Körfubolti

Chris Duhon semur við Knicks

Duhon lék með Chicago Bulls í fjögur ár
Duhon lék með Chicago Bulls í fjögur ár NordcPhotos/GettyImages

Umboðsmaður Chris Duhon hjá Chicago Bulls í NBA deildinni hefur greint frá því að leikstjórnandinn hafi samþykkt að skrifa undir tveggja ára samning við New York Knicks.

Duhon hefur verið varamaður hjá Chicago Bulls undanfarin ár en umboðsmaðurinn segir honum hafa verið lofað byrjunarliðsstaða hjá Knicks.

Þetta þykir renna stoðum undir þær sögusagnir að dagar Stephon Marbury, leikstjórnanda Knicks síðustu ár, séu taldir hjá félaginu.

New York verður með nýjan þjálfara næsta vetur, en félagið gekk frá samningi við Mike D´Antoni í vor. D´Antoni stýrði áður liði Phoenix Suns og tekur við af hinum óvinsæla Isiah Thomas.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×