Keflvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur þegar þeir steinlágu með 22 stigum, 76-98, í Grindavík á fimmtudagskvöldið.
Þar mistókst þeim að verða fyrsta liðið til þess að vinna alla leiki sína fram á nýtt ár en ef marka má gengi liðsins í fyrsta leik ársins síðasta ár ættu þessi úrslit ekki að koma á óvart.
Keflvíkingar hafa nefnilega aðeins unnið 2 af 6 fyrstu leikjum ársins undanfarin sex tímabil í úrvalsdeild karla í körfubolta og töpuðu sem dæmi tveimur fyrstu leikjum sínum á árinu í fyrra.
Fyrsti leikur Keflavíkur á árinu frá 2003:
2002/2003 - 7. janúar Njarðvík (heima) 77-80 tap
2003/2004 - 4. janúar Hamar (úti) 91-94 tap
2004/2005 - 6. janúar Tindastóll (heima) 97-81 sigur
2004/2006 - 5. janúar ÍR (heima) 102-94 sigur
2006/2007 - 6. janúar Skallagrímur (úti) 98-100 tap
2007/2008 - 3. janúar Grindavík (úti) 76-98 tap
Samtals:
Leikir 6
Sigrar 2
Töp 4
Sigurhlutfall 33%