Semur tónlist fyrir stórmynd í Hollywood Gunnar Lárus Hjálmarsson skrifar 6. september 2008 07:00 Jóhann Jóhannsson semur fyrir Personal Effects, Hollywood-stórmynd með Ashton Kutcher og Michelle Pfeiffer. Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við Hollywoodmyndina Personal Effects, sem frumsýnd verður á næsta ári. Í aðalhlutverkum eru stórstjörnurnar Ashton Kutcher, Michelle Pfeiffer og Kathy Bates. Myndin er byggð á smásögu eftir Rick Moody, þann sama og skrifaði skáldsöguna Ice Storm, sem Ang Lee gerði verðlaunamynd upp úr. „Framleiðandi myndarinnar hafði nú bara samband við mig upp úr þurru,“ segir Jóhann. „Þeir höfðu grófklippt myndina við tónlist eftir mig og höfðu mig í huga sem tónskáld frá upphafi.“ Jóhann segist ekki hafa hitt stórstjörnurnar eða leikstjórann, David Hollander. „Hollywood er auðvitað hinum megin á hnettinum og samskipti hafa mest farið fram í gegnum síma seint á kvöldin eða í gegnum netið. Það gekk bara ágætlega, enda er líkamleg staðsetning aukaatriði nú á dögum.“ Jóhann segist ekkert sérstaklega áhugasamur um að vinna frekar fyrir Hollywood. „Þessi mynd er dramatísk, sagan er um venjulegt fólk og hvernig það dílar við alvarleg áföll i lífinu. Mér finnst gaman að semja kvikmyndatónlist, og er sama hvers lensk myndin er, á meðan hún er áhugaverð.“ Jóhann hefur samið tónlist við ýmsar kvikmyndir og leikrit og fékk nýlega fyrstu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Varmints á Rhode Island International Film Festival í Bandaríkjunum. Myndin, sem er eftir BAFTA-verðlaunahafann Marc Craste, hlaut líka verðlaun sem besta „animation“-myndin. „Samt er aðaláherslan hjá mér á mínar eigin plötur og tónleika, það er mest gefandi,“ segir Jóhann. Ný sólóplata hans, Fordlandia, kemur út í byrjun nóvember hjá breska merkinu 4AD. „Ég tók plötuna upp víðs vegar um heiminn, á Íslandi, í Prag, Tókýó, Kaupmannahöfn og Ósló. Þeir sem spila inn á plötuna eru meðal annars íslenskur strengjakvartett sem hefur ferðast um heiminn með mér undanfarin ár, slagverksleikarinn Matthías Hemstock og Fílharmónían í Prag. Fordlandia er kannski blanda af fyrri verkum, dálítið af smáum, lágstemmdum stykkjum eins og á Englabarna-plötunni, dálítið af lengri epískum verkum eins og á IBM 1401 og Virðulegu forsetar, og svo líka vonandi eitthvað nýtt.“ Þessi misserin er Jóhann með annan fótinn í Kaupmannahöfn og eins og sést er nóg að gera. „Akkúrat núna er ég staddur í stúdíói fyrir utan Kaupmannahöfn að vinna að tónlist fyrir sjónvarpsseríuna Svarta engla eftir þá Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson. Samtímis er ég að klára kórverk sem verður flutt í október á Sequnces-hátíðinni. Verkið er fyrir blandaðan kór, sex rafmagnsgítarleikara og slagverk.“ Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við Hollywoodmyndina Personal Effects, sem frumsýnd verður á næsta ári. Í aðalhlutverkum eru stórstjörnurnar Ashton Kutcher, Michelle Pfeiffer og Kathy Bates. Myndin er byggð á smásögu eftir Rick Moody, þann sama og skrifaði skáldsöguna Ice Storm, sem Ang Lee gerði verðlaunamynd upp úr. „Framleiðandi myndarinnar hafði nú bara samband við mig upp úr þurru,“ segir Jóhann. „Þeir höfðu grófklippt myndina við tónlist eftir mig og höfðu mig í huga sem tónskáld frá upphafi.“ Jóhann segist ekki hafa hitt stórstjörnurnar eða leikstjórann, David Hollander. „Hollywood er auðvitað hinum megin á hnettinum og samskipti hafa mest farið fram í gegnum síma seint á kvöldin eða í gegnum netið. Það gekk bara ágætlega, enda er líkamleg staðsetning aukaatriði nú á dögum.“ Jóhann segist ekkert sérstaklega áhugasamur um að vinna frekar fyrir Hollywood. „Þessi mynd er dramatísk, sagan er um venjulegt fólk og hvernig það dílar við alvarleg áföll i lífinu. Mér finnst gaman að semja kvikmyndatónlist, og er sama hvers lensk myndin er, á meðan hún er áhugaverð.“ Jóhann hefur samið tónlist við ýmsar kvikmyndir og leikrit og fékk nýlega fyrstu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Varmints á Rhode Island International Film Festival í Bandaríkjunum. Myndin, sem er eftir BAFTA-verðlaunahafann Marc Craste, hlaut líka verðlaun sem besta „animation“-myndin. „Samt er aðaláherslan hjá mér á mínar eigin plötur og tónleika, það er mest gefandi,“ segir Jóhann. Ný sólóplata hans, Fordlandia, kemur út í byrjun nóvember hjá breska merkinu 4AD. „Ég tók plötuna upp víðs vegar um heiminn, á Íslandi, í Prag, Tókýó, Kaupmannahöfn og Ósló. Þeir sem spila inn á plötuna eru meðal annars íslenskur strengjakvartett sem hefur ferðast um heiminn með mér undanfarin ár, slagverksleikarinn Matthías Hemstock og Fílharmónían í Prag. Fordlandia er kannski blanda af fyrri verkum, dálítið af smáum, lágstemmdum stykkjum eins og á Englabarna-plötunni, dálítið af lengri epískum verkum eins og á IBM 1401 og Virðulegu forsetar, og svo líka vonandi eitthvað nýtt.“ Þessi misserin er Jóhann með annan fótinn í Kaupmannahöfn og eins og sést er nóg að gera. „Akkúrat núna er ég staddur í stúdíói fyrir utan Kaupmannahöfn að vinna að tónlist fyrir sjónvarpsseríuna Svarta engla eftir þá Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson. Samtímis er ég að klára kórverk sem verður flutt í október á Sequnces-hátíðinni. Verkið er fyrir blandaðan kór, sex rafmagnsgítarleikara og slagverk.“
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira