er því utanaðkomandi og erfitt fyrir almenning að hafa áhrif á gang mála, öfugt við hættuna við hlýnun jarðar. The Day the Earth Stood Still fetar því frekar í fótspor The Day After Tomorrow frá árinu 2004 sem fjallaði um svipað málefni. Einnig hefur heimildarmynd Als Gore, The Inconvenient Truth, tvímælalaust hjálpað The Day the Earth Stood Still og undirbúið áhorfendur fyrir þann umhverfisvæna boðskap sem hún hefur að geyma. Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. Fyrri myndin fjallaði um getu mannsins til að tortíma sjálfum sér þar sem tilvísunin í eyðingarmátt kalda stríðsins var greinileg. Núna eru aftur á móti breyttir tímar þar sem almenningur þarf frekar að líta í eigin barm til að koma í veg fyrir eyðileggingu jarðar. „Með því að endurgera þessa mynd höfðum við tækifæri til að fanga þá hræðslu sem almenningur býr við í dag," sagði Keanu Reeves. „Lífshættir okkar gætu haft stórhættulegar afleiðingar fyrir plánetuna. Myndin fær okkur til að líta á samband okkar við náttúruna og hvernig áhrif við höfum á plánetuna." Myndir á borð við Independence Day og War of the Worlds segja frá árásum óvinveittra geimvera á jarðarbúa. Slíkar myndir hafa ávallt verið vinsælar í Hollywood þar sem litið hefur verið á vondu geimverurnar sem táknmynd kommúnismans. Hættan er því utanaðkomandi og erfitt fyrir almenning að hafa áhrif á gang mála, öfugt við hættuna við hlýnun jarðar. The Day the Earth Stood Still fetar því frekar í fótspor The Day After Tomorrow frá árinu 2004 sem fjallaði um svipað málefni. Einnig hefur heimildarmynd Als Gore, The Inconvenient Truth, tvímælalaust hjálpað The Day the Earth Stood Still og undirbúið áhorfendur fyrir þann umhverfisvæna boðskap sem hún hefur að geyma.
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira