Einn með íslenskri náttúru 29. ágúst 2008 05:15 Stefan sækir í einveruna. Mynd/Erdmann Stefan Erdmann er ástfanginn af Íslandi. Svo ástfanginn að hann hefur helgað sig landinu og kvikmynd um það seinustu ár. Myndin heitir Island 63°66° og er sýnd á Shorts and Docs. „Ég hætti aldrei að elska Ísland. Ég kom til landsins árið 2001 og kolféll fyrir því. Þá ákvað ég að gera mynd um Ísland, en ekki mynd eins og allar hinar, þar sem farið er Gullna hringinn og á aðra ferðamannastaði. Ég vildi sýna fólki hvernig mér líður þegar ég er hérna og hvernig ég ferðast um landið. Þetta er mjög persónuleg mynd," segir Stefan. „Ég hef eytt mörgum árum í að mynda hvern stað fyrir sig, nákvæmlega eins og mér finnst hann eigi að vera. Sumir staðir eru leiðinlegir ef veðrið er ekki skýjað, eða engin þoka er yfir svæðinu." Hann segir viðbrögð Íslendinga skipta sig miklu. „Ómar Ragnarsson kom til mín eftir sýningu og sagði að sér fyndist virkilega mikið til myndarinnar koma. Þegar Ómar hrósar manni, þá veit maður að maður hefur staðið sig vel. Þegar ég sýndi hana í Þýskalandi kom fólk til mín grátandi og þakkaði mér fyrir." Island 63°66° er fyrsta mynd Stefans. Hann sér um alla þætti myndarinnar sjálfur, en tónlistarkonan Isgaard sér um hluta tónlistarinnar. Hann býr í Þýskalandi. Af hverju flyst hann ekki til landsins? „Það er góð spurning. Markmið mitt er að selja nóg af DVD-diskum með myndinni og kaupa svo hús á Vestfjörðum. Þar er Ísland, vindurinn, fuglarnir, hrá náttúran og ekkert fólk. Ég vil vera í einmanaleikanum," segir Stefan með glampa ástfangins manns í augunum. Myndina má nálgast í bókabúðum. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Stefan Erdmann er ástfanginn af Íslandi. Svo ástfanginn að hann hefur helgað sig landinu og kvikmynd um það seinustu ár. Myndin heitir Island 63°66° og er sýnd á Shorts and Docs. „Ég hætti aldrei að elska Ísland. Ég kom til landsins árið 2001 og kolféll fyrir því. Þá ákvað ég að gera mynd um Ísland, en ekki mynd eins og allar hinar, þar sem farið er Gullna hringinn og á aðra ferðamannastaði. Ég vildi sýna fólki hvernig mér líður þegar ég er hérna og hvernig ég ferðast um landið. Þetta er mjög persónuleg mynd," segir Stefan. „Ég hef eytt mörgum árum í að mynda hvern stað fyrir sig, nákvæmlega eins og mér finnst hann eigi að vera. Sumir staðir eru leiðinlegir ef veðrið er ekki skýjað, eða engin þoka er yfir svæðinu." Hann segir viðbrögð Íslendinga skipta sig miklu. „Ómar Ragnarsson kom til mín eftir sýningu og sagði að sér fyndist virkilega mikið til myndarinnar koma. Þegar Ómar hrósar manni, þá veit maður að maður hefur staðið sig vel. Þegar ég sýndi hana í Þýskalandi kom fólk til mín grátandi og þakkaði mér fyrir." Island 63°66° er fyrsta mynd Stefans. Hann sér um alla þætti myndarinnar sjálfur, en tónlistarkonan Isgaard sér um hluta tónlistarinnar. Hann býr í Þýskalandi. Af hverju flyst hann ekki til landsins? „Það er góð spurning. Markmið mitt er að selja nóg af DVD-diskum með myndinni og kaupa svo hús á Vestfjörðum. Þar er Ísland, vindurinn, fuglarnir, hrá náttúran og ekkert fólk. Ég vil vera í einmanaleikanum," segir Stefan með glampa ástfangins manns í augunum. Myndina má nálgast í bókabúðum.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira