Áttunda umferðin í Iceland Express deild kvenna í körfubolta hefst í kvöld með hörkuleik í DHL Höllinni þar sem KR tekur á móti Grindavík.
KR er í fjórða sæti deildarinnar með 8 stig og Grindavík í því fimmta með 6 stig.
KR vann stórsigur á Fjölni í síðasta leik á meðan Grindavík tapaði óvænt fyrir Snæfelli í Hólminum.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15.
Á miðvikudagskvöldið eru svo þrír leikir á dagskrá og þar á meðal er toppslagur Hauka og Keflavíkur.