Stuðningsmenn græða vel á Veigari - líka einn hundur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2008 16:04 Veigar Páll reyndist ansi góð fjárfesting fyrir marga. Mynd/Scanpix Þegar Veigar Páll Gunnarsson var keyptur til Stabæk var stofnaður fjárfestingarsjóður til að fjármagna kaup hans frá KR. Þessir fjárfestar fá nú peninginn fimm- eða sexfalt til baka nú þegar Veigar er á leið til Frakklands. Fram kemur á heimasíðu Stabæk að 79 einstaklingar, einn hundur og eitt stuðningsmannafélag lögðu fé í sjóðinn sem þeir fá nú ríflega endurgreiddan til baka. „Þetta er frábært dæmi um hvernig fólk í samfélaginu getur tekið höndum saman þar sem útkoman er bæði skemmtileg og efnahagslega hagkvæm," segir á heimasíðu Stabæk. „Í hópnum má finna barn sem tæmdi sparibaukinn sinn og gamlar frænkur sem tóku fram þúsundkallana úr kökukrúsunum sínum í eldhúsinu, allt til að hjálpa félaginu sínu að kaupa leikmann sem við höfðum trú á." Fjárfestingarsjóðnum var komið á stofn fyrir fimm árum og á hann níu prósenta hlut í Veigari. Alls söfnuðust 115 þúsund norskar krónur í sjóðinn sem dugðu ekki fyrir heildarupphæðinni sem Veigar kostaði. Samkvæmt norskum fjölmiðlum var Veigar seldur til franska liðsins Nancy í vikunni fyrir rúmar 15 milljónir norskra króna. Stuðningsmannafélagið Altas skaut inn 100 norskum krónum í sjóðinn á sínum tíma og sagði talsmaður félagsins að þær kæmu sér vel. „Þetta er aldeilis fínt. Við getum keypt okkur nokkra kassa af léttöli fyrir peninginn," sagði einn meðlimur félagsins í samtali við norska fjölmiðla.Hérna má sjá lista yfir upphaflegu fjárfestana. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira
Þegar Veigar Páll Gunnarsson var keyptur til Stabæk var stofnaður fjárfestingarsjóður til að fjármagna kaup hans frá KR. Þessir fjárfestar fá nú peninginn fimm- eða sexfalt til baka nú þegar Veigar er á leið til Frakklands. Fram kemur á heimasíðu Stabæk að 79 einstaklingar, einn hundur og eitt stuðningsmannafélag lögðu fé í sjóðinn sem þeir fá nú ríflega endurgreiddan til baka. „Þetta er frábært dæmi um hvernig fólk í samfélaginu getur tekið höndum saman þar sem útkoman er bæði skemmtileg og efnahagslega hagkvæm," segir á heimasíðu Stabæk. „Í hópnum má finna barn sem tæmdi sparibaukinn sinn og gamlar frænkur sem tóku fram þúsundkallana úr kökukrúsunum sínum í eldhúsinu, allt til að hjálpa félaginu sínu að kaupa leikmann sem við höfðum trú á." Fjárfestingarsjóðnum var komið á stofn fyrir fimm árum og á hann níu prósenta hlut í Veigari. Alls söfnuðust 115 þúsund norskar krónur í sjóðinn sem dugðu ekki fyrir heildarupphæðinni sem Veigar kostaði. Samkvæmt norskum fjölmiðlum var Veigar seldur til franska liðsins Nancy í vikunni fyrir rúmar 15 milljónir norskra króna. Stuðningsmannafélagið Altas skaut inn 100 norskum krónum í sjóðinn á sínum tíma og sagði talsmaður félagsins að þær kæmu sér vel. „Þetta er aldeilis fínt. Við getum keypt okkur nokkra kassa af léttöli fyrir peninginn," sagði einn meðlimur félagsins í samtali við norska fjölmiðla.Hérna má sjá lista yfir upphaflegu fjárfestana.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira