Fritzl vakti óhug í Hallgrímskirkju Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. maí 2008 14:44 Josef Fritzl. MYND/AP Myndlistarnemendur við Listaháskóla Íslands standa nú fyrir ljósmyndasýningunni „Biblían - bók bókanna" í forkirkju Hallgrímskirkju. Er sýningin haldin í tilefni af nýju biblíuþýðingunni. Eitt verkanna á sýningunni þótti þó ekki heppilegt til sýningar í guðs húsi en þar var um að ræða mynd af hinum austurríska Josef Fritzl. „Verkefnið var að vinna út frá biblíusögulegum myndefnum. Við skoðuðum ákveðnar trúarlegar og listfræðilegar forsendur fyrir þessu verkefni. Hugmyndin var að hver nemandi gerði eitt verk út frá þessum forsendum," útskýrir Einar Garibaldi Eiríksson, prófessor við Listaháskólann og umsjónarmaður sýningarinnar. „Þegar komið er að því að sýna uppgötvum við fljótlega að þarna er eitt verk sem er á mörkunum, tengt ógæfumanninum í Austurríki. Þetta var einfölduð andlitsmynd af honum eins og hún birtist í blöðum, í raun mynd af mynd af honum," segir Einar. „Ég held að hugmynd nemandans hafi verið að varpa fram spurningum um fyrirgefninguna og það að setja sig í dómarasæti yfir einhverjum, bæði þessi ákveðni maður yfir sinni fjölskyldu og eins almenningur eins og hann hefur brugðist við fréttum af manninum og dæmt hann fyrir fram. Svo fóru nú að renna á okkur tvær grímur og við sannfærðumst um það þegar við fórum að ræða við fólkið i kirkjunni. Fólk kemur þangað meðal annars til að leita sáluhjálpar vegna ýmissa mála og við ákváðum því að draga verkið til baka," segir hann enn fremur. Einar segir viðkomandi nemanda hafa sýnt þessum sjónarmiðum fullan skilning. Auk þess hafi starfsmenn kirkjunnar komið að máli við aðstandendur sýningarinnar sem hafi styrkt ákvörðunina enn frekar. Ekki náðist í höfund myndarinnar. Auk Listaháskólans standa Listvinafélag Hallgrímskirkju og Hið íslenska biblíufélag að sýningunni sem stendur yfir í mánuð. Hallgrímskirkja Mál Josef Fritzl Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Myndlistarnemendur við Listaháskóla Íslands standa nú fyrir ljósmyndasýningunni „Biblían - bók bókanna" í forkirkju Hallgrímskirkju. Er sýningin haldin í tilefni af nýju biblíuþýðingunni. Eitt verkanna á sýningunni þótti þó ekki heppilegt til sýningar í guðs húsi en þar var um að ræða mynd af hinum austurríska Josef Fritzl. „Verkefnið var að vinna út frá biblíusögulegum myndefnum. Við skoðuðum ákveðnar trúarlegar og listfræðilegar forsendur fyrir þessu verkefni. Hugmyndin var að hver nemandi gerði eitt verk út frá þessum forsendum," útskýrir Einar Garibaldi Eiríksson, prófessor við Listaháskólann og umsjónarmaður sýningarinnar. „Þegar komið er að því að sýna uppgötvum við fljótlega að þarna er eitt verk sem er á mörkunum, tengt ógæfumanninum í Austurríki. Þetta var einfölduð andlitsmynd af honum eins og hún birtist í blöðum, í raun mynd af mynd af honum," segir Einar. „Ég held að hugmynd nemandans hafi verið að varpa fram spurningum um fyrirgefninguna og það að setja sig í dómarasæti yfir einhverjum, bæði þessi ákveðni maður yfir sinni fjölskyldu og eins almenningur eins og hann hefur brugðist við fréttum af manninum og dæmt hann fyrir fram. Svo fóru nú að renna á okkur tvær grímur og við sannfærðumst um það þegar við fórum að ræða við fólkið i kirkjunni. Fólk kemur þangað meðal annars til að leita sáluhjálpar vegna ýmissa mála og við ákváðum því að draga verkið til baka," segir hann enn fremur. Einar segir viðkomandi nemanda hafa sýnt þessum sjónarmiðum fullan skilning. Auk þess hafi starfsmenn kirkjunnar komið að máli við aðstandendur sýningarinnar sem hafi styrkt ákvörðunina enn frekar. Ekki náðist í höfund myndarinnar. Auk Listaháskólans standa Listvinafélag Hallgrímskirkju og Hið íslenska biblíufélag að sýningunni sem stendur yfir í mánuð.
Hallgrímskirkja Mál Josef Fritzl Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira