Þröstur lagður í einelti vegna Eddu-verðlaunanna 6. nóvember 2008 05:15 Ólafur Darri og Jóhann Sigurðarson ætla að berjast fyrir því með kjafti og klóm að Þröstur Leó fái ekki Edduna. Þröstur Leó segir það eingöngu formsatriði að mæta og taka við verðlaununum. Jóhann Sigurðarson, Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson eru tilnefndir í sama flokki fyrir leik sinn í Brúðgumanum. Ólafur og Jóhann hafa bundist tryggðarböndum um að koma í veg fyrir að Þröstur fái verðlaunin. Brúðguminn hlaut fjórtán tilnefningar til Eddu-verðlaunannna. Og hefur eiginlega tryggt sér ein. Því bestu karlleikararnir í aukahlutverkum leika allir í kvikmyndinni. En þrátt fyrir að hafa dvalist langtímum saman í sumarsólinni á Flatey er grunnt á því góða og Þröstur Leó Gunnarsson virðist hafa orðið undir í baráttunni. „Þetta gæti verið mjög skemmtilegt. Og það er sko engin skömm að því að tapa fyrir Jóhanni," segir Ólafur Darri í samtali við Fréttablaðið. „Jóhann er langstærsti leikarinn af okkur," bætir hann við. Hann telur það hins vegar útilokað að Eddan fari til Þrastar Leó. „Það væri náttúrlega alveg fráleitt. Í myndinni eru kannski eitt eða tvö atriði með mér og Þresti sem eru ágæt. Annars hef ég aldrei verið hrifinn af Þresti sem leikara," segir Ólafur sem telur að hann eigi ekki þessi verðlaun skilið. Í sama streng tekur Jóhann Sigurðarson. Segir að Ólafur yrði vel að þessum verðlaunum kominn. „Ég gæti alveg sætt mig við það. En ef Þröstur vinnur þetta þá er bara alveg eins hægt að hætta þessu. Alla vega hætti ég ef Þröstur stendur uppi sem sigurvegari," segir Jóhann. Þröstur lét ummæli þeirra félaga ekki slá sig út af laginu þegar Fréttablaðið bar þau undir hann. Sagðist bara vera heppinn að hafa lent í flokk með tveimur svona miðlungsleikurum. „Þeir Ólafur og Jóhann hafa eitthvað misskilið þetta hugtak „stórleikari". Það er sko ekki þyngdin sem þar ræður för heldur eitthvað allt annað," segir Þröstur sem er alveg pollrólegur yfir því að félagar hans skuli reyna að bregða fyrir hann fæti. „Það er í raun bara formsatriði að vinna þetta. Ég er reyndar að sýna þetta kvöld og skora því bara á þá kumpána að mæta og taka við verðlaununum fyrir mína hönd. Þeir geta þá flutt stutta ræðu um mitt ágæti sem leikari." Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Jóhann Sigurðarson, Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson eru tilnefndir í sama flokki fyrir leik sinn í Brúðgumanum. Ólafur og Jóhann hafa bundist tryggðarböndum um að koma í veg fyrir að Þröstur fái verðlaunin. Brúðguminn hlaut fjórtán tilnefningar til Eddu-verðlaunannna. Og hefur eiginlega tryggt sér ein. Því bestu karlleikararnir í aukahlutverkum leika allir í kvikmyndinni. En þrátt fyrir að hafa dvalist langtímum saman í sumarsólinni á Flatey er grunnt á því góða og Þröstur Leó Gunnarsson virðist hafa orðið undir í baráttunni. „Þetta gæti verið mjög skemmtilegt. Og það er sko engin skömm að því að tapa fyrir Jóhanni," segir Ólafur Darri í samtali við Fréttablaðið. „Jóhann er langstærsti leikarinn af okkur," bætir hann við. Hann telur það hins vegar útilokað að Eddan fari til Þrastar Leó. „Það væri náttúrlega alveg fráleitt. Í myndinni eru kannski eitt eða tvö atriði með mér og Þresti sem eru ágæt. Annars hef ég aldrei verið hrifinn af Þresti sem leikara," segir Ólafur sem telur að hann eigi ekki þessi verðlaun skilið. Í sama streng tekur Jóhann Sigurðarson. Segir að Ólafur yrði vel að þessum verðlaunum kominn. „Ég gæti alveg sætt mig við það. En ef Þröstur vinnur þetta þá er bara alveg eins hægt að hætta þessu. Alla vega hætti ég ef Þröstur stendur uppi sem sigurvegari," segir Jóhann. Þröstur lét ummæli þeirra félaga ekki slá sig út af laginu þegar Fréttablaðið bar þau undir hann. Sagðist bara vera heppinn að hafa lent í flokk með tveimur svona miðlungsleikurum. „Þeir Ólafur og Jóhann hafa eitthvað misskilið þetta hugtak „stórleikari". Það er sko ekki þyngdin sem þar ræður för heldur eitthvað allt annað," segir Þröstur sem er alveg pollrólegur yfir því að félagar hans skuli reyna að bregða fyrir hann fæti. „Það er í raun bara formsatriði að vinna þetta. Ég er reyndar að sýna þetta kvöld og skora því bara á þá kumpána að mæta og taka við verðlaununum fyrir mína hönd. Þeir geta þá flutt stutta ræðu um mitt ágæti sem leikari."
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira