Einn með íslenskri náttúru 29. ágúst 2008 05:15 Stefan sækir í einveruna. Mynd/Erdmann Stefan Erdmann er ástfanginn af Íslandi. Svo ástfanginn að hann hefur helgað sig landinu og kvikmynd um það seinustu ár. Myndin heitir Island 63°66° og er sýnd á Shorts and Docs. „Ég hætti aldrei að elska Ísland. Ég kom til landsins árið 2001 og kolféll fyrir því. Þá ákvað ég að gera mynd um Ísland, en ekki mynd eins og allar hinar, þar sem farið er Gullna hringinn og á aðra ferðamannastaði. Ég vildi sýna fólki hvernig mér líður þegar ég er hérna og hvernig ég ferðast um landið. Þetta er mjög persónuleg mynd," segir Stefan. „Ég hef eytt mörgum árum í að mynda hvern stað fyrir sig, nákvæmlega eins og mér finnst hann eigi að vera. Sumir staðir eru leiðinlegir ef veðrið er ekki skýjað, eða engin þoka er yfir svæðinu." Hann segir viðbrögð Íslendinga skipta sig miklu. „Ómar Ragnarsson kom til mín eftir sýningu og sagði að sér fyndist virkilega mikið til myndarinnar koma. Þegar Ómar hrósar manni, þá veit maður að maður hefur staðið sig vel. Þegar ég sýndi hana í Þýskalandi kom fólk til mín grátandi og þakkaði mér fyrir." Island 63°66° er fyrsta mynd Stefans. Hann sér um alla þætti myndarinnar sjálfur, en tónlistarkonan Isgaard sér um hluta tónlistarinnar. Hann býr í Þýskalandi. Af hverju flyst hann ekki til landsins? „Það er góð spurning. Markmið mitt er að selja nóg af DVD-diskum með myndinni og kaupa svo hús á Vestfjörðum. Þar er Ísland, vindurinn, fuglarnir, hrá náttúran og ekkert fólk. Ég vil vera í einmanaleikanum," segir Stefan með glampa ástfangins manns í augunum. Myndina má nálgast í bókabúðum. Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Stefan Erdmann er ástfanginn af Íslandi. Svo ástfanginn að hann hefur helgað sig landinu og kvikmynd um það seinustu ár. Myndin heitir Island 63°66° og er sýnd á Shorts and Docs. „Ég hætti aldrei að elska Ísland. Ég kom til landsins árið 2001 og kolféll fyrir því. Þá ákvað ég að gera mynd um Ísland, en ekki mynd eins og allar hinar, þar sem farið er Gullna hringinn og á aðra ferðamannastaði. Ég vildi sýna fólki hvernig mér líður þegar ég er hérna og hvernig ég ferðast um landið. Þetta er mjög persónuleg mynd," segir Stefan. „Ég hef eytt mörgum árum í að mynda hvern stað fyrir sig, nákvæmlega eins og mér finnst hann eigi að vera. Sumir staðir eru leiðinlegir ef veðrið er ekki skýjað, eða engin þoka er yfir svæðinu." Hann segir viðbrögð Íslendinga skipta sig miklu. „Ómar Ragnarsson kom til mín eftir sýningu og sagði að sér fyndist virkilega mikið til myndarinnar koma. Þegar Ómar hrósar manni, þá veit maður að maður hefur staðið sig vel. Þegar ég sýndi hana í Þýskalandi kom fólk til mín grátandi og þakkaði mér fyrir." Island 63°66° er fyrsta mynd Stefans. Hann sér um alla þætti myndarinnar sjálfur, en tónlistarkonan Isgaard sér um hluta tónlistarinnar. Hann býr í Þýskalandi. Af hverju flyst hann ekki til landsins? „Það er góð spurning. Markmið mitt er að selja nóg af DVD-diskum með myndinni og kaupa svo hús á Vestfjörðum. Þar er Ísland, vindurinn, fuglarnir, hrá náttúran og ekkert fólk. Ég vil vera í einmanaleikanum," segir Stefan með glampa ástfangins manns í augunum. Myndina má nálgast í bókabúðum.
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira