Með rakstri skal borg bæta Bergsteinn Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2008 06:00 Fyrir nokkrum mánuðum tók við völdum borgarstjóri sem gustaði af. Áður en langt um leið sótti hann enn frekar í sig veðrið og hvítur stormsveipur reið yfir stræti og torg. En illu heilli hélt stormurinn áfram að bæta í sig. Hvíta stormsveitin lét sér ekki nægja að mála útkrotaða veggi í almannaeigu leirgráa heldur tók að ryðjast inn á afgirtar einkalóðir, taka þar myndir og hóta íbúðareigendum þvingunaraðgerðum ef þeir gerðu ekki úrbætur innan þriggja mánaða - í einu tilfelli var um að ræða fólk sem hafði staðið í stappi við borgaryfirvöld í tvö ár til að fá byggingarleyfi. Nú er engu líkara en að það stefni í fárviðri í formi stjórnsýslu. Framan af klifaði Ólafur F. Magnússon á því að hann léti verkin tala; nú er mantran orðin sú að hann meini það sem hann segi. Það á eflaust eftir að stigmagnast í: „Mér er alvara!" og þaðan í: „Gerðu eins og ég segi þér!" Eftir aðeins nokkra mánuði í embætti var staðfestan og vaskleg framganga farin að baka borgarstjóra óvinsældir; sumir voru jafnvel farnir að hvísla um geðþótta. Borgarstjóri var ekki lengi að koma auga á að rót vanda hans fólst í aðstoðarmanni hans, sem var rekinn með það sama, og framkvæmdastjóra miðborgarinnar falið það vandasama verk að bæta ímynd borgarstjórans í fjölmiðlum. Sá var ekki lengi að greina ímyndarvanda borgarstjórans og rakaði hann af. Til að taka öll tvímæli endanlega af um að hann væri ekki geðþóttafullur ákvað skegglaus borgarstjóri nú að víkja fyrrverandi aðstoðarmanni sínum skyndilega úr skipulagsráði fyrir meintan trúnaðarbrest. Ekki verður reyndar betur skilið en að sá trúnaðarbrestur hafi falist í því að taka ekki óhikað undir afdráttarlausar yfirlýsingar borgarstjórans um Listaháskóla Íslands áður en málið yrði tekið fyrir á viðeigandi vettvangi. Nú var borgarstóranum sléttrakaða ekki aðeins legið á hálsi fyrir geðþótta heldur bættist líka hroki við F-listann. Einhverja hef ég líka heyrt saka borgarstjórann um kaldlyndi. Það held ég að sé ekki rétt, eins og sást eftir þennan alræmda Kastljósþátt um daginn þar sem hann sýndi sjálfum sér djúpa og hjartnæma samúð. Það var líka greinilegt að þáttastjórnandinn vildi ekkert ræða málefnin heldur bara rífast um keisarans skegg. Sá hann ekki að það var búið að raka það af? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir nokkrum mánuðum tók við völdum borgarstjóri sem gustaði af. Áður en langt um leið sótti hann enn frekar í sig veðrið og hvítur stormsveipur reið yfir stræti og torg. En illu heilli hélt stormurinn áfram að bæta í sig. Hvíta stormsveitin lét sér ekki nægja að mála útkrotaða veggi í almannaeigu leirgráa heldur tók að ryðjast inn á afgirtar einkalóðir, taka þar myndir og hóta íbúðareigendum þvingunaraðgerðum ef þeir gerðu ekki úrbætur innan þriggja mánaða - í einu tilfelli var um að ræða fólk sem hafði staðið í stappi við borgaryfirvöld í tvö ár til að fá byggingarleyfi. Nú er engu líkara en að það stefni í fárviðri í formi stjórnsýslu. Framan af klifaði Ólafur F. Magnússon á því að hann léti verkin tala; nú er mantran orðin sú að hann meini það sem hann segi. Það á eflaust eftir að stigmagnast í: „Mér er alvara!" og þaðan í: „Gerðu eins og ég segi þér!" Eftir aðeins nokkra mánuði í embætti var staðfestan og vaskleg framganga farin að baka borgarstjóra óvinsældir; sumir voru jafnvel farnir að hvísla um geðþótta. Borgarstjóri var ekki lengi að koma auga á að rót vanda hans fólst í aðstoðarmanni hans, sem var rekinn með það sama, og framkvæmdastjóra miðborgarinnar falið það vandasama verk að bæta ímynd borgarstjórans í fjölmiðlum. Sá var ekki lengi að greina ímyndarvanda borgarstjórans og rakaði hann af. Til að taka öll tvímæli endanlega af um að hann væri ekki geðþóttafullur ákvað skegglaus borgarstjóri nú að víkja fyrrverandi aðstoðarmanni sínum skyndilega úr skipulagsráði fyrir meintan trúnaðarbrest. Ekki verður reyndar betur skilið en að sá trúnaðarbrestur hafi falist í því að taka ekki óhikað undir afdráttarlausar yfirlýsingar borgarstjórans um Listaháskóla Íslands áður en málið yrði tekið fyrir á viðeigandi vettvangi. Nú var borgarstóranum sléttrakaða ekki aðeins legið á hálsi fyrir geðþótta heldur bættist líka hroki við F-listann. Einhverja hef ég líka heyrt saka borgarstjórann um kaldlyndi. Það held ég að sé ekki rétt, eins og sást eftir þennan alræmda Kastljósþátt um daginn þar sem hann sýndi sjálfum sér djúpa og hjartnæma samúð. Það var líka greinilegt að þáttastjórnandinn vildi ekkert ræða málefnin heldur bara rífast um keisarans skegg. Sá hann ekki að það var búið að raka það af?