Ragnari Magnússyni var líka hótað um helgina Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2008 13:59 Ragnar Magnússon athafnamaður segist hafa fengið hótanir um helgina. Mynd/Stöð 2. Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist. Í Kompási í kvöld er fjallað um handrukkara og átök sem áttu sér stað á milli Benjamíns og Ragnars í sumar. Benjamín fór fram á lögbann á þáttinn en Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þeirri kröfu. Jóhannesi barst svo líflátshótun um helgina, sem hann telur að tengist þættinum, eins og greint var frá á Vísi í morgun. „Já, bróðir minn var að segja mér þetta rétt áðan bara," sagði Benjamín þegar Vísir spurði hvort hann hefði heyrt af hótuninni í garð Jóhannesar. Hann sagðist ekki vita hver stæði fyrir hótuninni. „Er þetta ekki bara Ragnar sjálfur. Maðurinn er bara að reyna að láta mig líta illa út. Hann er bara svoleiðis týpa," segir Benjamín. Benjamín fullyrðir að enginn sem tengist honum hafi staðið að hótuninni. Ragnar segist sjálfur hafa fengið hótanir um helgina. „Ég fékk þau skilaboð í gegnum þriðja aðila að hann ætlaði að ganga frá mér," segir Ragnar. Hann vísar alfarið á bug fullyrðingum Benjamíns um að hótanirnar sem Jóhannesi bárust hafi verið frá sér komnar. „Þetta er bara eins heimskulegt og það hljómar," segir Ragnar. Hann segist sjálfur hafa frétt fyrst um hótanirnar í garð Jóhannesar þegar hann las um þær á Vísi. Ragnar segist telja að Benjamín standi fyrir þessum hótunum. Kompás er sýndur í opinni dagskrá í kvöld, strax á eftir fréttum og Íslandi í dag. Handrukkun Tengdar fréttir Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37 Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56 Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira
Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist. Í Kompási í kvöld er fjallað um handrukkara og átök sem áttu sér stað á milli Benjamíns og Ragnars í sumar. Benjamín fór fram á lögbann á þáttinn en Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þeirri kröfu. Jóhannesi barst svo líflátshótun um helgina, sem hann telur að tengist þættinum, eins og greint var frá á Vísi í morgun. „Já, bróðir minn var að segja mér þetta rétt áðan bara," sagði Benjamín þegar Vísir spurði hvort hann hefði heyrt af hótuninni í garð Jóhannesar. Hann sagðist ekki vita hver stæði fyrir hótuninni. „Er þetta ekki bara Ragnar sjálfur. Maðurinn er bara að reyna að láta mig líta illa út. Hann er bara svoleiðis týpa," segir Benjamín. Benjamín fullyrðir að enginn sem tengist honum hafi staðið að hótuninni. Ragnar segist sjálfur hafa fengið hótanir um helgina. „Ég fékk þau skilaboð í gegnum þriðja aðila að hann ætlaði að ganga frá mér," segir Ragnar. Hann vísar alfarið á bug fullyrðingum Benjamíns um að hótanirnar sem Jóhannesi bárust hafi verið frá sér komnar. „Þetta er bara eins heimskulegt og það hljómar," segir Ragnar. Hann segist sjálfur hafa frétt fyrst um hótanirnar í garð Jóhannesar þegar hann las um þær á Vísi. Ragnar segist telja að Benjamín standi fyrir þessum hótunum. Kompás er sýndur í opinni dagskrá í kvöld, strax á eftir fréttum og Íslandi í dag.
Handrukkun Tengdar fréttir Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37 Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56 Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira
Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37
Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56
Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25