Áhrif Landsmóts eru ómetanleg 18. júní 2008 10:13 Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti fyrsta landsmót sitt árið 1966. Þá var hann tíu ára gamall og var í sveit í Skagafirði. Landsmót var þá haldið á Hólum í Hjaltadal. Mynd/E.Ól „Ég held að áhrif Landsmóts séu algjörlega ómetanleg og verði seint reiknuð út til fulls. Annars vegar er það þannig að mót af þessu tagi skapa í sjálfu sér mikil verðmæti. Þarna kemur saman mikill fjöldi fólks sem hefur heilmikil áhrif á efnahag svæðisins í kring. Þessi mót hafa sýnt það að þau laða til sín fjölda útlendinga sem styrkja okkar gjaldeyrisgrundvöll,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Einar telur að landsmót feli í sér alls konar aðra kynningu á landinu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er líka til þess fallið að auka áhuga bæði Íslendinga og útlendinga á hestamennskunni. Hestamennskan er gífurlega mikil atvinnugrein og vaxandi og í sumum héruðum er hún burðarásin í atvinnulífinu. Svona mót þar sem að þúsundir manna koma alls staðar að af landinu og víða úr heiminum hefur auðvitað mikla þýðingu til að styrkja bakland þessarar atvinnustarfsemi,“ segir Einar. Hann telur að svona mót hafi gífurleg áhrif á lítinn stað eins og Hellu. Allt gistipláss í nágrenninu sé löngu upppantað auk þess sem þetta hefur mikil áhrif á hvers konar þjónustu. Aðspurður um stuðning hins opinbera við landsmót segir Einar að Alþingi hafi með fjárveitingum lagt fram peninga til þess að byggja upp sýningaraðstöðu á landsmótsstöðum. Bæði á Gaddstaðaflötum nú á Hellu og líka áður til dæmis á Vindheimamelum í Skagafirði. „Hestamennska er stunduð af miklum fjölda fólks og það er að mínu mati eðlilegt að ríkisvaldið komi að því að byggja upp þessa innviði eins og við gerum með önnur íþróttamót eins og landsmót ungmennafélaganna og annað slíkt,“ segir Einar. Einar nefnir að þegar hann var formaður Ferðamálaráðs þá beitti hann sér fyrir því að ferðamálaráð stóð straum af kostnaði við markaðssetningu á markaðssíðu ferðamálaráðs þá. Segir hann að það hafi haft mikil og jákvæð áhrif. Einar er þekktur fyrir afskipti sín af sjávarútvegsmálum og segist ekki mikill hestamaður en segist þó sæmilega reiðfær. „Þegar ég var yngri þá var ég ágætlega liðtækur á hesti en á seinni árum hefur minna farið fyrir reiðmennsku. Ég umgengst mikið af hestamönnum og hef mörg tækifæri til að skreppa á bak þó ég eigi enga hesta sjálfur,“ segir Einar. Hann hefur sótt þó nokkur landsmót og nefnir að fyrsta landsmót sem hann sótti hafi verið árið 1966 þegar hann var í sveit í Skagafirði þá tíu ára gamall. Þá var landsmót haldið á Hólum í Hjaltadal. Síðan hefur hann sótt nokkur landsmót og seinni ár sérstaklega á Vindheimamelum í Skagafirði. Einar fór í fyrra á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi og segir þá upplifun ógleymanlega. Einar var á síðasta Landsmóti sem haldið var á Vindheimamelum í Skagafirði og segir að það hafi verið gífurleg upplifun og mjög skemmtilegt hafi verið að sækja það mót. „Stemningin sem myndast þarna er engu lagi lík, bæði á meðan á mótinu stendur sem og allur félagsskapurinn í kringum þetta,“ segir Einar að lokum. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
„Ég held að áhrif Landsmóts séu algjörlega ómetanleg og verði seint reiknuð út til fulls. Annars vegar er það þannig að mót af þessu tagi skapa í sjálfu sér mikil verðmæti. Þarna kemur saman mikill fjöldi fólks sem hefur heilmikil áhrif á efnahag svæðisins í kring. Þessi mót hafa sýnt það að þau laða til sín fjölda útlendinga sem styrkja okkar gjaldeyrisgrundvöll,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Einar telur að landsmót feli í sér alls konar aðra kynningu á landinu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er líka til þess fallið að auka áhuga bæði Íslendinga og útlendinga á hestamennskunni. Hestamennskan er gífurlega mikil atvinnugrein og vaxandi og í sumum héruðum er hún burðarásin í atvinnulífinu. Svona mót þar sem að þúsundir manna koma alls staðar að af landinu og víða úr heiminum hefur auðvitað mikla þýðingu til að styrkja bakland þessarar atvinnustarfsemi,“ segir Einar. Hann telur að svona mót hafi gífurleg áhrif á lítinn stað eins og Hellu. Allt gistipláss í nágrenninu sé löngu upppantað auk þess sem þetta hefur mikil áhrif á hvers konar þjónustu. Aðspurður um stuðning hins opinbera við landsmót segir Einar að Alþingi hafi með fjárveitingum lagt fram peninga til þess að byggja upp sýningaraðstöðu á landsmótsstöðum. Bæði á Gaddstaðaflötum nú á Hellu og líka áður til dæmis á Vindheimamelum í Skagafirði. „Hestamennska er stunduð af miklum fjölda fólks og það er að mínu mati eðlilegt að ríkisvaldið komi að því að byggja upp þessa innviði eins og við gerum með önnur íþróttamót eins og landsmót ungmennafélaganna og annað slíkt,“ segir Einar. Einar nefnir að þegar hann var formaður Ferðamálaráðs þá beitti hann sér fyrir því að ferðamálaráð stóð straum af kostnaði við markaðssetningu á markaðssíðu ferðamálaráðs þá. Segir hann að það hafi haft mikil og jákvæð áhrif. Einar er þekktur fyrir afskipti sín af sjávarútvegsmálum og segist ekki mikill hestamaður en segist þó sæmilega reiðfær. „Þegar ég var yngri þá var ég ágætlega liðtækur á hesti en á seinni árum hefur minna farið fyrir reiðmennsku. Ég umgengst mikið af hestamönnum og hef mörg tækifæri til að skreppa á bak þó ég eigi enga hesta sjálfur,“ segir Einar. Hann hefur sótt þó nokkur landsmót og nefnir að fyrsta landsmót sem hann sótti hafi verið árið 1966 þegar hann var í sveit í Skagafirði þá tíu ára gamall. Þá var landsmót haldið á Hólum í Hjaltadal. Síðan hefur hann sótt nokkur landsmót og seinni ár sérstaklega á Vindheimamelum í Skagafirði. Einar fór í fyrra á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi og segir þá upplifun ógleymanlega. Einar var á síðasta Landsmóti sem haldið var á Vindheimamelum í Skagafirði og segir að það hafi verið gífurleg upplifun og mjög skemmtilegt hafi verið að sækja það mót. „Stemningin sem myndast þarna er engu lagi lík, bæði á meðan á mótinu stendur sem og allur félagsskapurinn í kringum þetta,“ segir Einar að lokum.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira