Pólitískt óvit Þorsteinn Pálsson skrifar 21. september 2008 08:00 Þegar Samfylkingin gekk inn í núverandi stjórnarsamstarf hafði hún á vissan hátt tekið fyrri stöðu Framsóknarflokksins sem fólst í því að geta samið af nokkrum styrk til beggja handa. Í ljósi reynslunnar var því rökrétt að álykta á þá leið að vinstri vængur Samfylkingarinnar væri líklegur til að ókyrrast á úthallandi kjörtímabili. Það gerðist gjarnan með stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hann var af sömu stærð. Þetta á eftir að koma í ljós. Nú þegar ríkisstjórnarsamstarfið er rétt rúmlega ársgamalt er það á hinn bóginn svo að formaður Sjálfstæðisflokksins sætir talsverðri gagnrýni innanbúðar fyrir að hafa gengið til samstarfs við Samfylkinguna. Reyndar bar lítið eitt á slíkri gagnrýni við upphaf samstarfsins. Á hinn bóginn hefur ekki enn komið upp á yfirborðið samskonar innri gagnrýni á formann Samfylkingarinnar fyrir að verja stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er um margt athygli vert í sögulegu samhengi. Gagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins er reist á þeirri röksemdafærslu að stjórnarsamstarfið hafi bjargað pólitísku lífi formanns Samfylkingarinnar og fyrir vikið blómstri bæði formaðurinn og flokkurinn í skoðanakönnunum. Rétt er að Samfylkingin hefur bætt sig í síðustu skoðanakönnunum meðan samstarfsflokkurinn hefur dalað. En eru þetta gild pólitísk rök gegn stjórnarsamstarfi? Segja má að pólitík sé blanda af þremur gildum: Persónum, völdum og málefnum. Gagnrýni af þessum toga er algjörlega blind á málefni. Pólitísk umræða á þeim forsendum getur ekki leitt til skynsamlegrar niðurstöðu. Síst af öllu er unnt að loka augunum fyrir málefnagildunum þegar fjármálamarkaðurinn er í jafn miklu uppnámi og raunin er. Eftir síðustu kosningar var samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óráð af tveimur ástæðum: Annars vegar var þingmeirihlutinn tæpur. Hins vegar var skynsamlegt að líta svo á að valda- og málefnagerjunin innan Framsóknarflokksins ætti fremur að fá útrás innan hans en á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Málefnagjáin milli Sjálfstæðisflokks og VG hefði kallað á að stjórnarsáttmáli þeirra bæri yfirskriftina: Það sem ekki má gera. Þar hefði þurft að njörva niður að ekki mætti koma á nýju kerfi sjúkratrygginga, ekki yrðu leyfðir fleiri sjálfstæðir skólar, ráðstafanir til að tryggja öryggi landsins væru óheimilar á kjörtímabilinu og hagvöxtur með orkufrekum nýiðnaði skyldi stöðvaður. Slíkur sáttmáli hefði verið of dýru verði keyptur. Evrópumálin eru trúlega vafningasamasta mál Sjálfstæðisflokksins eins og sakir standa. Stjórnarsáttmálinn bindur hins vegar Samfylkinguna við stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum. Um skynsemi þess ákvæðis má deila. En á móti því verður ekki mælt að það gefur Sjálfstæðisflokknum alltént meira rými til að glíma við málið á sama tíma og ríflega helmingur kjósenda hans styður aðildarviðræður í könnunum. Að öllu þessu virtu væri við ríkjandi aðstæður pólitískt áhættusamara til framtíðar litið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa Samfylkinguna lausbeislaða í stjórnarandstöðu. Ljóst er því að innanbúðargagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins fyrir samstarfið við Samfylkinguna á rætur í einhverju öðru en pólitísku viti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin gekk inn í núverandi stjórnarsamstarf hafði hún á vissan hátt tekið fyrri stöðu Framsóknarflokksins sem fólst í því að geta samið af nokkrum styrk til beggja handa. Í ljósi reynslunnar var því rökrétt að álykta á þá leið að vinstri vængur Samfylkingarinnar væri líklegur til að ókyrrast á úthallandi kjörtímabili. Það gerðist gjarnan með stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hann var af sömu stærð. Þetta á eftir að koma í ljós. Nú þegar ríkisstjórnarsamstarfið er rétt rúmlega ársgamalt er það á hinn bóginn svo að formaður Sjálfstæðisflokksins sætir talsverðri gagnrýni innanbúðar fyrir að hafa gengið til samstarfs við Samfylkinguna. Reyndar bar lítið eitt á slíkri gagnrýni við upphaf samstarfsins. Á hinn bóginn hefur ekki enn komið upp á yfirborðið samskonar innri gagnrýni á formann Samfylkingarinnar fyrir að verja stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er um margt athygli vert í sögulegu samhengi. Gagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins er reist á þeirri röksemdafærslu að stjórnarsamstarfið hafi bjargað pólitísku lífi formanns Samfylkingarinnar og fyrir vikið blómstri bæði formaðurinn og flokkurinn í skoðanakönnunum. Rétt er að Samfylkingin hefur bætt sig í síðustu skoðanakönnunum meðan samstarfsflokkurinn hefur dalað. En eru þetta gild pólitísk rök gegn stjórnarsamstarfi? Segja má að pólitík sé blanda af þremur gildum: Persónum, völdum og málefnum. Gagnrýni af þessum toga er algjörlega blind á málefni. Pólitísk umræða á þeim forsendum getur ekki leitt til skynsamlegrar niðurstöðu. Síst af öllu er unnt að loka augunum fyrir málefnagildunum þegar fjármálamarkaðurinn er í jafn miklu uppnámi og raunin er. Eftir síðustu kosningar var samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óráð af tveimur ástæðum: Annars vegar var þingmeirihlutinn tæpur. Hins vegar var skynsamlegt að líta svo á að valda- og málefnagerjunin innan Framsóknarflokksins ætti fremur að fá útrás innan hans en á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Málefnagjáin milli Sjálfstæðisflokks og VG hefði kallað á að stjórnarsáttmáli þeirra bæri yfirskriftina: Það sem ekki má gera. Þar hefði þurft að njörva niður að ekki mætti koma á nýju kerfi sjúkratrygginga, ekki yrðu leyfðir fleiri sjálfstæðir skólar, ráðstafanir til að tryggja öryggi landsins væru óheimilar á kjörtímabilinu og hagvöxtur með orkufrekum nýiðnaði skyldi stöðvaður. Slíkur sáttmáli hefði verið of dýru verði keyptur. Evrópumálin eru trúlega vafningasamasta mál Sjálfstæðisflokksins eins og sakir standa. Stjórnarsáttmálinn bindur hins vegar Samfylkinguna við stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum. Um skynsemi þess ákvæðis má deila. En á móti því verður ekki mælt að það gefur Sjálfstæðisflokknum alltént meira rými til að glíma við málið á sama tíma og ríflega helmingur kjósenda hans styður aðildarviðræður í könnunum. Að öllu þessu virtu væri við ríkjandi aðstæður pólitískt áhættusamara til framtíðar litið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa Samfylkinguna lausbeislaða í stjórnarandstöðu. Ljóst er því að innanbúðargagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins fyrir samstarfið við Samfylkinguna á rætur í einhverju öðru en pólitísku viti.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun