Stuðningsmenn græða vel á Veigari - líka einn hundur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2008 16:04 Veigar Páll reyndist ansi góð fjárfesting fyrir marga. Mynd/Scanpix Þegar Veigar Páll Gunnarsson var keyptur til Stabæk var stofnaður fjárfestingarsjóður til að fjármagna kaup hans frá KR. Þessir fjárfestar fá nú peninginn fimm- eða sexfalt til baka nú þegar Veigar er á leið til Frakklands. Fram kemur á heimasíðu Stabæk að 79 einstaklingar, einn hundur og eitt stuðningsmannafélag lögðu fé í sjóðinn sem þeir fá nú ríflega endurgreiddan til baka. „Þetta er frábært dæmi um hvernig fólk í samfélaginu getur tekið höndum saman þar sem útkoman er bæði skemmtileg og efnahagslega hagkvæm," segir á heimasíðu Stabæk. „Í hópnum má finna barn sem tæmdi sparibaukinn sinn og gamlar frænkur sem tóku fram þúsundkallana úr kökukrúsunum sínum í eldhúsinu, allt til að hjálpa félaginu sínu að kaupa leikmann sem við höfðum trú á." Fjárfestingarsjóðnum var komið á stofn fyrir fimm árum og á hann níu prósenta hlut í Veigari. Alls söfnuðust 115 þúsund norskar krónur í sjóðinn sem dugðu ekki fyrir heildarupphæðinni sem Veigar kostaði. Samkvæmt norskum fjölmiðlum var Veigar seldur til franska liðsins Nancy í vikunni fyrir rúmar 15 milljónir norskra króna. Stuðningsmannafélagið Altas skaut inn 100 norskum krónum í sjóðinn á sínum tíma og sagði talsmaður félagsins að þær kæmu sér vel. „Þetta er aldeilis fínt. Við getum keypt okkur nokkra kassa af léttöli fyrir peninginn," sagði einn meðlimur félagsins í samtali við norska fjölmiðla.Hérna má sjá lista yfir upphaflegu fjárfestana. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Þegar Veigar Páll Gunnarsson var keyptur til Stabæk var stofnaður fjárfestingarsjóður til að fjármagna kaup hans frá KR. Þessir fjárfestar fá nú peninginn fimm- eða sexfalt til baka nú þegar Veigar er á leið til Frakklands. Fram kemur á heimasíðu Stabæk að 79 einstaklingar, einn hundur og eitt stuðningsmannafélag lögðu fé í sjóðinn sem þeir fá nú ríflega endurgreiddan til baka. „Þetta er frábært dæmi um hvernig fólk í samfélaginu getur tekið höndum saman þar sem útkoman er bæði skemmtileg og efnahagslega hagkvæm," segir á heimasíðu Stabæk. „Í hópnum má finna barn sem tæmdi sparibaukinn sinn og gamlar frænkur sem tóku fram þúsundkallana úr kökukrúsunum sínum í eldhúsinu, allt til að hjálpa félaginu sínu að kaupa leikmann sem við höfðum trú á." Fjárfestingarsjóðnum var komið á stofn fyrir fimm árum og á hann níu prósenta hlut í Veigari. Alls söfnuðust 115 þúsund norskar krónur í sjóðinn sem dugðu ekki fyrir heildarupphæðinni sem Veigar kostaði. Samkvæmt norskum fjölmiðlum var Veigar seldur til franska liðsins Nancy í vikunni fyrir rúmar 15 milljónir norskra króna. Stuðningsmannafélagið Altas skaut inn 100 norskum krónum í sjóðinn á sínum tíma og sagði talsmaður félagsins að þær kæmu sér vel. „Þetta er aldeilis fínt. Við getum keypt okkur nokkra kassa af léttöli fyrir peninginn," sagði einn meðlimur félagsins í samtali við norska fjölmiðla.Hérna má sjá lista yfir upphaflegu fjárfestana.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira