Þrír leikir í körfunni í kvöld

Þrír leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Fjölnir og KR eigast við í Grafarvogi, Skallagrímur tekur á móti Stjörnunni og þá fara Hamarsmenn norður á Sauðárkrók og mæta þar Tindastól.