Stefnir stórstjörnum til Íslands 5. desember 2008 06:30 Sigurjón Sighvats Stefnt er að því að fá þau Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Toby Maguire til að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar Brothers hér á landi. Framleiðandi kvikmyndarinnar er Sigurjón Sighvatsson og staðfesti hann þetta í samtali við Fréttablaðið. Tökum á kvikmyndinni er nú lokið og segir Sigurjón að stefnan sé sett á kvikmyndahátíðina í Cannes hvað heimsfrumsýningu varðar. „Tökurnar gengu ótrúlega vel og hún virðist líta vel út," segir Sigurjón. Efni myndarinnar ætti að eiga vel upp á pallborðið hjá bandarískum áhorfendum. Myndin segir frá því hvernig líf tveggja bræðra tekur stakkaskiptum eftir að annar þeirra er sendur í stríðið gegn hryðjuverkum í Afganistan. Meðal annarra leikara er Sam Shepard en hann leikur einmitt líka stórt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale. Sigurjón hefur unnið ötullega að því að koma fatamerkinu sínu 66° Norður að í Hollywood. Gyllenhaal hefur verið myndaður í fatnaði frá fyrirtækinu, Anita Briem klæddist flísfatnaðinum í The Journey to the Center of Earth og ekki þarf að hafa mörg orð um ást bandaríska leikstjórans Quentins Tarantino á vörumerkinu. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að 66° Norður kemur einnig við sögu í Brothers. „Natalie Portman er vel dúðuð í fatnaði frá 66° Norður í tveimur skautasenum sem er að finna í myndinni," segir Sigurjón. Ráðgert er að kvikmyndin verði frumsýnd í Bandaríkjunum á næsta ári. Leikstjóri myndarinnar er Jim Sheridan. Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Stefnt er að því að fá þau Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Toby Maguire til að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar Brothers hér á landi. Framleiðandi kvikmyndarinnar er Sigurjón Sighvatsson og staðfesti hann þetta í samtali við Fréttablaðið. Tökum á kvikmyndinni er nú lokið og segir Sigurjón að stefnan sé sett á kvikmyndahátíðina í Cannes hvað heimsfrumsýningu varðar. „Tökurnar gengu ótrúlega vel og hún virðist líta vel út," segir Sigurjón. Efni myndarinnar ætti að eiga vel upp á pallborðið hjá bandarískum áhorfendum. Myndin segir frá því hvernig líf tveggja bræðra tekur stakkaskiptum eftir að annar þeirra er sendur í stríðið gegn hryðjuverkum í Afganistan. Meðal annarra leikara er Sam Shepard en hann leikur einmitt líka stórt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale. Sigurjón hefur unnið ötullega að því að koma fatamerkinu sínu 66° Norður að í Hollywood. Gyllenhaal hefur verið myndaður í fatnaði frá fyrirtækinu, Anita Briem klæddist flísfatnaðinum í The Journey to the Center of Earth og ekki þarf að hafa mörg orð um ást bandaríska leikstjórans Quentins Tarantino á vörumerkinu. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að 66° Norður kemur einnig við sögu í Brothers. „Natalie Portman er vel dúðuð í fatnaði frá 66° Norður í tveimur skautasenum sem er að finna í myndinni," segir Sigurjón. Ráðgert er að kvikmyndin verði frumsýnd í Bandaríkjunum á næsta ári. Leikstjóri myndarinnar er Jim Sheridan.
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp